Fundargerð 24. janúar 2019

146. / 2. fundur Heilbrigðisnefndar Austurlands
Símafundur 24. janúar 2019 kl 08:30

Dagskrá

1.  Starfsmannamál   868

1.   Starfsmannamál

Framhald af 145.fundi Helga Hreinsdóttir framkvæmdastjóri hefur sagt starfi sínu lausu. Helga hefur undanfarið ár verið í leyfi frá starfi framkvæmdastjóra og starfað sem heilbrigðisfulltrúi í 80% starfi. Helga hefur jafnframt óskað eftir áframhaldandi starfi sem í heilbrigðisfulltrúi sama starfshlutfalli

Heilbrigðisnefnd samþykkir að framlengja ráðningarsamning Helgu í starf heilbrigðisfulltrúa í 80% frá og með 1. febrúar nk. og um leið vill nefndin færa Helgu kærar þakkir fyrir áratuga starf og samstarf á vegum nefndarinnar og fagnar því að fá áfram að njóta starfskrafta hennar og reynslu í þágu heilbrigðiseftirlits á Austurlandi.

Jafnframt ræddi nefndin ráðningu framkvæmdarstjóra í stað Helgu Hreinsdóttur en Leifur Þorkelsson heilbrigðisfulltrúi hefur verið hennar staðgengill síðustu ár og framkvæmdastjóri nú síðasta ár í leyfi Helgu.

Með vísan til 49. gr. laga nr.7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir þar sem fjallað er um ráðningu heilbrigðisfulltrúa og framkvæmdastjóra samþykkir nefndin að ráða Leif Þorkelsson sem framkvæmdastjóra HAUST frá og með 1.febrúar nk. og jafnframt að Lára Guðmundsdóttir verði staðgengill hans eins og verið hefur síðastliðið ár. 

Fundi slitið kl:09:00

Fundargerðin færð í tölvu og send fundarmönnum í tölvupósti til staðfestingar. Fundargerðin verður undirrituð á næsta snertifundi.

Jón Björn Hákonarson
Davíð Þór Sigurðarson
Gunnhildur Imsland
Lovísa Rósa Bjarnadóttir
Benedikt Jóhannsson
Aðalheiður Borgþórsdóttir
Kristín Ágústsdóttir       

Fundargerð 146 á pdfFundargerð 146 á pdf             

HAUST

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir
Bakka 1
765 Djúpavogur
Hafnarbraut 27
780 Höfn
haust@haust.is
474 1235

Search