Fundargerd 6. apríl 2022

167. / 23. fundur Heilbrigðisnefndar Austurlands
6. apríl 2022 kl 13:00

Heilbrigðisnefndarmenn:
Jón Björn Hákonarson
Stefán Bogi Sveinsson
Gunnhildur Imsland
Helgi Hlynur Ásgrímsson
Benedikt Jóhannsson
Sandra Konráðsdóttir
Kristín Ágústdóttir

Starfsmenn:
Leifur Þorkelsson
Lára Guðmundsdóttir
Ólöf Vilbergsdóttir

 

Dagskrá:

  1. Bókuð útgefin starfsleyfi 952
  2. Bókuð útgefin tóbakssöluleyfi 953
  3. Málefni einstakra fyrirtækja / starfstöðva 954
  4. Upphreinsun á olíumenguðum jarðvegi á Stokksnesi. 955
  5. Vinna milli funda 955
  6. Önnur mál 955

 

1. Bókuð útgefin starfsleyfi

690 Vopnafjarðarhreppur

a) Glerharður ehf., kt. 500602-3410. Starfsleyfi fyrir tannlæknastofu að Laxdalstúni. Leyfi útgefið 2.2.2022.
b) Heilbrigðisstofnun Austurlands, kt. 610199-2839. Starfsleyfi fyrir heilsugæslu að Laxdalstúni. Leyfi útgefið 4.2.2022.

700-701 Múlaþing - Fljótsdalshérað

c) Sigurbjörn Snæþórsson, kt. 110555-7099. Starfsleyfi fyrir vatnsveitu að Gilsárteigi 2. Leyfi útgefið 31.1.2022.
d) Hallfreðarstaðir ehf., kt. 430720-0660. Starfsleyfi fyrir vatnsveitu að Hallfreðarstöðum. Leyfi útgefið 3.2.2022.
e) Tannréttingar Þóris ehf., kt. 540414-0840. Starfsleyfi fyrir tannlæknastofu að Miðvangi 6. Leyfi útgefið 18.2.2022.
f) HEF veitur ehf., kt. 470605-1110. Starfsleyfi fyrir Köldukvíslarveitu, neysluvatnsveitu sem þjónar íbúum á Egilsstöðum, í Fellabæ og nágrenni. Leyfi útgefið 24.02.2022.
g) Laufás ehf., kt. 520721-1930. Starfsleyfi fyrir vatnsveitu að Laufási. Leyfi útgefið 15.2.2022.
h) Landsvirkjun kt. 420269-1299. Starfleyfi fyrir almenningssalerni og vatnsveitu við vesturbakka Kárahnjúkastíflu. Leyfi útgefið 17.3.2022.
i) Múlaþing, kt. 660220-1350. Tímabundið leyfi fyrir leikskóla að Tjarnarbraut 39. Leyfi útgefið 21.3.2022 með gildistíma til eins árs.
j) Múlaþing, kt. 660220-1350. Starfsleyfi fyrir íþróttavöll að Skógarlöndum 4. Leyfi útgefið 5.4.2022.

710 Múlaþing – Seyðisfjörður

k) Múlaþing, kt. 660220-1350. Starfsleyfi fyrir íþróttahús, líkamsrækt og sólbaðstofu að Austurvegi 4. Leyfi útgefið 7.3.2022.

720 Múlaþing – Borgarfjörður eystri

l) Fiskverkun Kalla Sveins ehf., kt. 510602-2340. Starfsleyfi fyrir fiskvinnslu. Leyfi útgefið 22.2.2022.

701 Fljótsdalshreppur

m) Fljótsdalshreppur, kt., 550169-5339. Starfsleyfi fyrir seyrugryfju á mel neðan þjóðvegar í landi Valþjófstaðar. Leyfi útgefið 22.2.2022.

730 Fjarðabyggð – Reyðarfjörður

n) Przemyslaw Zajczyk, kt. 100582-2799. Starfsleyfi fyrir bifreiðaverkstæði að Leiruvogi 4. Leyfi útgefið 27.4.2021.
o) Hreinsitækni ehf., kt. 621293-2069. Starfsleyfi fyrir skólphreinsistöð á iðnaðarsvæðinu á Hrauni. Leyfi útgefið 21.2.2022.
p) Lostæti Austurlyst ehf., kt. 681209-1580. Starfsleyfi fyrir mötuneyti og veitingaþjónustu að Hrauni 1. Leyfi útgefið 24.2.2022.
q) Eimskip Ísland ehf., kt. 421104-3520. Starfsleyfi fyrir vöruflutningamiðstöð að Nesbraut 4-6. Leyfi útgefið 17.3.2022.
r) Hringrás hf., kt. 510613-1390. Starfsleyfi breytt með gildistímann 2.6.2020-2.6.2032 fyrir söfnunar- og móttökustöð úrgangsefna að Hjallaleiru 12. Leyfið tók gildi 30.3.2022.

