Fundargerð 13. júní 2012

103. / 10. fundur Heilbrigðisnefndar Austurlands
haldinn símleiðis miðvikudaginn 13. júní 2012 kl. 9:00

Heilbrigðisnefndarmenn viðstaddir:
Valdimar O. Hermannsson, Árni Kristinsson, Andrés Skúlason og Benedikt Jóhannsson.
Sigurlaug Gissurardóttir, og Eiður Ragnarsson boðuðu forföll, en ekki tókst að ná í varamenn.
Ólafur Hr. Sigurðsson var fjarverandi.

Starfsmenn viðstaddir:
Helga Hreinsdóttir og Leifur Þorkelsson

Dagskrá:

1      Bókuð útgefin starfsleyfi 606
2      Tóbakssöluleyfi 608
3      Málefni einstakra fyrirtækja og fyrirtækjaflokka. 608

3.1      Jöklaveröld ehf. 608
3.2      Olís Höfn  608

4      Erindi og bréf   609

4.1      Óskir um undanþágur frá hollustuháttareglugerð   609
4.2      Fráveitumál Reyðarfirði    609
4.3      Sundlaugin í Selárdal    609

5      Fréttir af vinnu vatnasvæðanefnda   609
6      Samningur um eftirlitsverkefni fyrir UST  610
7      Fréttir af nýlegum fundum   610

7.1      Vorfundur UST, MAST, HES og ráðuneytanna  610
7.2      Samtök heilbrigðiseftirlitssvæða   610

8      Önnur mál  610

8.1      Heimabakstur   610
8.2      Næstu fundir     611



1        Bókuð útgefin starfsleyfi

    690 Vopnafjarðarhreppur

    1. Vopnafjarðarhreppur, kt. 710269-5569. Starfsleyfi fyrir opin leiksvæði við Kolbeinsgötu, Vallholt og Lónabraut á Vopnafirði. Leyfi útgefið 20.5.2012.
    2. 700-701 Fljótsdalshérað

    3. Fljótsdalshérað, kt. 481004-3220. Starfsleyfi fyrir opið leiksvæði við Ásbrún í Fellabæ. Leyfi útgefið 20.5.2012.
    4. Fljótsdalshérað, kt. 481004-3220. Starfsleyfi fyrir eftirfarandi opin leiksvæði á Egilsstöðum: Skjólgarður, Ranavað, Mánatröð, Litluskógar, Fénaðarklöpp, Einbúablá, Bjarnadalur, Miðgarður og Selbrekka. Leyfi útgefið 20.5.2012.
    5. Alda Ósk Harðardóttir, kt.. 090382-3149. Starfsleyfi/breyting fyrir Snyrtistofuna Öldu, Tjarnarbraut 19. Leyfið útgefið 1.6.2012.
    6. Gistiheimilið Ormurinn, kt. 580412-1016. Nýtt starfsleyfi fyrir Gistiheimilið Orminn, Fagradalsbraut 9. Leyfi útgefið 1.6.2012.
    7. Fimleikadeild Hattar, kt. 640901-2410. Endurnýjað starfsleyfi fyrir sölu á veitingum þann 17. júní og á Ormsteiti. Starfsleyfi útgefið 1.6.2012.
    8. Anna Elísabet Bjarnadóttir, kt. 110474-3859. Nýtt starfsleyfi fyrir Ultratone (rafnudd) og Bowenmeðferð í húsnæði Hárhallarinnar, Dynskógum 4. Starfsleyfi útgefið 6.6.2012.
    9. 710 Seyðisfjarðarkaupstaður

    10. Myllan ehf., kt. 460494-2309. Tímabundið starfsleyfi fyrir vinnslu jarðefna við Stafdalsá, innan vatnsverndarsvæðis vatnsveitu Seyðisfjarðar, námunúmer 8566. Ábyrgðarmaður: Kristján Már Magnússon, kt. 070572-4279. Leyfið gildir frá útgáfudegi 9.6. til 30.9.2012.
    11. 730 Fjarðabyggð – Reyðarfjörður

