Fundargerð 3. september 2019

151. / 7. fundur Heilbrigðisnefndar Austurlands
3. september 2019 kl 13:00

Heilbrigðisnefndarmenn:
Jón Björn Hákonarson Davíð Þór Sigurðarson
Kristján Sigurður Guðnason Aðalheiður Borgþórsdóttir (í síma)
Gunnhildir Imsland Helga Hrönn Melsteð
Auður Anna Ingólfsdóttir

Starfsmenn:
Leifur Þorkelsson Lára Guðmundsdóttir
Borgþór Freysteinsson Helga Hreinsdóttir
Dröfn Svanbjörnsdóttir

Dagskrá:

  1. Bókuð útgefin starfsleyfi 888
  2. Málefni einstakra fyrirtækja / starfstöðva 890
  3. Vinna milli funda 891
  4. Ársreikningur 2018 891
  5. Gjaldskrá HAUST 891
  6. Fjárhagsáætlun 2020 891
  7. Starfsmannamál 891
  8. Önnur mál 892

 

1. Bókuð útgefin starfsleyfi

690-691 Vopnafjörður

a) Minjasafnið Burstarfelli kt. 621004-3010. Breyting á starfsleyfi vegna sölu á veitingum og vatnsveitu að Burstarfelli. Leyfi breytt 19.7.2019.
b) Vopnafjarðarhreppur, kt. 710269-5569. Endurnýjað starfsleyfi fyrir áhaldahús sveitarfélagsins að Búðaröxl 5. Leyfi útgefið 31.7.2019.
c) N1 ehf. kt. 411003-3370. Tímabundið starfsleyfi fyrir eldsneytisafgreiðslu að Kolbeinsgötu 35. Leyfi útgefið 1.8.2019 með eins árs gildistíma.
d) Guðrún Anna Guðnadóttir, kt. 220572-7449. Endurnýjun á starfsleyfi fyrir hárgreiðslustofu að Kolbeinsgötu 8. Leyfi útgefið 12.8.2019.
e) Vegagerðin, kt. 680269-2899. Skilyrt starfsleyfi fyrir viðgerðaraðstöðu eigin véla á Búðaröxl 4. Gildistími leyfis 25.8. - 30.11.2019.

701 Fljótsdalshreppur
f) Ferðafélag Fljótsdalshéraðs, kt. 611180-0129. Endurnýjun á starfsleyfi fyrir fjallaskála í Geldingafelli. Leyfi útgefið 14.8.2019.
g) Þ.S. Verktakar ehf. kt. 410200-3250. Tímabundið starfsleyfi fyrir starfsmannaðstöðu og fráveitu á Fljótsdalsheiði við Kröflulínu, norðan þjóðvegar 910. Leyfi útgefið 29.8.2019.

700-701 Fljótsdalshérað
h) Skipalækur ehf., kt. 680606-1610. Breyting á starfsleyfi fyrir sölu á gistingu, einföldum veitingum (morgunverði) og tjaldsvæði að Skipalæk. Leyfi útgefið 25.6.2019.
i) Hestamannafélagið Freyfaxi, kt. 470482-0449. Starfsleyfi fyrir litla vatnsveitu í Stekkhólma. Leyfið gefið út 1.7.2019 með eins árs gildistíma.
j) Næturverk ehf., kt. 600607-2780. Tímabundið starfsleyfi fyrir sölu á gistingu að Teigabóli. Leyfi útgefið 9.7.2019.
k) Rúbín gisting ehf., kt. 460206-0730. Starfsleyfi fyrir sölu á gistingu í sumarhúsi í Eyjólfsstaðaskógi, lóð 3. Leyfi útgefið 11.7.2019.
l) Gestir og Gangandi ehf., kt. 701002-2370. Starfsleyfi fyrir sölu á gistingu að Réttarkambi 7. Leyfi útgefið 12.7.2019.
m) Vök ehf., kt. 680814-0580, Starfsleyfi fyrir baðstað og sölu á veitingum í Vök við Urriðavatn. Leyfi útgefið 18.7.2019.
n) Isavia ohf., kt. 550210-0370. Tímabundið starfsleyfi vegna niðurrifs húsa í Hleinargarði í Hjaltastaðarþinghá. Leyfi útgefið 31.7.2019.
o) Eiðar ehf., kt. 430912-0700. Starfsleyfi fyrir samkomuhús og takmarkaða sölu á veitingum á Eiðavöllum 6, fyrrum barnaskólanum á Eiðum. Leyfi útgefið 1.8.2019.
p) ALP hf. kt. 40400-2290. Breyting á starfleyfi fyrir bón- og bílaþvottastöð, tilfærsla starfseminnar að Ekkjufellsseli. Leyfi útgefið 6.8.2019.
q) Fjalladýrð ehf., kt. 460701-3330. Starfsleyfi fyrir eldsneytisafgreiðslu í Möðrudal. Leyfi útgefið 8.8.2019.
r) Vegagerðin, kt. 680269-2899. Skilyrt starfsleyfi fyrir viðgerðaraðstöðu eigin véla á Smiðjuseli 1 í Fellabæ. Gildistími leyfis 25.8. - 30.11.2019.

