Fundargerd 15. júní 2023

173. / 4. fundur Heilbrigðisnefndar Austurlands
15. júní 2023 kl 13:00

Heilbrigðisnefndarmenn:
Stefán Þór Eysteinsson Jónína Brynjólfsdóttir
Sandra Konráðsdóttir Kristín Ágústsdóttir Anna Ragnarsdóttir Pedersen Benedikt Jóhannsson
Kristjana Sigurðardóttir

Starfsmenn:
Lára Guðmundsdóttir Elínborg Sædís Pálsdóttir

Dagskrá:

  1. Bókuð útgefin starfsleyfi 978
  2. Bókuð útgefin tóbakssöluleyfi 980
  3. Skráningarskyldur atvinnurekstur 980
  4. Fráveita 981
  5. Varnarefnaleifar í grænmeti 981
  6. Vinna milli funda 981
  7. Samþykkt um fiðurfé í Múlaþingi 982
  8. Önnur mál 983

 

1. Bókuð útgefin starfsleyfi

690 Vopnafjörður

a) Vopnafjarðarhreppur, kt. 710269-5569. Starfsleyfi fyrir áhaldahús og móttöku og hreinsun á úr sér gengnum ökutækjum að Búðaröxl 5. Leyfi útgefið 28.4.2023.
b) Vopnafjarðarhreppur, kt. 710269-5569. Starfsleyfi fyrir tjald- og hjólhýsastæði ofan Lónabrautar. Leyfi útgefið 9.6.2023.

700-701 Múlaþing – Fljótsdalshérað

c) Múlaþing, kt. 660220-1350. Starfsleyfi fyrir samkomuhús að Iðavöllum. Leyfi útgefið 15.3.2023 með gildistíma í eitt ár.
d) Þorsteinn Snædal, kt. 271269-2939. Starfsleyfi fyrir gististað að Skjöldólfsstöðum 1. Leyfi útgefið 4.4.2023.
e) Icelandair ehf., kt. 461202-3490. Starfsleyfi fyrir vöruflutningamiðstöð að Flugvallavegi 17. Leyfi útgefið 14.4.2023.
f) Óðinn Gunnar Óðinsson, kt 021158-3569. Starfsleyfi fyrir niðurrifi á húsi Mánatröð 8, 700 Egilsstaðir. Leyfi útgefið 19.4.2023 með gildistíma í eitt ár.
g) Anna Kristín Magnúsdóttir, kt. 170849-4349. Starfsleyfi fyrir gistingu og veitingasölu að Eiðum 5. Leyfi útgefið 16.5.2023.
h) Ormsstaðabýlið ehf., kt. 670709-1670. Starfsleyfi fyrir þurrkun á kryddjurtum að Eiðum 21. Leyfi útgefið 23.5.2023.
i) Fljótsdalskönglar ehf., kt. 710322-1040. Starfsleyfi fyrir framleiðslu á drykkjarvörum í aðstöðu Holt og heiða ehf. Leyfi útgefið 30.5.2023.

701 Fljótsdalshreppur

j) Fljótsdalshreppur, kt. 550169-5339. Starfsleyfi fyrir vatnsveitu að Laugarfelli. Leyfi útgefið 5.6.2023.
k) Skáldahús ehf., kt. 600696-2469. Starfsleyfi fyrir gististað og vatnsveitu að Brekkugerðishúsi. Leyfi útgefið 8.6.2023.

