Vatnsveitur á starfsvæði HAUST

Eftirlit með vatnsveitum er eitt af verkefnum HAUST. Sýni eru tekin í þeim tilgangi að ganga úr skugga um að þær kröfur sem gerðar eru í reglugerð um neysluvatn séu uppfylltar. Þannig er neysluvatn rannsakað m.t.t. örverufræði- og efna- og eðlisfræðilegra þátta. Tíðni sýnatöku fer eftir stærð og gerð vatnsveitna. Á starfsvæði HAUST er neysluvatn bæði grunnvatn sem tekið er úr borholum, brunnum, uppsprettum og yfirborðsvatn. Þar sem hætta er að yfirborðsvatn berist í vatnsból er vatnið meðhöndlað með síun og sótthreinsað með geislun. Á starfsvæði HAUST er vatn geislað á eftirfarandi stöðum: Vopnafirði, Seyðisfirði, Eskifirði og Djúpavogi.

Vatnsveita Vopnafjarðar
Dagsetning sýnatöku 15/2/2024
E. Coli 0
Gerlafjöldi við 22°C 0
Kólígerlar 0
   
Sýrustig (ph) 7,32
Grugg (NTU)  0,23
Leiðni 53 µS/cm
Ammoníak  
Stenst gæðakröfur
pdfReglubundið eftirlit
pdfHeildarsýni 2023

Hámarksgildi

Í reglubundu eftirliti með vatnsveitum eru gilda eftirfarandi hámarksgildi.

MÆLIÞÁTTUR Hámarksgildi samkvæmt
reglugerð um neysluvatn nr. 536/2001
Saurkokkar (Enterokokkar) 0
Gerlafjöldi við 22°C í 1 ml 100
Kólígerlar í 100 ml 0
E coli í 100 ml 0
Sýrustig >6,5 og <9,5
Leiðni µS cm-1 2500 við 20°C
Grugg (NTU) Fulln. fyrir neytendur
Ammoníak NH4-N 0,50 mg/l

HAUST

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir
Bakka 1
765 Djúpavogur
Hafnarbraut 27
780 Höfn
haust@haust.is
474 1235

Search