Fundargerð 31.8.2006

63. / 32. fundur Heilbrigðisnefndar Austurlands
haldinn símleiðis 31.8.2006 kl. 9:30.

Væntanlega mæta:
Nefndarmenn: Ólafur Hr. Sigurðsson, Björn Hafþór Guðmundsson, Björn Traustason, Benedikt Jóhannsson, Þorsteinn Steinsson, Sigurðar Ragnarsson, Benedikt Sigurjónsson situr fundinn sem varamaður fyrir Árna Ragnarsson, sem er fjarverandi.
Starfsmenn: Helga Hreinsdóttir

1 Málefni einstakra fyrirtækja
Frá seinasta fundi hefur HAUST þurft að gera aths. við nokkur fyrirtæki:
a) Stafafell í Lóni. Starfsleyfi hefur verið gefið út með skertan gildistíma og kröfum um úrbætur á húsnæði og rekstri. HHr gerir grein fyrir málinu.
Áform eru um breytingar á starfseminni og mun restaraðili tilkynna HAUST þar um fyrir 1.okt.
b) Hótel Skaftafell í Freysnesi. Innra eftirlit ekki virkt þrátt fyrir ítrekun. Frestur til úrbóta veittur.
c) Shellskálinn í Freysnesi. Nýr skáli byggður og tekinn í notkun án þess að HAUST bærist umsókn umtarfsleyfi og tóbakssöluleyfi. Umsóknir um leyfi hafa nú borist.
d) Kaffihornið á Höfn. Innra eftirlit ekki virkt þrátt fyrir ítrekun. Frestur til úrbóta veittur.
e) Hornabrauð á Höfn. Innra eftirlit ekki virkt þrátt fyrir ítrekun. Frestur til úrbóta veittur.
f) Ís-mynd á Egilsstöðum. Starfsemin hefur verið aukin án samráðs við HAUST og er nú umfram það sem starfsreglur leyfa. Innra eftirlit var ekki virkt þrátt fyrir ítrekun. Frestur veittur til úrbóta. Nýr eigandi hefur tekið við rekstri og hefur kynnt áform um breytingar á húsnæði. Starfsleyfi veitt til 3ja mánaða á meðan unnið er að breytingum.
g) Shellskálinn á Seyðisfirði. Innra eftirlit ekki virkt þrátt fyrir ítrekun. Frestur til úrbóta veittur.
h) Árhvammur veiðihús í Vopnafirði. Aths. var gerði við skort á Innra eftirliti. Innan gefins frests var úrbótum lokið.
i) Sjúkrahús Neskaupstaðar, bráðabirgðaeldhús. Kröfum HAUST um lágmarksbúnað í eldhúsi hefur ekki verið sinnt. Frestur til úrbóta veittur. .
j) Arnarfell, hf. Adit 4. Verkstæði var reist og starfrækt án þess að sótt væri um starfsleyfi, þrátt fyrir ítrekun. Verkstæðið hefur nú lokið hlutverki sínu og er hafist handa við niðurrifi þess. Á sama stað hefur fyrirtækið haft settjörn til að fella sand úr frárennsli frá göngum. Aths. hafa verið gerðar við þjónustu við settjörnina, en skv. skoðun þann 24.8. sl. hefur verið úr bætt.
Heilbrigðisnefnd samþykkir að veita fyrirtækinu áminningu í samræmi við ákvæði laga um hollustuhætti og mengunarvarinr nr. 7/19998 m.s.br. enda hefur ekki verið farið að endurteknum tilmælum HAUST hvað varðar verkstæði og setlón á Adit 4. Heilbrigðisnefnd felur frkvstj. að rita fyrirtæinu bréf og kynna áform um að beita fyrritækið dagsektum, allt að 30 þús. kr á dag hafi verkstæðið ekki verið fjarlægt ásamt jarðlægum hlutum fyrir miðjan september.
k) Hringrás á Reyðarfirði. Bráðabirgðastarfsleyfi rennur út þann 31.8. Borist hefur bréf með umsókn um framlengingu leyfisins til loka árs 2006.
Með eftirlitsferð þann 29.8. var staðfest að ekki hefur verið staðið við fram lögð gögn og kröfur HAUST um byggingu, mengunarvarnir, girðingar o.þ.h.
Samþykkt að veita fyrirtækinu 2ja mán. framlengingu á bráðabirgðastarfsleyfi með skilyrði um að innan tveggja vikna verði sótt um nýtt starfsleyfi. Drög að nýju starfsleyfi verði auglýst skv. reglum þar um. Sérstaklega verði óskað eftir umsögn sveitarfélagsins.
l) Gáma- og tækjaleiga Austurlands á Reyðarfirði. Bráðabirgðastarfsleyfi rennur út þann 31.8. Borist hefur bréf með umsókn um framlengingu leyfisins um tvo mánuði.
Með eftirlitsferð þann 29.8. var staðfest að ekki hefur verið staðið við fram lögð gögn og kröfur HAUST um byggingu, lagfæringu á aðstöðu, mengunarvarnir o.þ.h.
Samþykkt að veita fyrirtækinu 2ja mán. framlengingu á bráðabirgðastarfsleyfi með skilyrði um að innan tveggja vikna verði sótt um nýtt starfsleyfi. Drög að nýju starfsleyfi verði auglýst skv. reglum þar um. Sérstaklega verði óskað eftir umsögn sveitarfélagsins.
m) Impregilo S.p.A. Frestur hafði verið veittur til að fjarlægja mikið magn af úrgangi af athafnasvæðinu. Með eftirlitsferð þann 30.8. var staðfest að mikið magn af úrgangi hefur verið fjarlægt og umgengni um framleiðsluúrgang hefur batnað. Ráðstafanir hafa verið gerðar til að koma úrgangi reglulega til förgunar og/eða endurvinnslu. Heilbrigðisnefnd staðfestir málsmeðferð starfsmanna, þar sem ekki er sérstaklega bókað við liði.

