Fundargerð 8. desember 2020

159. /15. fundur Heilbrigðisnefndar Austurlands
8. desember 2020 kl 9:00

Heilbrigðisnefndarmenn:
Jón Björn Hákonarson
Stefán Bogi Sveinsson
Gunnhildur Imsland
Helgi Hlynur Ásgrímsson
Benedikt Jóhannsson
Sandra Konráðsdóttir
Kristín Ágústdóttir

Starfsmenn:
Leifur Þorkelsson
Lára Guðmundsdóttir

 

Dagskrá:

1 Bókuð útgefin starfsleyfi 916
2 Verkaskipting heilbrigðisnefndar 917
3 Málefni einstakra fyrirtækja / starfstöðva 918
4 Sala matvæla sem framleidd eru í heimahúsum 918
5 Starfsemi HAUST á árinu 919
6 Athugasemdir við stofnsamning HAUST bs. 919
7 Vinna milli funda 919
8 Önnur mál 920

 

1 Bókuð útgefin starfsleyfi

690-691 Vopnafjörður
a) Vopnafjarðarhreppur, kt. 710269-5569. Endurnýjun á starfsleyfi fyrir íþróttahús, líkamsrækt og sólbaðsstofu að Lónabraut 16. Leyfi útgefið 24.11.2020.

700-701 Múlaþing - Fljótsdalshérað
b) Guðni Þórðarson, kt. 120167-3759. Starfsleyfi fyrir litla matvælavinnslu í félagsheimilinu Arnhólsstöðum í Skriðdal. Leyfi útgefið 20.10.2020.
c) Eiðar ehf., kt. 430912-0700. Breyting á starfsleyfi fyrir gististað að Eiðavöllum 6 og Vallnaholti 8. Leyfi útgefið 27.10.2020.
d) Boði Stefánsson, kt. 100562-4059. Endurnýjun á starfsleyfi fyrir meindýravarnir og eyðingu meindýra. Leyfi útgefið 11.11.2020.
e) Múlaþing, kt. 660220-1350. Breyting á starfsleyfi fyrir íþróttamiðstöðina á Egilsstöðum Tjarnarbraut 26, íþróttahús, sundlaug og líkamsrækt. Leyfi útgefið 13.11.2020.
f) Múlaþing, kt. 660220-1350. Endurnýjun á starfsleyfi fyrir félagsmiðstöðina Nýung, Tjarnarlöndum 11. Leyfi útgefið 20.11.2020.
g) Hitaveita Egilsstaða og Fella ehf., 470605-1110. Endurnýjað starfsleyfi fyrir neysluvatnsveitu við Brúarás í Jökulsárhlíð. Leyfi útgefið 1.12.2020.
h) Hitaveita Egilsstaða og Fella ehf., 470605-1110. Endurnýjað starfsleyfi fyrir neysluvatnsveitu á Eiðum. Leyfi útgefið 1.12.2020.
i) Hitaveita Egilsstaða og Fella ehf., 470605-1110. Endurnýjað starfsleyfi fyrir neysluvatnsveitu á Hallormstað. Leyfi útgefið 1.12.2020.
j) Guðmundur Jóhann Guðmundsson, kt. 020766-3609. Endurnýjað starfsleyfi fyrir neysluvatnsveitu að Hjaltastað. Leyfi útgefið 4.12.2020.

710 Múlaþing - Seyðisfjörður
k) LungA Skólinn, kt. 660213-1200. Starfsleyfi fyrir lýðháskóla í Herðubreið. Leyfi útgefið 14.10.2020.

765 Múlaþing – Djúpivogur
l) Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins, kt. 410169-4369. Starfsleyfi fyrir áfengisverslun á Búlandi 1. Leyfi útgefið 12.11.2020.

730 Fjarðabyggð – Reyðarfjörður
m) CF730 ehf., kt. 420419-0820. Tímabundið starfsleyfi fyrir líkamsræktarstöð að Strandgötu 1. Leyfi útgefið 22.10.2020 með gildistíma til 22.1.2021.
n) Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins, kt. 410169-4369. Starfsleyfi fyrir áfengisverslun á Hafnargötu 2. Leyfi útgefið 28.10.2020.
o) Alcoa Fjarðaál sf., kt. 520303-4210. Endurnýjun á starfsleyfi fyrir geymslu á 8000 tonnum á raflausnarefni að Hrauni 10. Leyfi útgefið 20.11.2020.
p) Launafl ehf., kt. 490606-1730. Tímabundið starfsleyfi fyrir niðurrif á byggingarhluta sem inniheldur asbest að Nesgötu 5, 740 Neskaupstað. Gildistími starfsleyfis 2.12.2020 – 2.12.2021.

