Fundargerð aðalfundar 2016

Haldinn miðvikudaginn 2. nóvember 2016 kl. 13:30 í Snæfellsstofu í Fljótsdal

Dagskrá skv. fundarboði:

Erindi: Kjartan Ingvarsson fjallar um skipan heilbrigðiseftirlits í landinu og hugmyndir um breytingar þar á

 1. Skýrsla stjórnar fyrir starfsárið 2015-2016
 2. Ársreikningar 2015 lagðir fram
 3. Umræða um liði 1 og 2
 4. Fjárhagsáætlun fyrir komandi starfsár, 2017
 5. Tillaga að breytingu á gjaldskrá
 6. Umræður um gjaldskrá og fjárhagsáætlun
 7. Kjörinn löggiltur endurskoðandi
 8. Kjörnir tveir skoðunarmenn ársreikninga og jafnmargir til vara
 9. Tillögur að breytingu á stofnsamþykkt byggðasamlagsins
 10. Breytingar í skipan heilbrigðisnefndar
 11. Önnur mál 

Fundarmenn:

Heilbrigðisnefndarmenn
Jón Björn Hákonarson, formaður heilbrigðisnefndar, Fjarðabyggð
Árni Kristinsson, varaformaður heilbrigðisnefndar, Fljótsdalshérað
Gunnhildur Imsland
Kristín Ágústsdóttir
Andrés Skúlason
Auður Ingólfsdóttir

Fulltrúar sveitarfélaga:
Ólafur Áki Ragnarsson
Bjarni Sveinsson
Gunnþórunn Ingólfsdóttir
Páll Björgvin Guðmundsson
Vilhjálmur Jónsson

Starfsmenn:
Helga Hreinsdóttir, frkvstj.
Leifur Þorkelsson
Dröfn Svanbjörnsdóttir
Lára Guðmundsdóttir
Borgþór Freysteinsson

Sérstakur gestur fundarins: Kjartan Ingvarsson, lögfræðingur hjá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu.  

Jón Björn Hákonarson formaður heilbrigðisnefndar, setti fund og bauð fundarmenn velkomna.

Jón Björn fól Gunnþórunni Ingólfsdóttur fundarstjórn og starfsmönnum HAUST fundarritun og bað þessa aðila að taka til starfa.

Fundarstjóri óskaði eftir upplýsingum um hverjir færu með umboð og atkvæðisrétt fyrir sveitarfélögin skv. tilnefningum til HAUST.

Tafla yfir fjölda atkvæða og nöfn fulltrúa sveitarfélaga á aðalfundi HAUST 2016:

Sveitarfélag Fjöldi atkvæða á aðalfundi 2016 Nafn fulltrúa sem fer með atkvæði sveitarfélags:
Vopnafjarðarhreppur 3 Ólafur Áki Ragnarsson
Fljótsdalshreppur 1 Gunnþórunn Ingólfsdóttir
Fljótsdalshérað 11 Árni Kristinsson
Seyðisfjarðarkaupstaður 3 Vilhjálmur Jónsson
Borgarfjarðarhreppur 1 Bjarni Sveinsson
Fjarðabyggð 14 Páll Björgvin Guðmundsson
Breiðdalshreppur 1 Andrés Skúlason, skv. umboði
Djúpavogshreppur 2 Andrés Skúlason
Hornafjörður 7 Gunnhildur Imsland
Samt.: 43  

Erindi 

Kjartan Ingvarsson kynnti hugmyndir að breytingum á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998.

Meginmarkmið með lagabreytingunni er að ná fram einföldun í stjórnsýslunni.  Þessu hyggst ráðuneytið ná fram m.a. með því að breyta starfsleyfisskyldu í skráningarskyldu í áföngum, hafa eina rafræna gátt til skráninga, færa eftirlit til heilbrigðiseftirlits og efla samræmingarhlutverk Umhverfisstofnunar. Fram kom að breyting á fjölda heilbrigðiseftirlitssvæða væri ekki markmið.

Í lok erindisins voru umræður. Til máls tóku Jón Björn, Kristín, Andrés, Helga og Gunnþórunn. Fyrirspurn um hvar málið væri nú statt svaraði Kjartan þannig að kynning stæði yfir, en beðið væri eftir stefnumörkun nýs ráðherra málaflokksins að lokinni myndun nýrrar ríkisstjórnar. 