2 Sundlaugar - réttindi sundlaugarvarða
Skv. reglugerð um hollustuhætti á sund- og baðstöðum nr. 457/1998 skulu sundlaugarverðir hafa réttindanám sem felur í sér kunnáttu í skyndihjálp og sundpróf. Ekki er viðunandi að þetta ákvæði sé brotið, ekki heldur þótt um sé að ræða afleysingafólk. Í eftirfarandi sundlaugum hefur verið gerð aths. við þetta atriði:

Sundlaugin í Selárdal
Sundlaugin í Breiðdalsvík
Sundlaugin á Stöðvarfjörður
Sundlaugin í Svínafell

Fáist ekki réttindafólk til starfa í sundlaugum ber HAUST að loka sundlaugunum. Vegna þessa eru rekstaraðilar sundlauga enn minntir á að ráða eingöngu réttindafólk og að huga nógu snemma að ráðningu afleysingafólks fyrir sumartímann til að unnt sé að tryggja því aðgang að réttindanámi.

Sundlaugin í Selárdal. Bráðabirgðastarfsleyfi rennur út þann 31.8. Borist hefur bréf með umsókn um framlengingu leyfisins og upplýsingum um stöðu framkvæmda skv. kröfum HAUST.
Samþykkt að veita umbeðið leyfi með svigrúmi til að ljúka framkvæmdum, enda verði þeim lokið sem allrafyrst og ekki seinna en í árslok.