735 Fjarðabyggð – Eskifjörður
q) Agnieszka Kula, kt. 051178-3359. Starfsleyfi fyrir húðflúrstofu að Strandgötu 50. Leyfi útgefið 16.10.2020.
r) Ingunn Eir Andrésdóttir, kt. 150783-4029. Endurnýjun á starfsleyfi fyrir Snyrtistofu Ingunnar að Strandgötu 26. Leyfi útgefið 17.11.2020.
s) Ásdís Sigurðardóttir kt. 120270-4279. Breyting á starfsleyfi fyrir veitingasölu í skíðaskálanum Oddskarði. Leyfi útgefið 2.12.2020.

740 Fjarðabyggð – Neskaupstaður
t) Héraðsverk ehf., kt. 680388-1489. Starfsleyfi fyrir starfsmannabúðir með mötuneyti við Urðarbotna. Leyfi útgefið 13.11.2020.

750 Fjarðabyggð – Fáskrúðsfjörður
u) Fjarðabyggð, kt. 471098-2099. Starfsleyfi fyrir söfnunarstöð/gámavöll að Nesvegi 13. Leyfi útgefið 28.10.2020.
v) Meta ehf., Kt. 550606-0620. Starfsleyfi fyrir söfnun og flutningi á sérstökum úrgangi og seyru. Starfsstöð: Hlíðargata 16. Leyfi útgefið 28.11.2020.
w) Skeljungur hf., Kt. 590269-1749. Endurnýjun á starfsleyfi fyrir sjálfsafgreiðslu-bensínstöð að Búðavegi 60. Leyfi útgefið 2.12.2020.

755 Fjarðabyggð – Stöðvarfjörður
x) Fjarðabyggð, kt. 471098-2099. Starfsleyfi fyrir söfnunarstöð/gámavöll á Byrgisnesi. Leyfi útgefið 28.10.2020.
780-781 Höfn.
y) Funaborg ehf., kt. 620915-1650. Endurnýjað starfsleyfi fyrir sölu á veitingum að Víkurbraut 2. Leyfi útgefið 9.10.2020.
z) Frá haus að hala ehf., 420307-1600. Starfsleyfi fyrir matvöruverslun með vinnslu að Krossey, Krosseyjarvegi 2. Leyfi útgefið 9.11.2020.
aa) Festivus ehf., kt. 530115-0700. Endurnýjað og breytt starfsleyfi vegna sölu á veitingum að Hafnarbraut 2. Leyfi útgefið 3.12.2020.

Heilbrigðisnefnd staðfestir útgáfu allra ofangreindra starfsleyfa.

2 Verkaskipting heilbrigðisnefndar.

Í kjölfar sameiningar Borgarfjarðarhrepps, Fljótsdalshéraðs, Seyðisfjarðarkaupstaðar og Djúpavogshrepps í Múlaþing urðu mannabreytingar í heilbrigðisnefnd á aðalfundi HAUST þann 28. október sl. og lét þá m.a. Davíð Þór Sigurðarson varaformaður af nefndarsetu. Jón Björn lagði til að Stefán Bogi Sveinson yrði varaformaður í stað Davíðs og var það samþykkt samhljóða.


3 Málefni einstakra fyrirtækja / starfstöðva

3.1 Mjólkursamsalan á Egilsstöðum

Fyrirtækið fékk frest til 1. desember sl. til þess að ljúka framkvæmdum í tengslum við hreinsun fráveituvatns eða leggja fram tímasetta úrbótaáætlun. Í úrbótaáætlun sem barst frá fyrirtækinu þann 24. nóvember sl. kemur m.a. fram að lokahluti framkvæmda hefur tafist nokkuð, m.a vegna þess að ferðalög tæknimanna á milli landa hafa ekki verið möguleg að undanförnu. Þá hafa strangar umgengnisreglur gilt um aðgengi að afurðastöðvum. Einnig hafa orðið tafir á afhendingu á búnaði erlendis frá. Jafnframt kemur fram að áætlanir fyrirtækisins geri ráð fyrir því að úrbótum verði lokið fyrir lok árs 2021 en það ræðst þó af því hver framvinda Covid-19 faraldursins verður.

