Fundargerð 12. desember 2019

153. /9. fundur Heilbrigðisnefndar Austurlands
12. desember 2019 kl 09:00

Heilbrigðisnefndarmenn:

Jón Björn Hákonarson
Davíð Þór Sigurðarson
Kristján Sigurður Guðnason
Aðalheiður Borgþórsdóttir  
Gunnhildur Imsland
Kristín Ágústdóttir
Benedikt Jóhannsson

Starfsmenn:

Leifur Þorkelsson
Lára Guðmundsdóttir 

 

Dagskrá:

1.     Bókuð útgefin starfsleyfi 897
2.     Málefni einstakra fyrirtækja / starfstöðva. 898
3.     Samningur við Umhverfisstofnun um framsal eftirlitsverkefna. 898
4.     Vinna milli funda. 899
5.     Önnur mál 899

 

1.  Bókuð útgefin starfsleyfi

701 Fljótsdalshreppur

a) Óbyggðasetur ehf., 540314-0630. Breyting á starfsleyfi fyrir Óbyggðasetur í Fljótsdal fyrir sölu á gistingu, veitingum, lítilli vatnsveitu, hestaleigu og baðhúsi. Leyfi útgefið 25.10.2019. 

700-701 Fljótsdalshérað

b) N1 ehf., 411003-3370. Endurnýjað starfsleyfi fyrir eldsneytisafgreiðslu með þjónustuhúsi að Kaupvangi 4. Leyfi útgefið 25.10.2019.
c) Vegagerðin 680269-2899. Tímabundið starfsleyfi fyrir starfsmannabúðum við iðjusel 3 í Fellabæ. Leyfi útgefið 1.11.2019.
d) Karen Eva Axelsdóttir, 121288-2819. Starfsleyfi fyrir daggæslu barna að Tjarnarbraut 39a. Leyfi útgefið 5.11.2019.
e) Félag skógarbænda á Fljótsdalshéraði, 491091-1349. Starfsleyfi fyrir markaðssölu matvæla að Valgerðarstöðum 4. Leyfi útgefið 26.11.2019.

730 Fjarðabyggð – Reyðarfjörður

f) Glerharður ehf., 500602-3410. Endurnýjað starfsleyfi fyrir tannlæknastofu að Austurvegi 20. Leyfi útgefið 6.12.2019.

735 Fjarðabyggð - Eskifjörður

g) N1 ehf., 411003-3370. Endurnýjað starfsleyfi fyrir eldsneytisafgreiðslu, sjálfsafgreiðslu að Dalbraut 3d. Leyfi útgefið 25.10.2019.

740 Fjarðabyggð – Neskaupstaður

h) Bleksmiðjan ehf., 571215-1600. Starfsleyfi fyrir húðgötun og húðflúrstofu að Egilsbraut 8. Leyfi útgefið 26.11.2019.
i) Vilborg Stefánsdóttir, 270461-5819. Starfsleyfi fyrir sjúkraþjálfara að Miðstræti 15. Leyfi útgefið 9.12.2019.

755 Fjarðabyggð – Stöðvarfjörður

j) N1 ehf., 411003-3370. Endurnýjað starfsleyfi fyrir eldsneytisafgreiðslu, sjálfsafgreiðslu að Fjarðarbraut 41. Leyfi útgefið 25.10.2019.

760 Fjarðabyggð – Breiðdalsvík

k) N1 ehf., 411003-3370. Endurnýjað starfsleyfi fyrir eldsneytisafgreiðslu, sjálfsafgreiðslu að Ásvegi 18. Leyfi útgefið 25.10.2019.

765 Djúpivogur

l) N1 ehf., 411003-3370. Endurnýjað starfsleyfi fyrir eldsneytisafgreiðslu, sjálfsafgreiðslu að Búlandi 1. Leyfi útgefið 25.10.2019.

780-785 Hornafjörður

m) N1 ehf., 411003-3370. Endurnýjað starfsleyfi fyrir eldsneytisafgreiðslu með þjónustuhúsi að Vesturbraut 1. Leyfi útgefið 25.10.2019.
n) Hjalti Egilsson 110460-2959 Endurnýjað starfsleyfi fyrir kartöfluvinnslu á Seljavöllum. Leyfi útgefið 5.11.2019.
o) Assa 1969 ehf., 500717-1140. Starfsleyfi fyrir sölu á gistingu að Miðskeri 1. Leyfi útgefið 11.11.2019.

Heilbrigðisnefnd staðfestir útgáfu allra ofangreindra starfsleyfa.

