Print

Velkomin á heimasíðu Heilbrigðiseftirlits Austurlands

Síðan er létt upplýsingasíða og vonandi finna flestir það sem þeir þurfa hér, svo sem fundargerðir, umsóknareyðublöð, tengla í laga- og reglugerðabanka og upplýsingar um gjaldskrá. Hins vegar var ákveðið að setja ekki mikið af gögnum á síðuna sem nýtast tiltölulega fáum, en við óskum eftir að fólk hafi samband í síma 474-1235 og spjalli við okkur. Ef enginn er við á skrifstofunni er fólk hvatt til að nota símsvarann, því við erum dugleg að hlusta á hann og svara og hann er tryggasta leiðin til að ná í okkur.

Stjórnsýsluleg skipan

Heilbrigðiseftirlit er rekið af sveitarfélögum skv. lögum nr. 7/1998 m.s.br. um hollustuhætti og mengunarvarnir, en þar segir í 10. gr. “Ekkert sveitarfélag skal vera án heilbrigðiseftirlits og greiða sveitarfélögin kostnað við eftirlitið að svo miklu leyti sem lög mæla ekki fyrir á annan veg”.

Starfssvæði heilbrigðisnefndar Austurlands er Austurlandskjördæmi, þó aðeins norður um Vopnafjarðarhrepp.  Eftirlitssvæðið nær því frá Skaftafelli í suðri og að Langanesbyggð í norðri.

Sveitarfélögin á Austurlandi gerðu árið 1998 með sér samning um að reka Heilbrigðiseftirlit Austurlands sem byggðasamlag. Fjármögnun reksturs byggir á heimild í 12. grein hollustuháttalaganna en þar segir: “Heimilt er sveitarfélögum að setja gjaldskrá og inheimta gjald fyrir eftirlitsskylda starfsemi, svo sem fyrir eftirlit, útgáfu starfsleyfa og vottorða, sé eftirlitið á vegum sveitarfélaga”. Slík gjöld standa undir um 70% af reglulegum rekstrarkostnaði HAUST, íbúaframlög standa undir um 30%. Að auki hefur HAUST nokkrar sértekjur vegna verkefna sem unnin eru skv. beiðni á sem næst kostnaðarverði. Dæmi um slík sérverkefni er eftirlit með fiskimjölsverksmiðjum og sorpförgun, sem heilbrigðisfulltrúar sinna skv. sérstökum samningi við Umhverfisstofnun.

 

Með kveðju,
Helga Hreinsdóttir,
framkvæmdastjóri