740 Fjarðabyggð – Neskaupstaður

s) Eimskip Ísland ehf., kt. 421104-3520. Starfsleyfi fyrir vöruflutningamiðstöð að Nesbraut 6. Leyfi útgefið 17.3.2022.

760 Fjarðabyggð – Breiðdalsvík

t) Fjarðabyggð, kt. 470689-2099. Starfsleyfi fyrir lítið mötuneyti og dagvist aldraðra að Sólvöllum. Leyfi útgefið 2.3.2022.

765 Múlaþing – Djúpivogur

u) Fiskmarkaður Djúpavogs, kt. 480299-2999. Starfsleyfi fyrir fiskmarkað og slægingarþjónustu að Víkurlandi 1. Leyfi útgefið 23.3.2022.
v) Eimskip Ísland ehf., kt. 421104-3520. Starfsleyfi fyrir vöruflutningamiðstöð að Mörk 8a. Leyfi útgefið 29.3.2022.

780-785 Höfn

w) Sveitarfélagið Hornafjarðar, kt. 590169-4639. Tímabundið starfsleyfi fyrir leik- og grunnskóla að Fagurhólsmýri 1. Leyfi útgefið 25.2.2022 með gildistíma til 1 árs.
x) Þjónustumiðstöðin SKG ehf., kt. 680301-2550. Starfsleyfi fyrir hjólhýsa-, smáhýsa- og tjaldsvæði. Leyfi útgefið 22.3.2022.
y) Lögreglustjórinn á Suðurlandi, kt. 630914-2210. Starfsleyfi fyrir fangagæslu að Hafnarbraut 36. Leyfi útgefið 25.3.2022.
z) Baðstofan ehf., Starfsleyfi fyrir sölu á veitingum og gistingu í Árnanesi. Leyfi útgefið 25.3.2022.

Heilbrigðisnefnd staðfestir útgáfu allra ofangreindra starfsleyfa.

 

2. Bókuð útgefin tóbakssöluleyfi

700-701 Múlaþing Fljótsdalshérað

a) Olís ehf., kt. 500269-3249. Tóbakssöluleyfi í þjónustustöð Olís, Lagarfelli 2. Leyfi útgefið 28.3.2022.

Heilbrigðisnefnd staðfestir útgáfu leyfisins

 

3. Málefni einstakra fyrirtækja / starfstöðva

3.1 Bílaboginn (Bílafell) Smiðjuseli 5, Fellabæ

Þann 2. febrúar sl. fékk fyrirtækið bréf hvar upplýst var um kvartanir sem borist höfðu vegna umgegni, bæði innan og utan lóðarmarka. Fyrirtækinu var jafnframt veittur frestur til 1. apríl sl. til þess að bæta ástandið eða leggja fram tímasetta áætlun um úrbætur. Þann 4. apríl sl. var umhverfi fyrirtækisins skoðað og staðfest að enn var nokkuð um ökutæki, með og án númera utan lóðarmarka.

Fyrirtækið fær frest til 1. júlí nk.til þess að taka til á lóð sinni og fjarlæga þá lausamuni sem ekki tengjast daglegum rekstri. Gerð er sú krafa að ökutæki og vélar sem bíða viðgerðar eða eru á vegum fyrirtækisins verði staðsettar innan lóðarmarka án frekari tafa. Starfsmönnum falið að líma aðvörunarmiða á númerslausar bifreiðar og aðra lausamuni í samstarfi við umhverfissvið Múlaþings.

3.2 701 Hotels ehf. Valaskjálf á Egilsstöðum

Á 163. fundi heilbrigðisnefndar þann 1. september 2021 var samþykkt að veita fyrirtækinu frest til 1. mars sl. til þess að koma upp fituskilju á fráveitu frá veitingastað fyrirtækisins í Valaskjálf. Með tölvupósti þann 21. mars sl. upplýsti fyrirtækið að ekki hefði tekist að koma upp skiljunni fyrir þann tíma og óskaði jafnframt eftir fresti fram á haust til þess að ganga frá uppsetningu skiljunnar.

Heilbrigðisnefnd samþykkir að veita frest til 1. október nk. til að ganga frá uppsetningu fituskilju á fráveitu frá veitingastaðnum. Verði úrbótum ekki lokið fyrir þann tíma íhugar nefndin að beita þvingunarúrræðum í samræmi við XVII kafla laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir í þeim tilgangi að knýja fram úrbætur.