 

2.  Málefni einstakra fyrirtækja / starfstöðva

2.1      Rósaberg ehf.

Fyrirtækið hefur lagt fram nýja úrbótaáætlun sem gerir ráð fyrir því úrbætur hefjist fyrir árslok og þeim verði að mestu lokið á árinu 2020. Fram kom að tafir á úrbótum megi m.a. rekja til þess að vinna við gerð deiliskipulags hefur dregist á langinn.

Heilbrigðisnefnd samþykkir framlagaða úrbótaáætlun og felur starfsmönnum að fylgjast með framvindu mála

2.2      Íslenska gámafélagið hf. - Jarðgerð

Starfsmenn HAUST fara yfir niðurstöður eftirlits vegna jarðgerðar Íslenska gámafélagsins á Reyðarfirði.

Heilbrigðisnefnd samþykkir að áminna Íslenska Gámafélagið vegna brota á starfsleyfi og krefst tafarlausra úrbóta í samræmi við kröfur í eftirlitsskýrslu dags. 3.12.2019. Verði ekki brugðist við á fullnægjandi hátt mun nefndin íhuga að beita frekari þvingunarúrræðum í samræmi við  XVII. kafla laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir.

2.3      Olíuverzlun Íslands ehf. Lagarfelli 2 í Fellbæ

Innheimta dagsekta hefst þann 15. desember nk. nema fyrirtækið geti sýnt fram á að úrbætur séu hafnar. Starfsmönnum falið að ganga úr skugga um að úrbætur séu hafnar.

 

3.  Samningur við Umhverfisstofnun um framsal eftirlitsverkefna

Um er að ræða samning um eftirlit með fiskimjölsverksmiðjum og sorpurðunarstöðum á Austurlandi, eftirlitsverkefni sem heilbrigðisnefnd hefur sinnt fyrir Umhverfisstofnun í yfir 20 ár. Gildandi samningur er til ársloka 2019.

Bréfi HAUST með ósk um endurnýjaðan samning sem Umhverfisstofnun var sent var þann 11. júlí sl. hefur enn ekki verið svarað með formlegum hætti, þrátt fyrir að í tvígang hafi verið vakin athygli á bréfinu og efni þess í tölvupósti.  Þann 19. nóvember sl. sendi HAUST stofnuninni því annað bréf þar sem óskir um endurnýjaðan samning voru ítrekaðar.  Því bréfi hefur heldur ekki verið svarað.

Heilbrigðisnefnd undrast þann seinagang sem orðið hefur á svari Umhverfisstofnunar. Nefndin leggur áherslu á að gengið verði frá nýjum samningi fyrir áramót þannig að óvissu um starfssemi og starfsmannahald HAUST á komandi ári verði eytt. 

Að mati Heilbrigðisnefndar hefur núverandi fyrirkomulag varðandi þau verkefni sem um ræðir gengið vel og er öllum til hagsbóta, ekki síst eftirlitsþegum og umhverfinu, en með því að sinna eftirliti úr nærumhverfinu er m.a. dregið úr kostnaði og umhverfisáhrifum vegna ferðalaga í tengslum við eftirlitsferðir. 

 

4.  Vinna milli funda

Umsagnir um skipulagsmál:

a) Umsögn um tillögu að deiliskipulagi fyrir hitaveitu í Hornafirði
b) Umsögn um aðalskipulag og deiliskipulag vegna ferðaþjónustu á Grund í Jökuldal
c) Umsögn um skipulaglýsingu vegna deiliskipulagsbreytingar við Lagarfossvirkjun

Aðrar umsagnir:

d) Hótel í landi Svínhóla í Lóni. Umsögn um matsskyldu til Skipulagsstofnunnar.

 

5.  Önnur mál

a) Starfsmannmál
b) Húsnæðismál HAUST

Fundi slitið kl.09:41

Fundargerðin færð í tölvu og send fundarmönnum í tölvupósti til staðfestingar.
Fundargerðin verður undirrituð á næsta snertifundi.

Jón Björn Hákonarson
Davíð Þór Sigurðarson
Gunnhildur Imsland
Kristján Sigurður Guðnason
Benedikt Jóhannsson
Aðalheiður Borgþórsdóttir
Leifur Þorkelsson
Kristín Ágústdóttir

pdfFundargerð á pdf

HAUST

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir
Bakka 1
765 Djúpavogur
Hafnarbraut 27
780 Höfn
haust@haust.is
474 1235

Search