Fundargerð 28. apríl 2020

155. /11. fundur Heilbrigðisnefndar Austurlands

28. apríl 2020 kl 09:00

Heilbrigðisnefndarmenn:

Jón Björn Hákonarson
Davíð Þór Sigurðarson
Kristján Sigurður Guðnason
Sandra Konráðsdóttir
Gunnhildur Imsland
Kristín Ágústdóttir
Benedikt Jóhannsson

Starfsmenn:
Leifur Þorkelsson Lára Guðmundsdóttir

 

Dagskrá:

  1. Bókuð útgefin starfsleyfi 904
  2. Drög að ársskýrslu 905
  3. Starfsmannamál 905
  4. Vinna milli funda 906
  5. Önnur mál 906

 

1. Bókuð útgefin starfsleyfi

690-691 Vopnafjörður

a) Jóhannes Kristinsson, kt. 170549-4229. Starfsleyfi fyrir niðurrifi á útihúsum við Hámundarstaði 5. Leyfi útgefið 26.2.2020.
b) Bílar og vélar ehf., kt. 430490-1099. Endurnýjað starfsleyfi fyrir bifreiða- og vélaverkstæði að Hafnarbyggð 14a. Leyfi útgefið 2.3.2020.
c) Strákatindur ehf., kt. 711013-0750. Starfsleyfi fyrir flutning á sérstökum úrgangi og seyru. Leyfi útgefið 20.3.2020.

700-701 Fljótsdalshérað

d) Dekkjahöllin ehf., kt. 520385-0109. Endurnýjað starfsleyfi fyrir hjólbarðaverkstæði og smurstöð að Þverklettum 1. Leyfi útgefið 17.2.2020.
e) Ferðaþjónustan Stóri Bakki ehf., kt. 450919-0630. Starfsleyfi fyrir gististað, litla vatnsveitu og hestaleigu. Leyfi útgefið 26.3.2020.
f) Askja kaffi ehf., kt., 590219-2580. Starfsleyfi fyrir sölu á veitingum, sölu á gistingu, starfsmannabústað, tjaldstæði og vatnsveitu í Möðrudal. Leyfi útgefið 31.3.2020.

710 Seyðisfjörður

g) Fancy sheep ehf., kt. 411018-1050. Starfsleyfi fyrir matsöluvagn við Seyðisfjarðarhöfn. Leyfi útgefið 27.2.2020.

701 Fljótsdalshreppur

h) Klausturkaffi ehf., kt. 640500-2980. Starfsleyfi fyrir sölu á veitingum að Skriðuklaustri. Leyfi útgefið 16.3.2020.

720 Borgarfjörður

i) Aldgate eignir ehf., kt. 551217-2640. Starfsleyfi fyrir niðurrif á Bakkakoti. Leyfi útgefið 5.3.2020.
j) Kári Borgar ehf., kt. 530602-2650. Starfsleyfi fyrir Sporð, Harðfiskverkun í Kögri. Leyfi útgefið 23.3.2020.

730 Fjarðabyggð – Reyðarfjörður

k) Bíley ehf., kt. 531089-1709. Endurnýjað starfsleyfi fyrir bifreiðaverkstæði að Leiruvogi 6. Leyfi útgefið 21.2.2020.
l) Olíuverzlun Íslands ehf., kt. 500269-3249. Endurnýjað starfsleyfi fyrir eldsneytisafgreiðslu með þjónustuhúsi að Búðareyri 33. Leyfi útgefið 2.3.2020.
m) Íslenska Gámafélagið ehf., kt. 470596-2289. Endurnýjað starfsleyfi fyrir söfnunar- og móttökustöð að Hjallanes 8 og 10. Leyfi útgefið 3.3.2020.
n) Alcoa Fjarðaál sf., kt. 520303-4210. Endurnýjað starfsleyfi fyrir vörugeymslu að Hrauni 5. Leyfi útgefið 8.4.2020.

735 Fjarðabyggð - Eskifjörður

o) Eskja hf., kt. 630169-4299. Starfsleyfi fyrir niðurrif á Strandgötu 38. Leyfi útgefið 26.2.2020.
p) Félag eldri borgara á Eskifirði, kt. 670396-2239. Endurnýjun á starfsleyfi fyrir samkomuhúsi að Fossgötu 9. Leyfi útgefið 11.3.2020.