Heilbrigðisnefnd hefur fullan skilning á ástæðu þeirra tafa sem orðið hafa á lokahluta framkvæmanna og samþykir framlagða úrbótaáætlun. Jafnframt leggur nefndin áherslu á að úrbótum verið lokið svo fljótt sem verða má.

 

3.2 Dagsverk við Vallaveg á Egilsstöðum

Nokkuð hefur verið um kvartanir og ábendingar varðandi umgengni á lóð Dagsverks við Vallaveg að undanförnu. HAUST hefur í tvígang gert athugasemdir við umgengni á lóðinni án sjáanlegra viðbragða frá fyrirtækinu.

Heilbrigðisnefnd veitir fyrirtækinu frest til 1. febrúar 2021 til þess að ljúka upphreinsun á lóðinni eða leggja fram tímasetta úrbótaáætlun. Heilbrigðisnefnd vekur sérstaka athygli á því að mikil og bráð hætta getur skapast í nærliggjandi íbúabyggð ef eldur kemur upp á lóðinni og því þarf að setja upphreinsun á hjólbörðum og öðrum brennanlegum efnum í forgang.

 

3.3 Timburvinnsla Tandrabergs á Eskifirði

Að undanförnu hafa kvartanir og ábendingar borist vegna ryks og reyks frá timburvinnslu Tandrabergs á Eskifirði. Fyrirtækinu var gefinn á kostur á að skila inn úrbótaáætlun fyrir fundinn og barst hún þann 6.desember sl. ásamt greinargerð um framleiðsluferli og vinnslu. Áætlunin gerir ráð fyrir að endurbótum á rykhreinsibúnaði verði lokið í ársbyrjun 2021 og þar með komið í veg fyrir að ryk og sótagnir berist út í umhverfið.

Heilbrigðisnefnd samþykkir úrbótaáætlun Tandrabergs og felur heilbrigðisfulltrúa að staðfesta úrbætur með skoðun fyrir 1. febrúar. Jafnframt samþykkir nefndin að eftirlit með starfseminni fari fram árlega þar til annað verður ákveðið.

 

4 Sala matvæla sem framleidd eru í heimahúsum

Nokkrar ábendingar hafa borist á undanförnum vikum um einstaklinga sem auglýst hafa matvæli framleidd í heimahúsum til sölu á samfélagsmiðlum. HAUST hefur farið þess á leit við viðkomandi að þeir stöðvi starfsemi sína enda er ekki leyfilegt að selja matvæli í eigin hagnaðarskyni nema viðkomandi hafi starfsleyfi frá lögbæru yfirvaldi.

Heilbrigðisnefnd bendir á að samkvæmt ákvæðum reglugerðar nr. 580/2012 (smáræðisreglugerðar) er heimilt að selja matvæli sem framleidd eru í heimahúsum ef starfsemin er ekki samfelld heldur tilfallandi, lýtur ekki sérstöku skipulagi og er ekki rekin í eigin hagnaðarskyni. Gildir þetta til að mynda um tilfallandi fjáröflun frjálsra félagasamtaka. Hins vegar er óheimilt að selja slík matvæli í eigin hagnaðarskyni og áréttar heilbrigðisnefnd að slíka starfsemi skal stöðva þar til viðeigandi leyfa hefur verið aflað.

 

5 Starfsemi HAUST á árinu

Heimsfaraldur Covid-19 hefur sett mark sitt á starfsemi HAUST á árinu 2020 rétt eins og alla heimsbyggðina. Ljóst er að ekki næst að ljúka eftirliti ársins í samræmi við eftirlitsáætlun sem samþykkt var í upphafi árs, bæði vegna þess að starfsemi margra fyrirtækja hefur verið takmörkuð og þá hafa einhverjar starfsstöðvar ekki verið heimsóttar vegna samkomutakmarkana og sóttvarna. Lögð hefur verið áhersla á að taka þau sýni sem áætlað var, sinna kvörtunum og öðrum tilfallandi verkefnum. Það stefnir í að tekjur HAUST skerðist nokkuð miðað við það sem áætlað var en á móti kemur að kostnaður vegna ferðalaga og launa verður lægri en ráð var fyrir gert.

Heilbrigðisnefnd felur framkvæmdastjóra, í samráði við formann og varaformann, að endurmeta íbúaframlag aðildarsveitarfélaganna vegna ársins 2020, með það til hliðsjónar að framlagið standi undir þeim kostnaði sem mælt er fyrir um í lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir.