710 Múlaþing – Seyðisfjörður

l) Skaftfell Bistro ehf., kt. 640223-1460. Starfsleyfi fyrir veitingastað að Austurvegi 42. Leyfi útgefið 28.3.2023.
m) Cafe Jensen ehf., kt. 590416-1690. Starfsleyfi fyrir gististað að Norðurgötu 5. Leyfi útgefið 4.4.2023.
n) Anna Bryndís Skúladóttir, kt. 150661-3749. Starfsleyfi fyrir gististað að Austurvegi 5. Leyfi útgefið 27.4.2023.
o) Seydisfjördur Guesthouse ehf., kt. 420123-0270. Starfsleyfi fyrir gististað að Hafnargötu 4. Leyfi útgefið 3.5.2023.
p) Seydisfjördur Guesthouse ehf., kt. 420123-0270. Starfsleyfi fyrir gististað að Austurvegi 30. Leyfi útgefið 3.5.2023.
q) Slysavarnadeildin Rán, kt. 690399-2919. Endurnýjun á starfsleyfi fyrir samkomusal með móttökueldhúsi að Hafnargötu 15. Leyfi útgefið 10.5.2023.
r) No PANIC ehf., kt. 591021-1090. Tímabundið starfsleyfi fyrir matsöluvagn við Austurveg 17b. Leyfi útgefið 17.5.2023 með gildistíma til 31.10.2023.
s) Katla Rut Pétursdóttir, kt. 250987-2699. Starfsleyfi fyrir litlum markaði (candy floss) með aðstöðu að Austurvegi 4. Leyfi útgefið 9.6.2023.

720 Múlaþing – Borgarfjörður eystri

t) Magnaðir ehf., kt. 481106-0280. Starfsleyfi fyrir samkomuhald vegna Bræðslunnar. Leyfi útgefið 25.4.2023 með gildistíma í 4 ár.

765 Múlaþing – Djúpivogur

u) Seglskip ehf., kt. 500107-0490. Starfsleyfi fyrir sölu á gistingu í tveimur sumarhúsum að Stekkjarhjáleigu I og II. Leyfi útgefið 10.5.2023.
v) Múlaþing, kt. 660220-1350. Starfsleyfi fyrir leikskólann Bjarkatún að Hammersminni 15B. Leyfi útgefið 12.5.2023.

730 Fjarðabyggð – Reyðarfjörður

w) Heilsuhreysti slf., kt. 540311-0800. Endurnýjun á starfsleyfi fyrir sjúkraþjálfun. Leyfi útgefið 17.3.2023.
x) Hótel Búðareyri ehf., kt. 460323-2070. Starfsleyfi fyrir gististað og veitingasölu að Búðareyri 6. Leyfi útgefið 27.4.2023.
y) Hótel Búðareyri ehf., kt. 460323-2070. Starfsleyfi fyrir gististað og veitingasölu að Búðagötu 2 og 4. Leyfi útgefið 27.4.2023.
z) Lostæti-Austurlyst ehf., kt. 681209-1580. Tímabundið starfsleyfi fyrir matvælavinnslu að Austurvegi 21. Leyfi útgefið 17.5.2023.

735 Fjarðabyggð - Eskifjörður

aa) Fjarðabyggð. kt. 470698-2099. Endurnýjun á starfsleyfi fyrir tjaldsvæði – Strandgötu við Bleiksá. Leyfi útgefið 28.3.2023.

740 Fjarðabyggð – Neskaupstaður

bb) Fjarðabyggð, kt. 470698-2099. Endurnýjun á starfsleyfi fyrir félagsmiðstöð að Egilsbraut 1. Leyfi útgefið 15.5.2023.

755 Fjarðabyggð – Stöðvarfjörður

cc) Skemmtifélag Stöðvarfjarðar, kt. 620211-2490. Starfsleyfi fyrir útihátíðina Stöð í Stöð. Leyfi útgefið 8.6.2023 með gildistíma í 4 ár.

780-785 Höfn

dd) Þórbergur Torfason, 120354-7449. Starfsleyfi fyrir söfnun og flutning seyru. Leyfi útgefið 2.5.2023.
ee) Kristín Jónsdóttir, kt. 311069-3309. Starfsleyfi fyrir sölu á léttum veitingum og veitingasal fyrir allt að 50 gesti að Dalbraut 12 – Gallerí Golf. Leyfi útgefið 4.5.2023.
ff) Humarhátíð á Höfn, kt. 660499-2029. Tímabundið starfsleyfi fyrir humarhátíð/útihátíð á Höfn. Leyfi útgefið 26.5.2023 með gildistíma í 4 ár.
gg) Nónhamar ehf., kt. 631208-1260. Starfsleyfi fyrir gististað að Hofi 2. Leyfi útgefið 26.5.2023.
hh) Þ.S. verktakar ehf., kt. 410200-3250. Tímabundið starfsleyfi fyrir starfsmannabúðir í námu við Jökulsárlón. Leyfi útgefið 26.5.2023 með gildistíma til 31.7.2023.