740 Fjarðabyggð – Neskaupstaður

q) Réttingaverkstæði Sveins ehf., kt. 620304-3520. Endurnýjað starfsleyfi fyrir réttinga- og hjólbarðaverkstæði að Eyrargötu 9 og 11. Leyfi útgefið 21.2.2020.

765 Djúpivogur

r) Pála Svanhildur Geirsdóttir, kt. 240258-3589. Starfsleyfi fyrir litla fiskvinnslu að Lindarbrekku. Leyfi útgefið 21.2.2020.

780-785 Hornafjörður

s) Íslenska Gámafélagið ehf., kt. 470596-2289. Endurnýjað starfsleyfi fyrir söfnunar- og móttökustöð, auk flutning spilliefna, að Sæbraut 1. Leyfi útgefið 3.3.2020.
t) KASK Flutningar ehf., kt. 440311-0160. Endurnýjað starfsleyfi fyrir flutningamiðstöð að Litlubrú 1. Leyfi útgefið 12.3.2020.

Heilbrigðisnefnd staðfestir útgáfu allra ofangreindra starfsleyfa.

 

2. Drög að ársskýrslu

Drög að ársskýrslu 2019 lögð fram til kynningar og umræðu.

Starfsmönnum falið að fullvinna skýrsluna og senda hana til sveitarfélaga og annarra hluteigandi aðila.

 

3. Starfsmannamál

Umsóknarfrestur um starf heilbrigðisfulltrúa rann út 15. apríl sl. og bárust nokkrar umsóknir.

Framkvæmdastjóra falið að ganga frá ráðningu í samræmi við umræður á fundinum


4. Vinna milli funda

Umsagnir um skipulagsmál

4.1 Umsögn um deiliskipulag við Reynivelli II
4.2 Umsögn um breytingar á tillögu um breytingar á tillögu á aðalskipulagi Vopnafjarðarhrepps 2006-2026
4.3 Umsögn um skipulags- og matslýsingu vegna breytinga á aðalskipulagi Vopnafjarðarhrepps 2006-2026 í tengslum við Þverárvirkjun og Vopnafjarðarlínu 1
4.4 Umsögn um breytingu á deiliskipulagi neðsta hluta Borgarlands á Djúpavogi
4.5 Umsögn um breytingu á aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2007-2027 og tillögu að deiliskipulagi fyrir Heyklif á Kambanesi
4.6 Umsögn um breytingu á aðalskipulagi Borgarfjarðarhrepps

 

5. Önnur mál

5.1 Greining á opinberu eftirliti á grundvelli laga nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir,og laga nr. 93/1995, um matvæli og hugsanleg endurskoðun.
Greint frá vinnu sem KPMG hefur að ósk Umhverfis- og auðlindaráðuneytis og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis hafið við greiningu á opinberu eftirliti.

Heilbrigðinefnd fagnar þessari vinnu og treystir því að þrátt fyrir að ráðuneytin setji ráðgjafanum afar þröngan tímaramma í þetta mikilvæga verkefni verði niðurstaðan fagleg, óhlutdræg og skýr. Sérstök ástæða er til fagna því að leggja eigi mat á samlegðaráhrif af nýtingu mannauðs sem og verkaskiptingu eftirlitsaðila. Að þessu tilefni ítrekar Heilbrigðisnefnd Austurlands þá afstöðu sína að Heilbrigðiseftirlit Austurlands er vel í stakk búið til að taka að sér frekari eftirlitsverkefni fyrir hönd ríkisstofnana. Enda er það allra hagur, ekki síst umhverfisins að slíkum verkefnum sé sinnt úr nærumhverfinu.

5.2 Næsti fundur Heilbrigðisnefndar Austurlands

Snertifundur 9. júní

Fundi slitið kl. 09:26

Fundargerðin færð í tölvu og send fundarmönnum í tölvupósti til staðfestingar.
Fundargerðin verður undirrituð á næsta snertifundi.

Jón Björn Hákonarson
Davíð Þór Sigurðarson
Gunnhildur Imsland
Kristján Sigurður Guðnason
Benedikt Jóhannsson
Sandra Konráðsdóttir
Leifur Þorkelsson
Kristín Ágústsdóttir

 

pdfFundargerð 155 á pdf

HAUST

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir
Bakka 1
765 Djúpavogur
Hafnarbraut 27
780 Höfn
haust@haust.is
474 1235

Search