    12. Launafl ehf., kt. 490606-1730. Breytt starfsleyfi fyrir rafmagnsverkstæði í vesturhluta hússins Austurvegi 20a. Leyfi útgefið 19.5.2012.
    13. Norðurbik ehf., kt. 410704-2260. Tímabundið starfsleyfi fyrir færanlega malbikunarstöð á Mjóeyrarhöfn, vestan til á hafnarfyllingunni. Gildistími leyfis 21.5. til 31.7.2012.
    14. Fjarðabyggð, kt. 470698-2099. Starfsleyfi fyrir eftirfarandi opin leiksvæði á Reyðarfirði: Rafstöðvargil, Hæðargerði, við skólaskrifstofu og Stekkjarbrekku. Leyfi útgefið 21.5.2012.
    15. 735 Fjarðabyggð – Eskifjörður

    16. Fjarðabyggð, kt. 470698-2099. Starfsleyfi fyrir eftirfarandi opin leiksvæði á Eskifirði, við Langadal, Strandgötu 87 og við tjaldsvæðið Bleiksárhlíð. Leyfi útgefið 21.5.2012.
    17. Fjarðabyggð – Neskaupstaður

    18. Fjarðabyggð, kt. 470698-2099 Starfsleyfi fyrir eftirfarandi opin leiksvæði á Norðfirði: við Starmýri, Bakkaveg, Hafnarbraut og tjaldsvæðið. Leyfi útgefið 21.5.2012.
    19. Pizzafjörður ehf., kt.710311-0560. Nýtt starfsleyfi til eins árs fyrir sölu á veitingumHafnarbraut 17. Leyfi útgefið 31.5.2012.
    20. 750 Fjarðabyggð – Fáskrúðsfjörður

    21. Fjarðabyggð, kt. 470698-2099. Starfsleyfi fyrir eftirfarandi opin leiksvæði á Fáskrúðsfirði: við Skólaveg, Hamarsgötu, Túngötu og tjaldsvæði. Leyfi útgefið 21.5.2012.
    22. Hafþór Eide Hafþórsson, kt. 240989-3289, f.h. Fransmenn á Íslandi ehf., kt.   520602-2670. Breyting á starfsleyfi fyrir lítið kaffihús að Búðavegi 8. Leyfi gefið út 5.6. 2012.
    23. 755 Stöðvarfjörður

    24. Fjarðabyggð, kt. 470698-2099. Starfsleyfi fyrir opi‘ leiksvæði á Stöðvarfirði, við Nýgræðing. Leyfi útgefið 21.5.2012.
    25. Hótel Bláfell ehf., kt. 610109-0200. Starfsleyfi til að starfrækja kaffihús, Söxu (áður Kaffi Steinn) að Fjarðarbraut 41. Leyfi gefið út 1.6.2012.
    26. Hótel Bláfell ehf., kt. 610109-0200. Starfsleyfi til að starfrækja Gistiheimilið Söxu (áður Kaffi Steinn) með 15 herbergjum að Fjarðarbraut 41. Leyfi gefið út 1.6.2012.
    27. 760 Breiðdalsvík

    28. Hótel Bláfell ehf., kt. 610109-0200. Starfsleyfi til að starfrækja gistiheimili, Hótel Post, að Sólvöllum 18. Um er að ræða gistingu í 5 tveggja manna herbergjum. Leyfi gefið út 25.5.2012.
    29. Njáll Torfason f.h. Vinamóta ehf., kt. 680503-3620. Nýtt starfsleyfi til að reka lítið kaffihús (kaffi og kleinur) í Aflraunasafni að Sólvöllum 23. Leyfi gefið út 1.6.2012.
    30. 780-785 Hornafjörður