3 Bókuð útgefin starfsleyfi
690 Vopnafjörður
a) Kvenfélagið Lind, kt. 670279-0229. Starfsleyfi fyrir Staðarholt félagsheimili að Hofi. Um er að ræða félagsaðstöðu fyrir fullorðna með móttökueldhúsi. Miðað er við starfsreglur fyrir félagsheimili. Starfsleyfi útgefið 14.6.2006.
b) Bílar of vélar ehf., kt 430490-1099. Starfsleyfi fyrir skyndibitastað að Kolbeinsgötu 35. Um er að ræða sælgætisverslun og skyndibitastað með allt að 20 sætum. Miðað er við starfsreglur fyrir veitingahús og fyrir söluskála C. Starfsleyfi útgefið 19.6.2006
c) Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins, kt. 410169-4369. Endurnýjað starfsleyfi vegna reksturs vínbúðar að Hafnarbyggð 4. Um er að ræða heildsöluverslun fyrir tóbak og smásöluverslun fyrir áfengi. Farið skal eftir samræmdum starfsleyfisskilyrðum Umhverfisstofnunar og heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga fyrir verslun með matvæli. Starfsleyfi útgefið 22.06.2006
d) Minjasafnið Burstarfelli, kt. 621004-3010. Starfsleyfi vegna sölu á einföldum veitingum í Hjáleigu, þjónustuhúsi að Burstarfelli, 690 Vopnafjörður. Um er að ræða leyfi fyrir sölu á kaffi og einföldu meðlæti sem keypt er að frá viðurkenndum matvælafyrirtækjum. Ekki er heimild til matreiðslu, nema baksturs á vöfflum, pönnukökum o.þ.h. Skilyrði er að einungis einnota áhöld séu notuð fyrir gesti. Á starfsleyfistímanum verði sótt um og gefið út starfsleyfi vegna vatnsveitu staðarins. Miðað er við leiðbeinandi reglur fyrir veitingasölu eftir því sem við á. Leyfið er gefið út til eins árs þann 1.7.2006.
e) Vopnafjarðarhreppur, kt. 710269-5569. Starfsleyfi vegna tjald -og hjólhýsastæðis að Lónabraut, 690 Vopnafirði. Um er að ræða tjaldsvæði með þjónustuhúsi þar sem eru salerni,sturtuaðstaða og uppþvottaaðstaða. Farið skal eftir starfsleyfisskilyrðum fyrir hjólhýsa-, smáhýsa- og tjaldsvæði. Starfsleyfi útgefið 5.7.2006.
f) Vopnafjarðarhreppur, kt. 710269-5569. Tímabundið starfsleyfi fyrir Sundlaugina í Selárdal. Leyfið er gefið út með skilyrðum og gildistími þess er að hámarki til 1.9.2006.
g) Jóhann Marinósson og Þórdís M. Sumarliðadóttir, Svínabökkum í Vopnafirði. Starfsleyfi vegna niðurrifs á ónotuðum útihúsum á Svínabökkum. Miðað er við starfsreglur um niðurrif húsa. Leyfi útgefið 3.8.2006 og gildir til 3ja mánaða.
700-701 Fljótsdalshérað
h) Valhöll-Fjarðabyggð ehf., kt. 670206-1140. Tímabundið starfsleyfi vegna veitingasölu í íþróttahúsinu í Fellabæ, föstudaginn 16. júní 2006. Um er að ræða heimild til sölu á drykkjarvörum í einnota umbúðum, á dansleik sem haldinn verður í íþróttahúsinu. Starfleyfi útgefið 13.6.2006.
i) Betri flutningar ehf. kt. 580700-2410. Starfsleyfi fyrir starfsmannabústað fyrir allt að 10 manns Miðási 19-21, Egilsstöðum. Starfsleyfið er útgefið 21.06.
j) Hitaveita Egilsstaða og Fella kt. 470605-1110. Starfsleyfi fyrir vatnsveitu er þjónar þéttbýlinu á Egilsstöðum og Fellum. Leyfið er útgefið með undanþágu um að á gildistíma þess verið vinnu við innra eftirlit lokið. Gildistími starfsleyfis er til 1.10.2006.
k) Vaðall ehf., kt. 620606-0810. Starfsleyfi vegna sölu á veitingum og gistingu í gamla skólahúsinu að Skjöldólfsstöðum í Jökuldal. Miðað er við starfsreglur fyrir veitingahús og fyrir gistiskála. Starfsleyfið útgefið 29.6.2006.
l) Rafeyri ehf., kt. 430594-2229. Starfsleyfi fyrir starfsmannabúðir fyrir allt að 12 manns við Lagarfoss, Fljótsdalshéraði. Starfsleyfið er útgefið 4.7.2006.
m) Steindór Einarsson, kt. 101039-4209. Starfsleyfi fyrir vatnsveitu sem þjónar m.a. kartöflupökkun að Víðastöðum í Hjaltastaðaþinghá. Starfsleyfið er útgefið 26.06.2006.
n) Íslenskir Aðalverktakar ehf. kt. 660169-2379. Starfsleyfi fyrir vinnubúðir við Lagarfoss. Um er að ræða breytingu á áður útgefnu starfsleyfi. Starfsleyfi útgefið 10.7.2006.
o) Örn Þorleifsson, kt. 211138-2709, Húsey, 701 Egilsstaðir. Starfsleyfi fyrir sölu á gistingu fyrir allt að 24 gesti, rekstur heimilis fyrir börn tvær vikur í júní ár hvert og rekstri hestaleigu og reiðskóla. Miðað er við starfsreglur fyrir gistiskála, heimili og stofnanir fyrir börn og unglinga, mötuneyti og hestaleigur og reiðskóla. Starfsleyfið útgefið 11.7.2006.
p) Röskvi ehf, kt. 630704-2350, Stóra-Sandfelli III, 701 Egilsstaðir. Starfsleyfi vegna rekstur tjaldsvæðis í landi Stóra-Sandfells III. Miðað er við starfsleyfisskilyrði fyrir hjólhýsa- og tjaldsvæði. Starfsleyfið útgefið 11.7.2006.
q) Ferðafélag Fljótsdalshéraðs, kt. 611180-0129. Tímabundið leyfi fyrir kamri á Sauðafellsöldu. Leyfi útgefið 11.7. og gildir til loka september 2006.
r) Bílamálun ehf. kt. 611298-3749. Starfsleyfi fyrir bifreiðaverkstæði Smiðjuseli 5, Fellum. Um er að ræða réttingar, málun og viðgerðir bifreiða. Starfsleyfið er útgefið 26.07.2006.
s) Björgunarsveitin Hérað, f.h. Fljótsdalshéraðs, kt. Björgunarsveitarinnar 481199-2989. Tímabundið starfsleyfi fyrir flugeldasýningu við brennustæðið norðan Blómabæjar þann 26. ágúst 2006 kl. 23:00 í tilefni af 40 ára afmæli Leikfélags Fljótsdalshéraðs. Ábyrgðarmaður og skotstjóri: Þorleifur Guðmundsson
t) GT Vertakar ehf., kt. 530301-2570. Starfsleyfi vegna flutnings á sorpi og framleiðsluúrgangi á starfssvæði Heilbrigðisnefndar Austurlands. Miðað er við starfsreglur fyrir flutning á sorpi og framleiðsluúrgangi. Leyfi útgefið 9.8.2006.
u) Anna Fía Emilsdóttir, kt. 230551-3469. Starfsleyfi vegna sölu á gistingu að Kaupvangi 41, 700 Egilsstaðir. Miðað er við starfsreglur fyrir sölu á gistingu. Leyfi útgefið 18.8.2006
v) Olíuverslun Íslands hf., kt. 500269-3249. Starfsleyfi fyrir söluskála að Lagarelli 2, 701 Fljótsdalshérað. Miðað er við starfsreglur fyrir söluskála C, fyrir “bake off” í verslun og fyrir verslun með hættuleg/lyktsterk efni. Leyfi útgefið 14.8. 2006
w) Stefán Sveinsson, kt. 170362-3819. Starfsleyfi vegna sölu á gistingu á einkaheimili á Útnyrðingsstöðum, 701 Egilsstaðir. Um er að ræða sölu á gistingu í fimm herbergjum fyrir að hámarki 16 gesti í senn á heimili rekstaraðila. Miðað er við starfsleyfisskilyrði fyrir gistingu á einkaheimili. Leyfi útgefið 14.8.2006.
x) Ferðaþjónustan Skipalæk, kt. 260330-4469. Starfsleyfi vegna sölu á gistingu og heitum potti framlengd til 1.10.2006 að beiðni rekstaraðila, enda verða breytingar á resktri og eigendaskipti í haust. Leyfi útgefið 17.8.2006.
y) Lára Vilbergsdóttir, f.h. Forskots, kt. 600794-3109. Tímabundið starfsleyfi vegna samkomu og veitingasölu í hátíðartjaldi við Kaupvang á Egilsstöðum 18.-27.8.2006 og vegna samkomu og veitingasölu í íþróttahúsinu á Egilsstöðum þann 26.8.2006. Hvort tveggja er í tengslum við Ormsteiti á Héraði 2006.
z) Vaðall ehf. kt. 620606-0810. Starfsleyfi fyrir Sundlaug að Skjöldólfsstöðum, Jökuldal,701 Fljótsdalshérað. Um er að ræða sundlaug og einn heitan pott. Miðað er við starfsreglur um setlaugar og iðulaugar og leiðbeiningabækling um sund- og baðstaði frá Hollustuvernd ríkisins frá des.1999. Starfsleyfið útgefið 21.8.2006.