Heilbrigðisnefnd staðfestir útgáfu allra ofangreindra starfsleyfa.

 

2. Bókuð útgefin tóbakssöluleyfi

750 Fjarðabyggð – Fáskrúðsfjörður

a) BirgirB ehf., kt. 460519-1600. Tóbakssöluleyfi í Loppu, Búðavegi 60. Leyfi útgefið 18.4.2023.

750 Fjarðabyggð – Fáskrúðsfjörður

b) Olís ehf., kt. 500269-3249. Tóbakssöluleyfi, Hafnarbraut 19. Leyfi útgefið 2.5.2023.

Heilbrigðisnefnd staðfestir útgáfu allra ofangreindra tóbakssöluleyfa.

 

3. Skráningarskyldur atvinnurekstur

690 Vopnafjörður

a) Brim hf., kt. 541185-0389. Skráning fyrir niðurrifi mannvirkja, Hafnarbyggð 16. Skráning staðfest 27.4.2023.

700-701 Múlaþing – Egilsstaðir

b) Mjólkursamsalan ehf., kt. 540405-0340. Skráning fyrir mjólkurvinnslu og ostagerð að Hamragerði 1. Skráning staðfest 29.3.2023.
c) Hönnun og eftirlit ehf., kt. 441007-1670. Skráning fyrri niðurrifi mannvirkja, Einarsstaðir 27. Skráning staðfest 24.4.2023.
d) Hönnun og eftirlit ehf., kt. 441007-1670. Skráning fyrir niðurrifi mannvirkja, Einarsstaðir 30. Skráning staðfest 24.4.2023.

710 Múlaþing – Seyðisfjörður

e) Múlaþing, kt. 660220-1350. Skráning fyrir niðurrifi mannvirkja, Vesturvegur 26. Skráning staðfest 15.6.2023.
740 Fjarðabyggð – Neskaupstaður
f) Míla ehf., kt. 460207-1690. Skráning fyrir niðurrifi mannvirkja, Bakkabökkum. Skráning staðfest 29.3.2023.

750 Fjarðabyggð –Fáskrúðsfjörður

g) Sabina Helvida, kt. 150873-2589. Skráning fyrir snyrtivöruframleiðslu, Búðavegur 49. Skráning staðfest 12.5.2023.

780 Höfn

h) AJTEL ICELAND ehf., kt. 560908-0670. Skráning fyrir vinnslu fisks og annarra sjávarafurða. Skráning staðfest 30.3.2023.

Heilbrigðisnefnd staðfestir skráningu á ofangreindu skv. reglugerð nr. 830/2022 um skráningarskyldan atvinnurekstur.


4. Fráveita

Sveitarfélögin Hornafjörður, Fjarðabyggð og HEF veitur í Múlaþingi hafa lagt vinnu í kortlagningu á stöðu skólphreinsunar hjá einstaka húsum bæði í þéttbýli og dreifbýli að undanförnu. Við þá vinnu hefur náðst betri yfirsýn yfir fjölda og staðsetningu hreinsivirkja. Komið hefur í ljós að eitthvað er um að hreinsivirki uppfylli ekki kröfur. Einstaka hús sem ekki eru tengd fráveitu sveitarfélaga eiga að vera með tveggja þrepa hreinsun á skólpi (rotþró og siturbeð eða önnur tilbúin hreinsivirki). Skv. reglugerð nr. 798/1999 um fráveitur og skólp getur heilbrigðisnefnd bannað notkun ófullnægjandi fráveitulagna og krafist endurbóta og endurnýjunar þeirra.

Heilbrigðisnefnd vill hvetja alla aðila til að gera tafarlausar úrbætur í fráveitumálum þar sem þess er þörf. Bent er á leiðbeiningar Umhverfisstofnunar fyrir minni fráveitur sem finna má undir fráveitumálum á heimasíðu Umhverfisstofnunar. Heilbrigðisnefnd felur í framhaldinu heilbrigðisfulltrúum í samráði við sveitarfélögin að senda þeim aðilum sem við á, bréf þar sem krafist er viðeigandi úrbóta á fráveitu.