 

6 Athugasemdir við stofnsamning HAUST bs.

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur látið skoða hvort samningar sem tengjast samvinnu sveitarfélaga sín á milli séu í samræmi við sveitarstjórnarlög nr. 138/2011. Múlaþing hefur komið athugasemdum ráðuneytisins varðandi stofnsamning Byggðasamlags um rekstur Heilbrigðiseftirlits Austurlands á framfæri við HAUST ásamt tillögum verkefnisstjóra sveitarfélagsins að viðbrögðum við athugasemdum.

Heilbrigðisnefnd þakkar framkomnar athugsemdir og tillögur að úrbótum. Framkvæmdastjóra er falið að útfæra tillögurnar nánar, í samráði við formann og varaformann, og senda tillögur að breyttum stofnsamningi til umfjöllunar í aðildarsveitarfélögum og að því loknu til ráðuneytisins.

 

7 Vinna milli funda

Umsagnir um skipulagsmál:
7.1 Umsögn um skipulags- og matslýsingu vegna breytinga á aðalskipulagi Seyðisfjarðarkaupstaðar 2010-2030.

Efnistökusvæði í Stafdal.
7.2 Umsögn um að tillögu að matsáætlun vegna Fjarðarheiðarganga.
7.3 Umsögn um skipulags- og matslýsingu vegna breytinga á aðalskipulagi Seyðisfjarðarkaupstaðar 2010-2030 og gerð deiliskipulags vegna snjóflóðavarna undir Bjólfi.
7.4 Umsögn um tillögu að breytingu á deiliskipulagi miðhluta hafnarsvæðis á Vopnafirði
- Hverfisvernd aflétt af Hafnarbyggð 16 vegna niðurrifs.
7.5 Umsögn um vinnslutillögu vegna breytinga á aðalskipulagi Vopnafjarðarhrepps 2006-2026 og vinnslutillögu vegna nýs deiliskipulags vegna veiðihúss í Ytri-Hlíð.

Aðrar umsagnir:
7.6 Umsögn um ótímabundna undanþágu frá reglugerð nr. 941/2002 um hollustuhætti, að ekki megi hleypa gæludýrum inn á gististaði í flokki II, III og IV – Fosshótel Austfirðir, Fosshótel Vatnajökull og Fosshótel Jökulsárlón.
7.7 Umsögn um frummatsskýrslu vegna 10.000 tonna framleiðslu á laxi í Seyðisfirði.
7.8 Umsögn um fyrirhugaða breytingu á staðsetningu eldissvæða og útsetningaráætlun í Fáskrúðsfirði.
7.9 Umsögn vegna stækkunar á Hótel Blábjörgum, Borgarfirði eystri.
7.10 Umsögn um teikningar af Sköpunarmiðstöðinni, Stöðvarfirði.
7.11 Umsögn um gistihús við Blábjörg í Álftafirði.
7.12 Umsögn um fyrirhugaðar breytingar á Vesturvegi 4 á Seyðisfirði.

 

8 Önnur mál

8.1 Stöðuskýrsla fráveitumála á Íslandi 2018

Drög að stöðuskýrslu, unnin á vettvangi vatnasvæðanefndar, eru tilbúin og voru lögð fram til kynningar.
Innihald skýrslunnar kemur Heilbrigðisnefnd ekki á óvart enda ljóst að mikið verkefni er framundan í fráveitumálum sveitarfélaga og ljóst að það verður ekki leyst nema með aðkomu ríkisvaldsins.

8.2 Umgengni og þrifnaður á starfssvæði HAUST

Nokkur umræða skapaðist um umgengi og þrifnað á svæðinu og aðkomu heilbrigðiseftirlits og sveitarfélaganna að málaflokknum, m.a. í tengslum við hreinsunarátök. Samþykkt að ræða málið frekar á næsta fundi.

Fundi slitið kl. 10:15

Fundargerðin færð í tölvu og send fundarmönnum í tölvupósti til staðfestingar. Fundargerðin verður undirrituð á næsta snertifundi.

Jón Björn Hákonarson
Stefán Bogi Sveinsson
Helgi Hlynur Ásgrímsson
Kristín Ágústsdóttir
Benedikt Jóhannsson
Sandra Konráðsdóttir
Leifur Þorkelsson
Gunnhildur Imsland

 

pdfFundargerð á pdf

HAUST

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir
Bakka 1
765 Djúpavogur
Hafnarbraut 27
780 Höfn
haust@haust.is
474 1235

Search