aa) Brynjólfur Vignisson, kt. 180347-2409. Starfsleyfi fyrir sölu á gistingu að Vínlandi í Fellum, 701 Egilsstaðir. Um er að ræða heimild til sölu á gistingu án morgunverðar, í allt að þrem stakstæðum húsum, sem hvert um sig hýsir allt að 12 gesti í tveggja manna fullbúnum herbergjum. Miðað er við starfsleyfisskilyrði fyrir gististaði, Leyfi útgefið 25.8.2006.
bb) Jón Bjarki Stefánsson kt. 070766-5239 f.h. fyrirtækisins Lagarfell ehf., kt. 550802-2010. Tímabundið starfsleyfi fyrir samkomu og veitingasölu í samkomuhúsinu á Iðavöllum, Fljótsdalshéraði þann 2. september 2006. Leyfi útgefið 29.8.2006.
700-701 Fljótsdalshreppur
cc) Fljótsdalshreppur og Kvenfélagið Eining. Tímabundið starfsleyfi fyrir Végarð, félagsheimili, kt. 550169-5339. Miðað er við starfsreglur fyrir félagsheimili. Leyfið gildir til eins árs frá útgáfudegi, 12.6.2006
dd) DSD-NOELL Stahlbau GmbH, kt. 620704-2610. Starfsleyfi fyrir starfsmannabúðir fyrir allt að 12 manns við Bessastaði, Fljótsdal. Miðað er við starfsreglur fyri r starfsmannabúðir. Ekki er um rekstur mötuneytis að ræða. Starfsleyfið er útgefið 4.07.2006.
ee) RST-Net ehf., kt. 530298-2359. Starfsleyfi fyrir starfsmannabúðir fyrir allt að 15 manns Hvammseyri, Fljótsdalshreppi. Miðað er við starfsreglur fyri r starfsmannabúðir. Starfsleyfið er útgefið 4.07.2006.
ff) Orkuvirki Austurafl ehf. kt. 620403-2450. Starfsleyfi fyrir starfsmannabúðir (20 einstaklingsrými með snyrtingu) Hvammseyri, Fljótsdalshreppi. Miðað er við starfsreglur fyri r starfsmannabúðir. Starfsleyfið er útgefið 27.07.2006.
gg) Impregilo S.p.A. Iceland Branch, kt. 530203-2980. Breyting á starfsleyfi vegna starfsmannabúða við aðgöng 2, Axará, í Fljótsdalshreppi. Um er að ræða starfsmannabúðir fyrir allt að 177 manns í níu svefnskálum og einu húsi með fjórum einstaklingsíbúðum, mötuneyti, þvottahús, neysluvatnsveitu og fráveitu sem þjóna aðstöðunni. Leyfi útgefið 9.8.2006.
710 Seyðisfjörður
hh) Skaftfell, sjálfseignarstofnun, kt. 650797-2649. Starfsleyfi fyrir veitingasölu í Skaftfelli, menningarmiðstöð, Austurvegur 42, 710 Seyðisfjörður. Um er að ræða starfsleyfi fyrir fullbúinn veitingastað með sætum fyrir allt að 40 gesti í veitingasal. Miðað er við starfsreglur fyrir veitingastaði. Starfsleyfi útgefið 7.6.2006.
ii) Húsahótel ehf., kt. 510703-2510. Tímabundið starfsleyfi fyrir framreiðslu veitinga í Félagsheimilinu Herðubreið,10.-11. júní frá kl. 10.00-03.00. Starfsleyfið útgefið 9.6.2006.
jj) Húsahótel ehf., kt. 510703-2510. Tímabundið starfsleyfi í þrjá mánuði fyrir framreiðslu veitinga í Félagsheimilinu Herðubreið. Um er að ræða starfsleyfi fyrir félagsheimili, samkomum, veitingasölu o.fl.
Starfsleyfið útgefið 14.6.2006.
kk) Seyðisfjarðarkaupstaður kt. 560269-4559. Starfsleyfi fyrir vatnsveitu er þjónar þéttbýlinu á Seyðisfirði. Leyfið er útgefið með kröfu um að á gildistíma þess verið vinnu við innra eftirlit lokið. Gildistími starfsleyfis er 1.10.2006.
ll) Seyðisfjarðarkaupstaður, kt. 560269-4559. Tímabundið starfsleyfi fyrir brennu í tengslum LungA-Listahátíð ungs fólks, Austurlandi þann 18.7.2006 kl 22:00. Staðsetning brennu er við Lónið á milli brúarinnar yfir Fjarðará og Hótels Seyðisfjarðar við Austurveg 3. Ábyrgðarmaður: Aðalheiður Borgþórsdóttir, kt. 010758-6619.
mm) Seyðisfjarðarkaupstaður, kt. 560269-4559, f.h. Norskra daga 2006. Tímabundið starfsleyfi fyrir brennu þann 19. ágúst kl. 22:30 í mitt á milli brúar og Hótel Seyðisfjarðar að Austurvegi. Ábyrgðarmaður brennu: Haraldur R. Aðalbjörnsson, kt. 010967-8139. Leyfi útgefið 16.8.2006.
nn) Íslensk Orkuvirkjun Seyðisfirði ehf., kt. 531205-0730. Starfsleyfi fyrir persónuaðstöðu (kaffiskúr, salernisaðstöðu og vatnsveitu) og jarðvegsvinnu í tengslum við virkjunarframkvæmdir Fjarðarheiði. Starfsleyfið gildir á framkvæmdatíma en þó ekki lengur en til 31.12.2008.
720 Borgarfjörður
oo) Áskell Heiðar Ásgeirsson, f.h. Kjarvalsstofu, kt. 480302-2220. Tímabundið starfsleyfi vegna samkomu í gömlu bræðslunni á Borgarfirði eystri þann 29. júní 2006. Um er að ræða leyfi til samkomuhalds eingöngu en ekki til sölu veitinga. Miðað er við starfsreglur fyrir útisamkomur og samkomuhús eftir því sem við á. Leyfi útgefið 27.6.2006.
730-740 Fjarðabyggð
pp) Valhöll-Fjarðabyggð ehf., kt. 670206-1140. Starfsleyfi vegna sölu á veitingum og gistingu að Búðareyri 6, 730 Reyðarfjörður. Um er að ræða fullbúinn veitingastað með sætum fyrir allt að 40 gesti í veitingasal og sölu á gistingu í 20 fullbúnum tveggja manna hótelherbergjum. Miðað er við starfsreglur fyrir gististaði og fyrir veitingastaði. Leyfi útgefið 7.6.2006.
qq) Gáma- og tækjaleiga Austurlands ehf., kt. 520897-2839. Bráðabirgðastarfsleyfi fyrir sorphirðu og flutning úrgangs í Fjarðabyggð. Einnig leyfi fyrir rekstur gámavallar, flokkunarstöðvar og meðhöndlunar úrgangs skv. nánari takmörkunum í fylgiskjali með starfsleyfinu Hjallaleiru 8 og 10, 730 Reyðarfjörður. Leyfið gildir til 1.9.2006.
rr) Fjarðabyggð, kt. 470698-2099. Starfsleyfi tímabundið í til þriggja ára fyrir rekstur tjaldsvæðis í landi Hofs. Um er að ræða tjaldsvæði með salernisaðstöðu fyrir að hámarki 30 gesti. Farið skal eftir starfsleyfisskilyrðum fyrir hjólhýsa-, smáhýsa- og tjaldsvæði. Leyfið útgefið 15.6.2006.
ss) Olíuverslun Íslands hf., kt 500269-3249. Starfsleyfi fyrir skyndibitastað að Búðareyri 33, 730 Reyðarfjörður Um er að ræða sölu á veitingum úr fullbúnu eldhúsi og veitingasal fyrir allt að 20 gesti auk verslunar með óvarin viðkvæm matvæli svo sem ís úr vél og salatbar. Miðað er við starfsreglur fyrir skyndibitastaði, verslun með matvæli og söluskála C eftir því sem við á. Starfsleyfi útgefið 6.7.2006
tt) Kría veitingasala ehf., kt 710502-2850. Endurnýjun á starfsleyfi fyrir veitingastað að Strandgötu 13, 735 Eskifjörður Um er að ræða sölu á veitingum úr fullbúnu eldhúsi og veitingasal fyrir allt að 30 gesti auk verslunar með óvarin viðkvæm matvæli svo sem ís úr vél. Miðað er við starfsreglur fyrir skyndibitastaði, verslun með matvæli og söluskála C eftir því sem við á. Starfsleyfi útgefið 13.7.2006
uu) Fjarðaál sf./Bechtel International Inc. útibú á Íslandi, kt. 520303-4210. Starfsleyfi fyrir tímabundin salerni milli kerskála á vinnusvæði álvers á Hrauni við Reyðarfjörð, byggingar nr. T-801, T-802, T-803 og T-804. Leyfi útgefið 13.7.2006.
vv) Þorvaldur Einarsson f.h. BRJÁN vegna Neistaflugs 2006. Tímabundið starfsleyfi vegna heildarumsjónar á Neistaflugi 4.- 6. ágúst 2006. Leyfið felur m.a. í sér rekstur tjald- og hjólhýsasvæða á leyfistímanum, uppsetningu gámasalerna og sorpíláta, dansleikjahalds í íþróttahúsinu í Neskaupstað á föstudagskvöldinu og ábyrgð á matsölu annarra en þeirra sem hafa leyfi Heilbrigðisnefndar skv. matvælareglugerð. Leyfi útgefið 1.8.2006.