5. Varnarefnaleifar í grænmeti

Sýnatökuáætlun MAST 2023 vegna mælinga varnarefnaleifa í matvælum gerir ráð fyrir að taka eigi tvö sýni á útiræktuðu grænmeti á starfssvæði HAUST. Sýni eru tekin skv. kröfum í reglugerð 672/2010 (EB/396/2005) um hámarksgildi varnarefnaleifa í matvælum og samkvæmt reglugerð ESB nr. 601/2021 (innleidd með 340/2022) um samræmda eftirlitsáætlun fyrir árin 2022, 2023 og 2024 til þess að tryggja að farið sé að ákvæðum um hámarksgildi varnarefnaleifa og meta þau áhrif sem neytendur verða fyrir af völdum varnarefnaleifa í og á matvælum úr jurta- og dýraríkinu.

Kostnaður við rannsókn á hverju sýni er mikill og skv. túlkun MAST á matvælalögum er gert ráð fyrir að hann sé greiddur af viðkomandi matvælafyrirtæki. Ekki var gert ráð fyrir sýnatökukostnaði hjá grænmetisbændum þegar eftirlitsgjöld ársins voru lögð á.

Heilbrigðisnefnd samþykkir að HAUST taki sýni í samræmi við sýnatökuáætlun MAST og að embættið greiði fyrir. Jafnframt beinir nefndin þeim tilmælum til MAST að stofnunin kynni sýnatökuáætlanir með góðum fyrirvara, ásamt kostnaðaráætlun þannig að unnt verði gera ráð fyrir sýntökukostnaði við álagningu eftirlitsgjalda.

 

6. Vinna milli funda

Umsagnir um skipulagsmál

6.1 Um deiliskipulagstillögu fyrir Þorgeirsstaði í Lóni.
6.2 Um vinnslutillögu vegna deiliskipulags fyrir athafna- og hafnarsvæði við Innri-Gleðivík á Djúpavogi.
6.3 Um deiliskipulagstillögu fyrir Kyljuholt á Mýrum.
6.4 Um deiliskipulagstillögu fyrir Þorgeirsstaði í Lóni.
6.5 Um breytingar á deiliskipulagi miðbæjar Hafnar – Sandbakkavegur.
6.6 Um skipulagslýsingu aðalskipulags fyrir Leiðarhöfða á Höfn í Hornafirði.

 