    31. Birkifell ehf., kt. 640412-0700. Nýtt starfsleyfi vegna sölu gistingar á einkaheimili að Birkifelli. Ábyrgðarmaður: Sigurbjörg Helgadóttir, kt. 070154-4399. Leyfi útgefið 15.5.2012. 
    32. Pakkhús-veitingar ehf., kt. 691111-1640. Nýtt starfsleyfi vegna sölu á veitingu og innpökkuðum matvælum í Pakkhúsinu, Krosseyjarvegi 3. Leyfi útgefið 18.5.2012.
    33. Jöklaveröld ehf., kt. 680703-2560. Breytt starfsleyfi fyrir Jöklaveröld, þ.e. starfsleyfi fyrir sölu á gistingu, rekstur heitra setlauga og einkavatnsveitu í Hoffelli 2. Ábyrgðarmaður: Þrúðmar Þrúðmarsson, kt. 141254-5109. Leyfi útgefið 25.5.2012.
    34. Jón Kristinn Jónsson, kt. 120253-2399. Endurnýjað starfsleyfi fyrir Ferðaþjónustu bænda Brunnhóli. Um er að ræða sölu á gistingu og veitingasölu. Ábyrgðarmaður: Sigurlaug Gissurardóttir, kt. 110354-4449. Leyfi útgefið 30.5.2012.
    35. IMB tec ehf., kt. 691007-1460. Starfsleyfi fyrir veitingasölu í Nýheimum, Litlubrú 2. Leyfi útgefið 11.6.2012

    2     Tóbakssöluleyfi

    735 Fjarðabyggð – Eskifjörður

    1. Kaffihúsið Eskifirði ehf., 450411-0350. Tóbakssöluleyfi í Kaffihúsinu á Eskifirði, Strandgötu 10. Ábyrgðarmaður: Grétar Rögnvarsson, kt. 110157-5689. Leyfi útgefið 15.5.2012. 

    3.     Málefni einstakra fyrirtækja og fyrirtækjaflokka

    3.1    Jöklaveröld ehf.
    Í Hoffelli eru reknir 5 heitir pottar (setlaugar). Sírennsli er í gegnum pottana, en þeir uppfylla ekki skilyrði þess að flokkast sem náttúrulaugar.   Unnið er að rannsóknum á heilnæmi vatnsins í þeim tilgangi að fá þá flokkaða sem laugar í flokki C, þ.e. laug sem hefur nægilega mikið gegnumstreymi af heitu vatni svo gerlafjöldi haldist innan viðmiðunarmarka. Af hálfu rekstaraðila og í samráði við HAUST verða tekin tilskilin sýni sumarið 2012 og síðan metið hvort sótt verður um varanlega flokkun laugarinnar í flokk C. Verði gerlavöxtur yfir mörkum ber heilbrigðiseftirliti þó að loka pottunum tafarlaust eða krefjast klórblöndunar til öryggi gesta er tryggt.

    Heilbrigðisnefnd samþykkir ofangreint verklag enda verði umsókn um flokkun lauganna lögð fram ásamt gögnum þegar rannsóknaniðurstöður liggja fyrir.

    3.2       Olís Höfn
    Áform um lagfæringar á áfyllingarplani við eldsneytisafgreiðslu Olís á Höfn kynnt og óskað álits heilbrigðisnefndar. HHr gerir grein fyrir málinu og umsögnum sem hefur verið aflað vegna þess.

    Heilbrigðisnefnd hafnar því fyrirkomulagi á áfyllingarplani sem fyrirtækið lagði fram með tölvupósti 7.6.sl. og gerir kröfu um að vökvahelt plan (steinsteypt eða malbikað) verði látið ná yfir svæði þar sem slöngur og tengi við áfyllingar þurfa að vera, skv. orðalagi i reglugerð nr 35/1994 „Sá hluti áfyllingarplans þar sem slöngur olíuflutningabifreiðar og tengingar olíugeyma eru, skal vera með vökvaheldu yfirborði og afrennsli af því leitt í olíuskilju.“


    4    Erindi og bréf

    4.1     Óskir um undanþágur frá hollustuháttareglugerð.
    Af og til berast óskir um undanþágu frá ákvæðum reglugerðar um hollustuhætti nr. 941/2002 m.s.br. Þetta varðar einkum undanþágur frá kröfum um aðbúnað á snyrti- og nuddstofum sem og við sölu gistingar.