ww) E.S. Veitingar ehf., kt. 680404-4020. Tímabundið starfsleyfi fyrir útvíkkun á starfsemi í tengslum við Neistaflug 4.-6. ágúst 2006. Um er að ræða leyfi til sölu á veitingum út á borð framan við anddyri Egilsbúðar og sölu á sykurfrauði úr þar til gerðri vél á hátíðasvæði Neistaflugs. Leyfi útgefið 1.8.2006.
xx) Fjarðabyggð, kt. 470698-2099. Starfsleyfi fyrir Sundlaug Norðfjarðar Miðstræti 15, 740 Neskaupstaður. Um er að ræða sundlaug í flokki A, tvo heita potta, eina barnalaug, eina rennibrautarlaug og gufubað. Farið skal eftir starfsreglum um setlaugar og iðulaugar og leiðbeiningabækling um sund- og baðstaði frá Hollustuvernd ríkisins frá des.1999. Starfsleyfið útgefið 21.8.2006.
750 Fjarðabyggð-Búðir.
yy) Grétar Helgi Geirsson, kt. 160173-4839, f.h. Björgunarsveitarinnar Geisla, Fáskrúðsfirði, kt. 471188-2559. Leyfi fyrir flugeldasýningu á Frönskum dögum 2006. Dagsetning flugeldasýningar: 29.7.2006. Sýningin hefst kl. 22,30 og varir í um.b. 1/2 klst. Ábyrgðarmaður: Steinar Grétarsson, kt. 210578-5449. Staðsetning: Uppfylling vestan smábátahafnar.
zz) Óðinn Magnason, kt. 281060-3419, f.h. Sumarlínu ehf, kt. 611200-2380. Starfsleyfi vegna veitingahússins Kaffi Sumarlína, Búðavegi 59, 750 Fáskrúðsfjörður. Um er að ræða leyfi fyrir veitinga- og kaffihúsi og bar fyrir allt að 50 gesti. Miðað er við starfsreglur fyrir veitingahús. Leyfi gefið út 11.7..2006.
760 Breiðdalsvík
aaa) Arnór Stefánsson, kt. 250768-4969, f.h. A S Hótel ehf., kt. 510506-1890, fær starfsleyfi vegna Hótels Staðarborgar, Staðarborg, 760 Breiðdalsvík Um er að ræða leyfi fyrir veitingahúsi með fullbúnu eldhúsi fyrir allt að 50 gesti, hótelgistingu í 25 herbergjum, félagsheimili og tjaldstæði. Farið skal eftir starfsreglum fyrir veitingahús og gististaði. Leyfi gefið út 2. 6. 2006.
bbb) Kristín Ársælsdóttir f.h. Vinamóta ehf., kt. 680503-3620 fær starfsleyfi vegna Essó-skálans, Ásvegi 18, 760 Breiðdalsvík Um er að ræða leyfi fyrir eftirfarandi: Söluskáli - C sem selur innpakkað sælgæti og gosdrykki, einnig heitar pylsur og ís úr vél. Áður útgefið leyfi Vinamóta til sölu á tóbaki gildir á staðnum með sömu skilyrðum og áður. Farið skal eftir starfsreglum fyrir Söluskála C . Leyfi gefið út 8.6.2006.
ccc) Alexander Gíslason, kt. 020963-4259, og Pencho D. Penchev, kt. 170272-2939, f.h. Hiv-info á Íslandi, kt. 460602-5350, fá starfsleyfi fyrir Hvíldarheimili að Sólheimum 1, 760 Breiðdalsvík . Starfsemi: Hvíldarheimili fyrir Hiv-pósitíva einstaklinga til skemmri tíma. Ekki er um hjúkrunarheimili að ræða. Fjöldi gesta verður að hámarki 6 í einu. Farið skal eftir starfsleyfisskilyrðum fyrir gistingu gegn gjaldi á einkaheimili. Starfsleyfi gefið út 9.8.2006.
765 Djúpivogur
ddd) Ungmennafélagið Neisti, Djúpavogi, kt. 670484-0849. Tímabundið starfsleyfi fyrir brennu vegna fjáröflunar Umf. Neista. Staðsetning: Við Strýtu, Djúpavogi. Ábyrgðarmaður: Anton Stefánsson, kt 131283-2969. Sækja þarf um nýtt leyfi ef staðsetningu brennu er breytt. Leyfið gildir milli kl. 17 og 24 fimmtudaginn 27. júlí 2006 eða á sama tíma næstu kvöld, ef veður hamlar þann 27. júlí . Leyfi gefið út 25.7.2006.
780-781 Hornafjörður
eee) Guðbjörg Magnúsdóttir, kt. 050748-3329. Starfsleyfi fyrir sölu á gistingu í heimahúsi fyrir 10 gesti og tvo gistiskála fyrir allt að 14 gesti að Litla-Hofi, Hofi í Öræfum, 781 Hornafjörður. Leyfi útgefið 7.6.2006.
fff) Sveitarfélagið Hornafjörður, kt. 590169-4639. Starfsleyfi fyrir vatnsveitu sem þjónar þéttbýlinu á Hornafirði, Nesjahverfi og flestum bæjum í Nesjum. Leyfið er útgefið 9.6.2006.
ggg) Fjölnir Torfason, kt. 011052-2749. Starfsleyfi vegna sölu á gistingu í Breiðabólsstað 1 og Steinstúni, Hala 2 í Suðursveit, 781 Hornafjörður. Um er að ræða leyfi fyrir sölu á gistingu fyrir allt að 25 manns tveim húsum með eldhúsaðstöðu fyrir gesti. Miðað er við starfsreglur fyrir gistiskála. Leyfi útgefið 15.6.2005.
hhh) Fjölnir Torfason, kt. 011052-2749. Starfsleyfi vegna veitingasölu í Þórbergssetri að Hala 2 í Suðursveit, 781 Hornafjörður. Um er að ræða leyfi veitingastað með fullbúnu veitingaeldhúsi og matsal fyrir allt að 40 gesti. Miðað er við starfsreglur fyrir veitingastaði. Leyfi útgefið 15.6.2005.
iii) Bestfiskur ehf., kt. 560299-2309. Starfsleyfi vegna sölu á innpökkuðu fiskmeti og lítilsháttar af öðrum innpökkuðum matvælum að Hafnarbraut 34, 780 Höfn. Heimilt er að hafa grill til afnota fyrir gesti utandyra og borð með stólum fyrir allt að 25 gesti. Leyfi gefið út til tveggja ára þann 15.6.2006. Ath. hefur óskað eftir að leyfið yrði dregið til baka! Mun ekki nýta heimildina.
jjj) Bjarni Skarphéðinn Bjarnason kt.090555-5459. Starfsleyfi fyrir vatnsveitu Vagnsstöðum. Um er að ræða litla vatnsveitu sem þjónar m.a. Farfuglaheimili. Starfsleyfi útgefið 19.06.2006.
kkk) Ís og Ævintýri ehf., kt. 560201-2140. Starfsleyfi fyrir vatnsveitu Jöklaseli. Um er að ræða litla vatnsveitu sem þjónar Jöklaseli (veitingasala og svefnpokagisting). Starfsleyfi er útgefið 19.06.2006.
lll) Árni Þorvaldsson f.h. Humarhátíðar, kt. 660499-2029. Tímabundið starfsleyfi vegna Humarhátíðar á Hornafirði 30.júní - 2. júlí 2006. Starfsleyfið felur m.a. í sér ábyrgð á allri matsölu og aðstöðu þeirra sem selja matvæli á hátíðasvæðinu. Miðað er við starfsreglur fyrir útihátíðar og markaðssölu eftir því sem við á. Einnig var gefið út starfsleyfi fyrir brennu á hátíðinni. Leyfi útgefin 29.6.2006.
mmm) Gistiheimilið Hafnarnes ehf., kt. 470206-0550. Starfsleyfi vegna sölu á gistingu á einkaheimili að Hafnarnesi, 781 Höfn. Ábyrgðarmaður er Kristín Guðmundsdóttir. Um er að ræða leyfi til sölu gistingar í fimm herbergjum fyrir allt að 9 manns. Miðað er við starfsleyfisskilyrði fyrir gistingu á einkaheimili. Leyfið gildir til eins árs og ef gefið út 1.7.2006.
nnn) Freyja ehf., kt. 701280-0169. Starfsleyfi fyrir lakkrísgerð að Álaugarvegi 1, 780 Höfn. Miðað er við starfsreglur fyrir matvælafyrirtæki eftir því sem við á. Leyfi útgefið 5.7.2006.
ooo) Bergsveinn Ólafsson, kt. 240161-3629. Starfsleyfi fyrir sölu á gistingu að Stafafelli í Lóni,781 Hornafjörður. Um er að ræða heimild fyrir sölu á gistingu fyrir allt að 24 gesti í eldra íbúðarhúsi auk gistingar í tveim smáhýsum og fjórum gámahúsum miðað við starfsreglur fyrir gistiskála. Einnig rekstur tjaldstæðis með 5 salernum og tveim sturtum, miðað við starfsreglur fyrir tjald- og hjólhýsasvæði. Leyfistími er takmarkaður og gildir leyfið til 31.5.2007 þar sem kröfur eru um úrbætur. Leyfi útgefið 11.8.2006.
ppp) Guðveig Bjarnadóttir, kt. 270826-2619. Starfsleyfi fyrir vatnsveitu í Bölta, Skaftafelli, 781 Höfn. Leyfi útgefið 13.8.2006.
qqq) Umhverfisstofnun, kt. 701002-2880. Starfsleyfi fyrir eftirfarandi í þjóðgarðinum í Skaftafelli:

  • Tjald- og hjólhýsasvæði fyrir allt að 400 gesti í senn miðað við starfsreglur fyrir tjald- og hjólhýsasvæði
  • Starfsmannabústaði við Þjónustumiðstöðina og í Sandaseli fyrir allt að 30 manns samtals miðað við starfsreglur fyrir starfsmannabústaði.
  • Leyfi fyrir rekstri geymslugryfju fyrir seyru vestast á svæðinu við varnargarða Skaftár.
  • Leyfi fyrir litlum brennum um verslunarmannahelgar og Jónsmessu.
    Leyfi útgefið 13.8.2006.

4 Bókuð útgefin tóbakssöluleyfi
690 Vopnafjarðarhreppur
a) Bílar og vélar ehf., kt. 430490-1099. Tóbakssöluleyfi í söluskála fyrirtækisins að Kolbeinsgötu 35,. Ábyrgðarmaður: Ólafur Ármannsson, kt. 161157-6789. Leyfi útgefið 19.6.2006
700-701 Fljótsdalshérað
b) Vaðall ehf., kt.620606-0810 Tóbakssöluleyfi í veitingastað fyrirtækisins í gamla skólahúsinu að Skjöldólfsstöðum í Jökuldal. Ábyrgðarmaður: Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir, kt. 161172-3759. Leyfi útgefið 29.6.2006
730-740 Fjarðabyggð
c) Valhöll-Fjarðabyggð ehf., kt. 670206-1140. Tóbakssöluleyfi í veitingastað fyrirtækisins að Búðareyri 6, 730 Reyðarfirði. Ábyrgðarmaður: Viktor Ingvarsson, kt. 201264-5539. Leyfi útgefið 04.07. 2006
d) Valhöll-Fjarðabyggð ehf., kt. 670206-1140. Tóbakssöluleyfi í veitingastað fyrirtækisins að Strandgötu 49, 735 Eskifirði. Ábyrgðarmaður: Viktor Ingvarsson, kt. 201264-5539. Leyfi útgefið 04.07. 2006
e) Kría veitingasala ehf., kt. 710502-2850. Tóbakssöluleyfi í veitingastað fyrirtækisins að Strandgötu 13, 735 Eskifirði. Ábyrgðarmaður Einar Sverrir Björnsson, kt. 171163-4989. Leyfi útgefið 13.07. 2006