710 Seyðisfjörður

s) Húsahótel ehf. kt. 510703-2510. Tímabundið starfsleyfi vegna veitingaölu á Norðursíldarplani dagana 19.-22. júlí 2019 í tengslum LungA 2019. Leyfi útgefið 11.7.2019.
t) Sigurbergur Sigurðsson, kt. 170844-7699. Endurnýjun starfsleyfis fyrir litla steypustöð við Neptún. Leyfi útgefið 1.8.2019.

720 Borgarfjörður eystri

u) Fiskverkun Kalla Sveins ehf., kt. 510602-2340. Starfsleyfi fyrir sölu á gistingu á Borg og Sjávarborg. Leyfi útgefið 12.7.2019.
v) N1 ehf. kt. 411003-3370. Endurnýjað starfsleyfi fyrir eldsneytisafgreiðslu á Bakkaeyri. Leyfi útgefið 19.7.2019.
w) Héraðsverk ehf., kt. 680388-1489. Tímabundið starfsleyfi fyrir starfsmannabúðir við áhaldahús Borgarfjarðahrepps. Leyfi útgefið 6.8.2019.
x) Ferðafélag Fljótsdalshéraðs, kt. 611180-0129. Endurnýjun á starfsleyfi fyrir fjallaskála og litla vatnsveitu í Húsavík. Leyfi útgefið 14.8.2019.
y) Ferðafélag Fljótsdalshéraðs, kt. 611180-0129. Endurnýjun á starfsleyfi fyrir fjallaskála og litla vatnsveitu í Breiðuvík. Leyfi útgefið 14.8.2019.

715 Fjarðabyggð - Mjóifjörður

z) N1 ehf. kt. 411003-3370. Endurnýjað starfsleyfi fyrir eldsneytisafgreiðslu á Brekku. Leyfi útgefið 19.7.2019.

730 Fjarðabyggð – Reyðarfjörður

aa) Samskip hf., kt. 440986-1539. Endurnýjað starfsleyfi fyrir vöruflutningamiðstöð að Hafnargötu 5. Leyfi útgefið 26.6.2019.
bb) East coast rental ehf., kt. 650612-2050. Endurnýjað tímabundið skilyrt starfsleyfi fyrir verkstæðisaðstöðu véla og tæka í eigu rekstraraðila að Nesbraut 10. Leyfi gildir 19.7.2019-30.9.2019.
cc) Þjóðminjasafn Íslands, kt. 710269-2389. Nýtt starfsleyfi fyrir litla vatnsveitu og almenningssalerni við Sómastaði í Reyðarfirði. Leyfi útgefið 30.7.2019.
dd) N1 ehf. kt. 411003-3370. Endurnýjað starfsleyfi fyrir eldsneytisafgreiðslu að Búðargötu 7. Leyfi útgefið 1.8.2019.
ee) Fúsi sértak ehf., kt. 560603-2150. Starfsleyfi til skamms tíma fyrir aðstöðu sandblásturs á lóð Alcoa að Hrauni 7-9. Gildistími leyfis er 20.8.2019-20.9.2019.

735 Fjarðabyggð - Eskifjörður

ff) Útsæðið bæjarhátíð, kt. 540218-0210. Tímabundið starfsleyfi fyrir bæjahátíð á Eskjutúni, Eskifirði 17.8.2019. Leyfi útgefið 7.8.2019.

740 Fjarðabyggð – Neskaupstaður

gg) Bleksmiðjan ehf., kt. 571215-1600. Tímabundið starfleyfi fyrir húðgötun og húðflúr að Egilsbraut 8. Leyfi gildir 10.7.2019.-15.7.2019.
hh) Fjarðabyggð, kt. 471698-2099. Tímabundið starfsleyfi fyrir tjaldsvæði Bökkum. Leyfið gildir 10.7.2019-15.7.2019.
ii) Neistaflug Fjölskylduhátíð, kt. 270766-5609. Tímabundið starfsleyfi fyrir Neistaflug, fjölskylduhátíð í Neskaupstað dagana 2.-8.8.2019. Leyfi útgefið 31.7.2019.

750 Fjarðabyggð – Fáskrúðsfjörður

jj) Guðrún Jónína Heimisdóttir kt. 110669-5699. Breytt starfsleyfi til að reka snyrtistofu, Snyrtistofu Jónínu, Hlíðargötu 25, 750 Fáskrúðsfirði. Leyfi útgefið 11.7 2019.