1.  Skýrsla stjórnar

Jón Björn Hákonarson, formaður heilbrigðisnefndar, flutti skýrslu stjórnar.  Skýrslan fylgir fundargerðinni.

2.  Ársreikningar 2015 lagðir fram

Helga Hr., framkvæmdastjóri, kynnti ársreikningana. Reikningarnir voru endurskoðaðir af KPMG og áritaðir af skoðunarmönnum.  Reikningarnir hafa einnig verið lagðir fyrir heilbrigðisnefnd á fundi 21.9.2016 og þá afgreiddir til aðalfundar.

Helstu niðurstöðutölur ársreiknings 2015 eru sem hér segir (í þúsundum króna): 

  niðurstaða ársreiknings  2015 áætlun 2015 niðurstaða ársreiknings  2014
Rekstartekjur 57,757 57.463 57.440
Rekstargjöld 58.210 59.922 59.601
Mismunur tekna og gjalda -453 -2.459 -2.161
Tap ársins -273 -2.459 -1.923

Niðurstaða ársins var neikvæð en þó mun minna en áætlun gerði ráð fyrir.

Tekjur voru lítillega hærri en ráð var fyrir gert og rekstrargjöld lægri. Lækkun rekstargjalda er m.a. tilkomin vegna þess að ferðakostaður var lægri en áætlað var sem að einhverju leyti má skýra með lækkun eldsneytisverðs. Þá fellur kostnaður sem ráð var fyrir gert vegna innleiðingar á eftirlitskerfi við matvælaeftirlit á árið 2016. Launakostaður var hinsvegar lítið eitt hærri en áætlun gerði ráð fyrir, sem skýrist af því að samþykkt var að framlengja ráðningu sumarstarfsmanns út árið 2016

3.  Umræður um liði 1 og 2 skýrslu stjórnar og ársreikninga 2015

Til máls tóku Jón Björn, Páll Björgvin og Gunnþórunn.  

Ársreikningar fyrir árið 2015 voru bornir undir atkvæði og samþykktir samhljóða.

Að ósk framkvæmdastjóra og hans staðgengils samþykkti fundurinn að víxla liðum 4 og 5, enda vart hægt að fjalla um fjárhagsáætlun fyrir árið 2017 fyrr en breyting á gjaldskrá hefur verið kynnt.

4.  Tillaga að breytingu á gjaldskrá

Leifur lagði fram gögn sem sýna að tímagjald HAUST er lægt allra heilbrigðiseftireftirlitssvæða á landinu. Í framhaldi af því kynnti hann eftirfarandi tillögu að breytingu á gjaldskrá sem samþykkt hafði verið á fundi heilbrigðisnefndar þann 21.9.2016 að vísa til aðalfundar. 

Tillaga að breytingum á gjaldskrá HAUST nr. 1026/2015:

Tillaga að breytingu á 2. gr

  er kr. verði kr.
Tímagjald 10.500 11.500
Gjald vegna rannsóknar á neysluvatni skv. eftirlitsáætlun 20.000 22.000
Gjald vegna rannsókna á öðrum sýnum skv. eftirlitsáætlun 12.500 13.500

Tillaga að breytingu á 3. gr.

Starfsleyfagjald fyrir nýja starfsemi verði kr. 20.000 og eftirlitsgjald í samræmi við viðkomandi fyrirtækjaflokk ásamt auglýsingakostnaði eftir því sem við á 

Gjald vegna endurnýjunar og/eða breytinga á starfleyfi verði kr. 15.000 og auglýsingakostnaður ef við á.

Önnur starfleyfi og leyfi sem ekki eru í eftirlitsáætlun, t.d. tóbakssöluleyfi verði kr. 20.000 og gjald skv. reikningi vegna undirbúnings,ferðar, úttektar og frágangs ásamt auglýsingakostnaði ef við á.

Endurnýjun annarra leyfa, sbr. hér að ofan verði kr. 15.000.

Fyrir leyfi útgefin vegna sölu á útimörkuðum eða aðra skammtíma starfsemi kr. 15.000 og eftirlitsgjald viðkomandi fyrirtækjaflokks eða gjald skv. reikningi vegna undirbúnings.

Einnig er tillaga um lítilsháttar breytingar á viðauka A með gjaldskránni vegna nýrrar starfsemi og breyttra reglna, t.d. tilkomu reglugerðar um náttúrulaugar.