5 Skipan í nýja heilbrigðisnefnd
Frá samtökum atvinnulífsins barst bréf dags. 21.7.2006, þar sem tilkynnt er um tilnefningu fulltrúa atvinnurekenda í heilbrigðisnefnd. Eftirtaldir eru tilnefndir:
Aðalmaður: Benedikt Jóhannsson, Eskja hf., Strandgata 39, 735 Esk.
Varamaður: Auður Ingólfsdóttir, Hótel Hérað, Miðvangur 5-7, 700 Eg.
Samþykkt að boða varamenn á fyrsta fund nýrrar nefndar.

6 Starfsmannamál - húsnæði
Leifur Þorkelsson, heilbrigðisfulltrúi, hefur sagt starfi sínu lausu. Hann óskaði lausnar frá störfum 25.8.
Heilbrigðisnefnd þakkar Leifi vel unnin störf og óskar honum velfarnaðar á nýjum vettvangi.
Skrifstofuaðstöðu HAUST í Miðvangi 1-3 þarf að segja upp í desember ef ekki eru not fyrir það eftir árslok 2007.
Óskað eftir samþykki nefndarinnar til að fá að fylgjast með framvindu mála á "Vonarlandstorfunni" með það í huga að fá 2-3 starfsstöðvar þar til viðbótar við starfaðstöðuna á Reyðarfirði.
Samþykkt.