    Aðeins ráðherra getur gefið undanþágur frá ákvæðum hollustuhátta-reglugerðar. Ákvarðanir tekur ráðherra að fengnum umsögnum frá heilbrigðiseftirliti og Umhverfisstofnun. Yfirleitt er um lítilsháttar mál að ræða og auðvelt að afgreiða þau.

    Ein tegund af undanþágubeiðnum varðar ákvæði um að rekstur megi ekki vera í beinum tengslum við íbúð eða annan óskyldan rekstur. HAUST hefur t.d. veitt jákvæða umsögn til ráðuneytis og í kjölfarið tímabundið starfsleyfi fyrir snyrtistofu, þar sem um forstofuherbergi hefur verið að ræða í íbúð, og aðgangur að sér snyrtingu fyrir viðskiptavini án þess að viðskiptavinur þurfi inn í íbúð, nema forstofu. Þetta er þó því aðeins gert að fyrir liggi jákvæð umsögn frá sveitarfélagi varðandi notkun íbúðarhúsnæðis til atvinnurekstrar.

    Heilbrigðisnefnd samþykkir ofangreint verklag og telur að varlega skuli fara í að mæla með frekari undanþágum frá þessu atriði. Ennfremur er mælt með að leyfi sem byggja á slíkum undanþágum frá ráðherra verði aðeins gefin út til skamms tíma (1-2 ár) í senn.

    4.2   Fráveitumál Reyðarfirði
    Erindi frá mannvirkjastjóra, ósk um umsögn frá HAUST varðandi tilraun til grófhreinsunar á fráveituvatni (skólpi).

    HHr. gerði grein fyrir gögnum sem hafa borist.

    Heilbrigðisnefnd telur að hér sé um áhugaverða tilraun að ræða og mælir með að veitt verði leyfi til tveggja ára. Með sýnatökum og skráningum á viðhaldi og resktri verði til gögn sem auðveldi mat á hvort um framtíðarlausn verði að ræða.

     

    4.3   Sundlaugin í Selárdal
    HHr kynnti málið og gerði grein fyrir samtali við forsvarsmenn starfsstöðvarinnar. Von er á greinargerð um málið frá sveitarfélaginu og umsókn um tímabundið leyfi um áframhaldandi rekstur.

    Heilbrigðisnefnd felur starfsmönnum að vinna málið áfram í samvinnu við formanns og varaformann.


    5      Fréttir af vinnu vatnasvæðanefnda

    Vatnasvæðanefndir eru tvær á svæði HAUST.   Í báðum nefndunum hafa verið kynningarfundir, en nefndunum síðan verið skipt upp og haldnir vinnufundir í minni hópum. Áhersla er lögð á að fá frá fulltrúum HES og sveitarfélaganna upplýsingar um fráveitumál frá íbúðabyggð og atvinnurekstri. Aðrir aðilar og stofnanir safna öðrum upplýsingum og síðan verður allt sett saman í einn grunn. Markmið vinnunnar er vatnaáætlun sem taki gildi í lok árs 2015.

    • Vatnasvæðanefnd 3 nær frá Lónsheiði að Þingvallavatni og því er aðeins sveitarfélagið Hornafjörður innan þess svæðis. Fundað var í þeirri nefnd, þ.e. austurhluta hennar, á Kirkjubæjarklaustri 17.4. sl. gekk vel að fylli inn í þær upplýsingar sem óskað var eftir í samvinnu byggingarfulltrúa Hornafjarðar og heilbrigðisfulltrúa.
    • Vatnasvæðanefnd 2 nær frá Lónsheiði og norður um Tröllaskagann. Í þessari nefnd var fundað 26.4. á Reyðarfirði, þ.e. austurhluta hennar, svæðin frá Vopnafirði, Hérað, Fjarðabyggð og suðurfirðir. Unnið er að frágangi á upplýsingum sem óskað er eftir frá þessu svæði.