5.  Fjárhagsáætlun fyrir komandi starfsár 2017

Leifur kynnti fjárhagsáætlun sem unnin er á grunni ofangreindra tillagna um gjaldskrárbreytingar.

Drögin voru til umfjöllunar á fundi heilbrigðisnefndar þann 21.9.2016. Á þeim fundi voru drögin samþykkt til afgreiðslu á aðalfundi.

  Ársreikn. 2015 Áætlun 2016 Tillaga að áætlun 2017
Rekstartekjur  57.757.107 64.944.503 74.143.736
Eftirlitsgjöld (innheimt af sveitarfélögum)a 32.606.631 37.206.061 42.953.197
Íbúaframlag 13.974.271 15.945.455 18.404.513
Aðrar tekjur 11.176.205 11.792.987 12.782.026
Rekstargjöld  58.209.960 71.468.910 75.622.945
Laun og launatengd gjöld 39.693.749 48.618.910 51.672.945
Húsaleiga og annar húsnæðiskostnaður 2.396.654 2.500.000 2.750.000
annar rekstarkostnaður 15.527.957 20.300.000 21.200.000
afskriftir 591.600 50.000 500.000
Rekstarniðurstaða (án fjármunatekna/gjalds) -452.853 -6.524.407 -1.979.209*

* tapi verði mætt með því að ganga á sjóði

6.  Umræður um lið 4 og 5, fjárhagsáætlun 2017 og tillögu að breytingu á gjaldskrá

Til máls tók Jón Björn og mælti með því að ekki yrði gengið um of á sjóði með taprekstri. Mikilvægt væri að reksturinn sýni raunkostnað. Jón Björn talaði fyrir vægum gjaldskrárhækkunum og taldi æskilegt að reksturinn yrði kominn í jafnvægi á árinu 2018.

Tillögur að breytingum á gjaldskrá voru bornar upp og samþykktar samhljóða.

Drög að fjárhagsáætlun 2017 voru borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

7.  Kjörinn löggiltur endurskoðandi

Lögð fram tillaga um að óska áfram þjónustu frá KPMG.

Tillagan samþykkt samhljóða.

8.  Kjörnir tveir skoðunarmenn ársreikninga og jafnmargir til vara

Lagt er til að skoðunarmenn reikninga verði endurkjörnir, þ.e.

Stefán Bragason, starfsmanna- og skrifstofustjóri Fljótsdalshéraðs og Ingunn Björnsdóttir, fjármálastjóra Sveitarfélagsins Hornafjarðar.

Til vara Gunnþórunn Ingólfsdóttir, oddviti Fljótsdalshrepps og Jón Þórðarson, sveitarstjóri Borgarfjarðarhrepps

Tillagan lögð fram og samþykkt samhljóða.

 

9.  Tillögur að breytingu á stofnsamþykkt byggðasamlagsins

Engar breytingartillögur hafa verið lagðar fyrir fundinn.

Ábending kom fram um að fara vel yfir stofnsamþykktina fyrir næstað aðalfund m.t.t. til lagfæringa.

 

10.  Breytingar í skipan heilbrigðisnefndar

Breytingar hafa orðið á skipan fulltrúa af suðursvæði:

Lovísa Rósa Bjarnadóttir sem var aðalmaður hefur verið skipuð

 varamaður. Í hennar stað hefur verið skipuð Gunnhildur Imsland, sem var áður varamaður. 

Hjörís Skírnisdóttir hefur verið skipuð annar varamaður í stað Þórhildar Ástu Magnúsdóttur

 

11.  Önnur mál

Umræða varð um málefni náttúrulauga og heitra potta.  Gerlamengun í slíkum laugum hefur á stundum mælst mikil og full ástæða er til að hafa áhyggjur af andavaraleysi rekstraraðila og jafnvel andstöðu við að sótthreinsa baðvatn með klóri. 

Fundi slitið kl. 15 og fundarmönnum boðið að þiggja veitingar í Klausturkaffi.

Fundargerðina staðfesta:

Gunnþórunn Ingólfsdóttir, fundarstjóri
Helga Hreinsdóttir og Leifur Þorkelsson, fundarritarar

Heilbrigðiseftirlit Austurlands – haust@haust.is – s. 474 1235

Austurveg 20, 730 Reyðarfjörður - Tjarnarbraut 39b, 700 Egilsstaðir - Ásvegur 31, 760 Breiðdalsvík – Hafnarbraut 27, 780 Höfn

Search