7 Úrskurður í máli Impregilo gegn HAUST
Úrskurður í kæru Impregilo S.p.A. gegn HAUST frá í janúar 2006 barst með bréfi dags. 12.7.2006. Úrskurðarorð eru eftirfarandi:
“Fallist er á með kæranda að ákvæði í gjaldskrá um hærra gjald fyrir “tímabundna starfsemi tengda stóriðju og virkjunum” brjóti gegn jafnræðisreglu stjórnsýslulaga, enda sé gert ráð fyrir að ferðatími starfsmana sé innheimtur skv. tímagjaldi. Vísað er frá kröfu kæranda um ógildingu ákvæðisins, svo og kröfu um endurgreiðslu og ákvörðun kostnaðar vegna vinnu við að hafa kæruna uppi.”
Vegna málsins var fundað þann 22.8. með fulltrúum Impregilo. Á fundinum var gert samkomulag um endurgreiðslu upphæðar miðað við ofangreint og var full sátt um þá afgreiðslu. Öðrum fyrirtækjum sem hafa verið gjaldtekin á sömu forsendum og Impregilo mun endurgreitt á sömu forsendum. Upphæðin sem hér um ræðir er u.þ.b. 2,5 milljónir þegar vextir hafa verið reiknaðir.
Heilbrigðisnefnd samþykkir ofangreint.

8 Ársreikningur 2005
Með fundargögnum var lagður fram endurskoðaður ársreikningur HAUST 2005 og endurskoðandabréf. Skoðunarmenn reikninga hafa yfirfarið gögnin og ritað nöfn sín á áritunarblað. Niðurstöðutölur eru: Rekstrartekjur kr. 33,3 millj. og rekstrargjöld kr. 35.6 millj. kr. Mismunur er tap upp á 2,16 millj. að teknu tilliti til endurgreiðslna skv. lið 7.
Heilbrigðisnefnd samþykkir ársreikninginn fyrir sína hönd og vísar honum til aðalfundar HAUST 2005. Áritunarblað verði sent á milli nefndarmanna til staðfestingar.

9 Umræða um fjárhagsáætlun 2007 og endurskoðun gjaldskrár.
Ekki hefur unnist tími til að undbúa þennan lið. Það verður gert eins fljótt og unnt er og gögn send til nefndarmanna. Ljóst er að gjaldskrá verður að endurskoða í ljósi úrskurðar skv. lið 7. Kallað verður til fund í nefndinni fyrir aðalfund 2006 vegna málsins.
Farið yfir 8 mánaða uppgjör, sem bókhaldari lagði fram. Staðan er innan marka fjárhagsáætlunar.

10 Erindi frá Umhverfisstofnun og svör við þeim.
Frá Umhverfisstofnun hafa borist þrjú erindi með óskum um greinargerðir vegna fyrirspurna frá Umhverfisráðuneyti. Það hefur komið sér afar illa fyrir heilbrigðiseftirlitssvæðin að fá svo viðamiklar fyrirspurnir með stuttum umsagnarfresti á tíma sem markast af miklum önnum í eftirliti og sumarleyfum starfsmanna.
a) Erindi dags. 24. og 28.7.2006, beiðni um upplýsingar um tegundir og fjölda eftirlitsskyldra matvælafyrirtækja, frestur til að svara veittur til 15.8. og framlengdur til 25.8.
b) Erindi dags. 30.7.2006 vegna endurskoðunar á hollustuháttareglugerð nr. 941/2004, frestur til svara 1.9.
Vegna þessara erinda funduðu framkvæmdastjórar HES í Rvík þann 23.8.2006. Helga gerir grein fyrir málinu og kynnir innihald erindanna og megininntak svara við þeim.
Samþykkt að senda heilbrigðisnefndarmönnum erindi Ust. og svör HAUST
.
Bj. Hafþór víkur af fundi.

11 Af vettvangi Samtaka Heilbrigðiseftirlitssvæða
Á vegum Samtaka SHÍ eru áform um að láta framkvæma könnun á ánægju/óánægju eða áliti á þjónustu heilbrigðiseftirlits meðal eftirlitsþega. Könnunin verði framkvæmd af viðurkenndu fyrirtæki og unnt verði að greina svör eftir heilbrigðiseftirlitssvæðum. Kostnaði við könnunina verði skipt á heilbrigðiseftirlitssvæðin eftir íbúafjölda.
Heilbrigðisnefnd ákveður að HAUST skuli taka þátt í þessari könnun.

12 Næstu fundir
Símfundur verði boðaður e. ca. 3 vikur vegna gjaldskrár og fjárhagsáætlunar.
Samþykkt hefur verið að fresta aðalfundi 2006 frá 21.9. til 27.9. Fundurinn verður haldinn á Egilsstöðum.
Aðalfundir hafa verið sem hér segir:

2005 Höfn
2004 Seyðisfjörður
2003 Vopnafjörður
2002 Reyðarfjörður
2001 Egilsstaðir
2000 Freysnes

13 Önnur mál
a) Engin


Fundi slitið kl. 10:30

Fundargerðin færð í tölvu af Helgu Hr. og send fundarmönnum í tölvupósti og/eða á símbréfi til staðfestingar. Gerðin verður undirrituð á næsta snertifundi.

Ólafur Hr. Sigurðsson
Björn Hafþór Guðmundsson
Benedikt Sigurjónsson
Björn Emil Traustason
Ásmundur Þórarinsson
Þorsteinn Steinsson
Benedikt Jóhannsson
Helga Hreinsdóttir

HAUST

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir
Bakka 1
765 Djúpavogur
Hafnarbraut 27
780 Höfn
haust@haust.is
474 1235

Search