3.3 Loðnuvinnslan Hafnargötu 32 á Fáskrúðsfirði

Á 166. fundi Heilbrigðisnefndar þann 2. febrúar sl. fékk fyrirtækið frest til 1. mars sl. til þess að láta endurtaka hávaðamælingar frá starfsstöðinni en hávaðamælingar sem fram fóru árið 2020 sýndu að hávaði við nærliggjandi íbúðarhús mældist yfir mörkum sem sett eru fram í reglugerð um hávaða. Skýrslu með niðurstöðum hávaðamælinga var skilað þann 22. mars sl. í skýrslunni kemur fram að hávaði var mældur frá starfsstöðinni þann 13. mars en þá var eimsvali keyrður á fullum afköstum, aftur var mælt þann 20. mars en þá var engin vinnsla í húsnæðinu og slökkt á eimsvala. Fram kemur að dregið hafi úr hávaða við húsvegg að Búðavegi 24 en hávaði í öðrum punktum hafi mælst sambærilegur og í mælingum fyrri ára. Jafnframt kemur fram í skýrslunni að umhverfishljóð hafi mikil áhrif á hljóðvist á svæðinu þannig mældist meiri hávaði í flestum punktum þegar slökkt var á eimsvala en þegar unnið var á fullum afköstum, bent er á að talsverður hávaði er frá læk á svæðinu og virðist vatnsmagn í honum hafa mikil áhrif á hljóðvist í nágrenninu. Mælingar innan dyra að Búðavegi 24 leiddu í ljós að hávaði þar mældist undir þeim viðmiðunarmörkum sem sett eru fram í reglugerð. Hávaði í öðrum punktum mældist einnig undir viðmiðunarmörkum að því undanskyldu að hávaði við húsveggi að Búðavegi 24 og Búðavegi 18 mælist yfir þeim mörkum sem gilda um íbúðarhúsnæði á verslunar, þjónustu- og miðsvæðum að næturlagi hvort heldur sem eimsvali var í gangi eða ekki.

Að mati Heilbrigðisnefndar eru vísbendingar um aðgerðir Loðnuvinnslunnar til þess að draga úr hávaða frá starfseminni hafi skilað árangri. Hávaði mælist nú lægri á mælistöðum og er í flestum tilvikum undir eða alveg við viðmiðunarmörk. Þó mældist hávaði yfir þeim mörkum sem gilda að næturlagi við húsveggi nærliggjandi íbúðarhúsa en ekki er hægt að rekja hann til starfsemi Loðnuvinnslunnar með óyggjandi hætti. Að mati nefndarinnar er því þörf á að endurtaka hávaðamælingar á svæðinu þegar vinnsla verður hafin á nýjan leik og minni líkur á að aðrir þættir, svo sem leysingavatn í lækjum í nágrenninu, hafi áhrif á hljóðvist á svæðinu.

 

4. Upphreinsun á olíumenguðum jarðvegi á Stokksnesi.

Landhelgisgæslan í samvinnu við Verkís áformar að hefja upphreinsun á olíumenguðum jarðvegi á Stokksnesi í sumar. Árið 2020 voru gerðar tilraunir með mismunandi aðferðir við hreinsun og verður þeirri aðferð sem best kom út í þeirri tilraun beitt við upphreinsunina samkvæmt verkáætlun dagsettri 22.03. sl.

Heilbrigðisnefnd fagnar áformum um hreinsun jarðvegs á Stokksnesi og leggur áherslu á að svæðið umhverfis vinnusvæðið verði girt af þannig að mönnum og dýrum verði ekki hætta búin af framkvæmdinni.

 

5. Vinna milli funda

Umsagnir um skipulagsmál

5.1 Um tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Hlíðarenda á Eskifirði
5.2 Um tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir íbúabyggð við Vothvamm á Egilsstöðum
5.3 Um tillögu að deiliskipulagi sumarhúsabyggðar í landi Hafrafells í Fellum
5.4 Um deiliskipulagstillögu fyrir Breiðabólstaðatorfu
5.5 Um tillögu að deiliskipulagi fyrir Reynivelli í Suðursveit
5.6 Um skipulagslýsingu vegna breytinga á aðalskipulagi Borgarfjarðarhrepps 2004-2016

Aðrar umsagnir

5.7 Um leyfi til reksturs gististaðar í flokki IVA Hótel – Árnanes ehf.
5.8 Um leyfi til reksturs gististaðar í flokki III B Stærra gistiheimili – Mikael ehf.
5.9 Um tækifærisleyfi vegna skemmtunar í Brúarási 12.-13. mars 2022
5.10 Um tækifærisleyfi vegna skemmtunar í Sindrabæ 10.-11. mars 2022
5.11 Um teikningar af eldsneytisafgreiðslu fyrir smábáta við Norðfjarðarhöfn
5.12 Um tækifærisleyfi/tímabundið áfengisleyfi í Sindrabæ 23. apríl – Lionsklúbbur Hornafjarðar

 

6. Önnur mál

6.1 Næsti fundur er á dagskrá þann 1. júní kl 13:00 að Skriðuklaustri í Fljótsdal

Fundi slitið kl. 13:55

Fundargerðin færð í tölvu og send fundarmönnum í tölvupósti til staðfestingar. Fundargerðin verður undirrituð á næsta snertifundi.


Jón Björn Hákonarson
Stefán Bogi Sveinsson
Helgi Hlynur Ásgrímsson
Kristín Ágústsdóttir
Benedikt Jóhannsson
Sandra Konráðsdóttir
Leifur Þorkelsson
Gunnhildur Imsland

 

pdfFundargerð á PDF

HAUST

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir
Bakka 1
765 Djúpavogur
Hafnarbraut 27
780 Höfn
haust@haust.is
474 1235

Search