Aðrar umsagnir

6.7 Um tækifærisleyfi vegna dansleiks nemenda ME á Iðavöllum, 701 Egilsstöðum. Dagsetning viðburðar 17.3.2023.
6.8 Um tækifærisleyfi- tímabundið áfengisleyfi vegna árshátíðar Sveitafélagsins Hornafjarðar í íþróttahúsinu í Mánagarði. Dagsetning viðburðar er 28.4.2023.
6.9 Um tækifærisleyfi-tímabundið áfengisleyfi vegna árshátíðar Alcoa í íþróttahúsinu á Reyðarfirði. Dagsetning viðburðar 29.4.2023.
6.10 Um tækifærisleyfi-tímabundið áfengisleyfi vegna árshátíðar Alcoa í íþróttahúsinu á Reyðarfirði. Dagsetning viðburðar 5.5.2023.
6.11 Um tækifærisleyfi fyrir Bræðsluna Borgarfirði eystri – Magnaðir ehf. Dagsetning viðburðar 29.7.2023.
6.12 Um rekstarleyfi fyrir kaffihús - Gallerí Golf/Kristín Jónsdóttir, Dalbraut 12, 780 Höfn.
6.13 Um rekstarleyfi fyrir gististað flokki II-C – Heimalundur/Lára Scheving Thorsteinsson, Fjarðarbraut 48, 755 Stöðvarfirði.
6.14 Um umhverfismatsskýrslu vegna Fjarðarheiðarganga.
6.15 Um matsskyldufyrirspurn vegna aukinna snjóflóðavarna undir Bjólfshlíðum, Seyðisfirði.
6.16 Um matsáætlun vegna vindmylla við Lagarfoss, Egilsstöðum.
6.17 Um tækifærisleyfi tímabundið áfengisleyfi – Sjómannadagsráð Hornafjarðar skemmtun í íþróttahúsinu við Heppuskóla, 780 Höfn.
6.18 Um aðaluppdrætti fyrir bílskúr að Stakkabergi 3, 701 Egilsstaðir.
6.19 Um aðaluppdrætti fyrir lager-verkstæðishús að Miðási 25, 700 Egilsstaðir.
6.20 Um útitónleika á Eskitúninu á vegum Sjómannadagsráðs Eskifjarðar, Strandgötu 69, 735 Eskifirði. Dagsetning viðburðar 3.6.2023.
6.21 Um rekstarleyfi fyrir gististað í flokki II-H, Nónhamar ehf., Hof 2, 785 Öræfi.
6.22 Um tækifærisleyfi fyrir Humarhátíð á Höfn kt. 660499-2029. Dagsetning viðburðar 22.6.2023- 25.6.2023.
6.23 Um grenndarkynningu framkvæmdaleyfis fyrir skógrækt á Torfastöðum í Vopnafirði.
6.24 Um tækifærisleyfi – Emil Örn Moravek Jóhannsson vegna ungmennadansleiks í Sindrabæ, 780 Höfn.
6.25 Um tækifærisleyfi vegna útihátíðarinnar Stöð í Stöð dagana 6.7.2023.-9.7.2023, 755 Stöðvarfirði.
6.26 Um tækifærisleyfi – tímabundið áfengisleyfi í íþróttahúsinu á Stöðvarfirði. Dagsetning viðburðar 7.7.2023.
6.27 Um rekstarleyfi fyrir gististað – Skáldahús ehf, Brekkugerðishúsi, 701 Egilsstaðir.
6.28 Um tækifærisleyfi vegna Hlöðuballs í Staðarholti, 690 Vopnafirði. Dagsetning viðburðar 1.7.2023.
6.29 Um tækifærisleyfi til áfengisveitinga fyrir tjald á Hátíðarsvæði Humarhátíðar – Ungmennafélagið Sindri, 780 Höfn. Dagsetning viðburðar 23.6.2023-25.6.2023.
6.30 Um tækifærisleyfi – tímabundið áfengisleyfi vegna dansleiks í íþróttahúsinu við Heppuskóla - Knattspyrnudeild Sindra, Víkurbraut 9, 780 Höfn. Dagsetning viðburðar 25.6.2023.
6.31 Um greinargerð með tilkynningu til ákvörðunar um matsskyldu vegna færslu á skíðalyftu í Oddskarði.
6.32 Um tækifærisleyfi vegna tónleika í Herðubreið – LungA listahátíð ungs fólks, Austurvegi 4, 710 Seyðisfirði. Dagsetning viðburðar 14.7-15.7.2023.

 

7. Samþykkt um fiðurfé í Múlaþingi

Tillaga að samþykkt um fiðurfé í Múlaþingi lögð fram.

Heilbrigðisnefnd samþykkir tillöguna og vísar henni til afgreiðslu í Múlaþingi.

8. Önnur mál

8.1 Starfsmannamál

Maja Karlović og Þór Albertsson voru ráðin sem sumarstarfmenn hjá HAUST og komu til starfa í byrjun maí. Þau munu sinna eftirliti og sýnatökum í sumar. Heilbrigðisnefnd býður þau velkomin til starfa.

8.2 Næsti fundur heilbrigðisnefndar

Næsti fundur heilbrigðisnefndar verður haldinn 7. september kl 9:00 á Teams.
Staðfundur verður 5. október kl. 13. Staðsetning verður ákveðin síðar.

Fundi slitið kl. 13:55

Fundargerð ritaði Elínborg Sædís Pálsdóttir

Fundargerð staðfest með rafrænni undirritun nefndarmanna.

pdfFUNDARGERÐ Á PDF

HAUST

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir
Bakka 1
765 Djúpavogur
Hafnarbraut 27
780 Höfn
haust@haust.is
474 1235

Search