    6      Samningur um eftirlitsverkefni fyrir UST.

    Samningur um að HAUST fari með eftirlit með fiskimjölsverksmiðjum og fiskeldisstöðvum á starfssvæðinu f.h. UST kynntur. Samningurinn var undirritaður í júní 2012 með gildistíma til loka árs 2016.

    Samningurinn var lagður fram til kynningar og VOH gerði grein fyrir málinu.

    Heilbrigðisnefnd fagnar lokum þessa samningaferlis enda mikilvægt að halda verkefnum sem næst þjónustuþegum í heimabyggð,  

    7      Fréttir af nýlegum fundum

      7.1    Vorfundur UST, MAST, HES og ráðuneytanna
      Fundurinn var haldinn á Siglufirði 8. og 9. maí. Form fundarins var breytt þannig að fyrri daginn var fundað með UST og UHR, en þann seinni með MAST og SLR. Önnur breyting var sú að formenn heilbrigðisnefnda sem eru stjórnamenn í SHÍ sóttu vorfundinn auk lögfræðings Sambands sveitarfélaga.

      • Fyrri daginn var áhersla lögð á hópavinnu varðandi stefnumörkun
      • Seinni daginn var m.a. kynnt vinna við áhættuflokkun sem grunn að tíðni og umfangi matvælaeftirlits. Ákveðið var að öll heilbrigðiseftirlitssvæði tækju upp slíka áhættuflokkun fyrir 1.1.2014. Í kjölfarið hefur auk þess verið haldinn fundur til að kynna áhættugreininguna fyrir heilbrigðiseftirlitssvæðunum, Leifur sótti það námskeið sem var haldið í Reykjavík 22. maí sl.

      7.2    Samtök heilbrigðiseftirlitssvæða
      Fundað var í Reykjavík 4.6. sl. ÁK sótti fundin ásamt HHr sem staðgengill formanns. Fundargerð verður send þegar hún berst. Aðalumræðuefni á fundinum voru tillögur um breytta verkaskiptingu milli UST og HES og vinna nefndar þar að lútandi, sem Elsa Ingjaldsdóttir situr í fyrir hönd SHÍ.   Ákveðið var að SHÍ myndi standa fyrir málþingi um eftirlit, hugsanlega ásamt fleiri aðilum. Þingið verði haldið í tengslum við haustfund og verði öllum opið.

      ÁK gerði grein fyrir upplifun sinni af fundium t.d. varðandi samstöðu milli heilbrigðiseftirlissvæða,

      8      Önnur mál

      8.1     Heimabakstur
      Mikil gagnrýni varð í fyrrasumar á banni við sölu heimabakkelsis. Í kjölfarið var boðuð breyting á matvælalögum og sú breyting var gerð í maí, en þar til reglugerð hefur verið sett um útfærslu á lagabreytingunni er það aðeins ráðherra sem getur veitt undanþágur og staða mála er því nánast óbreytt. Skipuð hefur verið nefnd um reglugerðarsmíðina og fundaði hún fyrst sl. föstudag. Vonir standa til að unnt verði að birta nýja reglugerð hið allrafyrsta.

      8.2     Næstu fundir
      Nefndin tekur sumarfrí fram í september. Á fyrsta fundi eftir frí verður lögð fram tillaga að fundaplani vetrarins 2012-2013.

      Fundi slitið kl. 9:50

      Fundargerðin færð í tölvu af Helgu Hreinsdóttur og send fundarmönnum í tölvupósti til staðfestingar. Gerðin verður undirrituð á næsta snertifundi.

      Valdimar O. Hermannsson
      Árni Kristinsson
      Benedikt Jóhannsson                                     
      Andrés Skúlason
      Helga Hreinsdóttir
      Leifur Þorkelsson

      Fundargerð 103. fundar á pdf.

      HAUST

      Tjarnarbraut 39b
      700 Egilsstaðir
      Bakka 1
      765 Djúpavogur
      Hafnarbraut 27
      780 Höfn
      haust@haust.is
      474 1235

      Search