761 Fjarðabyggð – Breiðdalsvík

kk) Jón B. Stefánsson kt. 311042-3009. Breytt starfsleyfi til að reka hótel og veitingastað, Silfurberg, að Þorgrímsstöðum, 761 Breiðdalsvík. Leyfi útgefið 8.8.2019.

780-785 Hornafjörður

ll) Lambleiksstaðir ehf., kt. 650811-0460. Breyting á starfsleyfi fyrir sölu á gistingu að Lambleiksstöðum. Leyfi útgefið 26.6.2019.
mm) Hörður Þórhallsson, kt. 090389-3119. Starfsleyfi fyrir sölu á einföldum veitingum á Humarhátíð dagana 28-30 júní. Leyfi útgefið 26.6.2019.
nn) Björgunarfélaga Hornafjarðar kt. 640485-0439. Tímabundið starfsleyfi vegna flugeldasýningar að kvöldi 4. ágúst 2019. Leyfi útgefið 10.7.2019.
oo) N1 ehf. kt. 411003-3370. Endurnýjað starfsleyfi fyrir eldsneytisafgreiðslu á Álaugarey. Leyfi útgefið 19.7.2019.
pp) Íslandshótel hf.,kt. 630169-2919. Endurnýjað starfsleyfi vegna sölu á gistingu og veitingum, auk heilsulindar, vatnsveitu og fráveitu í Fosshótel Jökulsárlóni, Hnappavöllum 10, Öræfum. Leyfi útgefið 6.8.2019.
qq) Vatnajökulsþjóðgarður, kt. 441007-0940. Tímabundið starfsleyfi fyrir almenningssalerni að Jökulsárlóni. Leyfi gildir til 1. júlí 2020.
rr) N1 ehf. kt. 411003-3370. Endurnýjað starfsleyfi fyrir eldsneytisafgreiðslu í Fagurhólsmýri, 785 Öræfi. Leyfi útgefið 1.8.2019.
ss) N1 ehf. kt. 411003-3370. Skilyrt starfsleyfi fyrir eldsneytisafgreiðslu á Nesjum, 781 Höfn. Leyfi útgefið 1.8.2019 með eins árs gildistíma.
tt) Ferðafélag Fljótsdalshéraðs, kt. 611180-0129. Endurnýjun á starfsleyfi fyrir fjallaskála í Egilsseli. Leyfi útgefið 14.8.2019.
uu) Litlahorn ehf., kt. 510872-0299. Starfsleyfi fyrir gististað fyrir allt að 14 gesti að Horni. Leyfi útgefið 21.8.2019.
vv) Björn Gísli Arnarson, kt. 050862-3999. Endurnýjað starfsleyfi fyrir eyðingu meindýra. Leyfi útgefið 22.8.2019.

Heilbrigðisnefnd staðfestir útgáfu allra ofangreindra starfsleyfa.

2. Málefni einstakra fyrirtækja / starfstöðva

2.1. Hótel Skaftafell ehf. v umsókn um starfleyfi fyrir endurnýtingu seyru

Umsókn um starfsleyfi fyrir seyrugryfju barst HAUST þann 22.5.sl. Heilbrigðisnefnd gefur ekki starfsleyfi fyrir förgun eða urðun úrgangs, einungis fyrir endurnýtingu og endurvinnslu.
Staðhættir sem vísað er til í umsókninni eru þess eðlis að ekki er augljóst að áform séu um að nýta seyru úr fráveituvirkjum til uppgræðslu. Þrátt fyrir samskipti við aðila og ábendingar um að finna hentugri staði til geymslu og vinnslu seyru hafa ekki borist frekari gögn frá umsækjanda.
Heilbrigðisnefnd hafnar umsókn Hótels Skaftafells ehf. um starfsleyfi fyrir rekstri seyrugryfju skv. fram lögðum gögnum.

2.2. Rósaberg ehf. Hornafirði

Samkvæmt úrbótaáætlun sem fyrirtækið lagði fram í lok árs 2018 átti úrbótum varðandi mengunarvarnir, þar á meðal olíuskilju og rotþró að vera lokið í júní 2019. Í eftirlitsskýrslu sem unnin var í kjölfar eftirlitsferðar þann 25. júní sl kom í ljós að eftirlitsáætluninni hafði ekki verið fylgt og gerðar voru athugsemdir m.a. við mengunarvarnir og fráveitu. Fyrirtækinu var gefin kostur á að koma á framfæri upplýsingum varðandi rotþró og olíuskilju fyrir lok ágúst. Engin viðbrögð hafa enn borist frá fyrirtækinu.
Heilbrigðisnefnd átelur fyrirtækið vegna vanefnda á eigin úrbótaáætlun. Samþykkt að veita fyrirtækinu frest til 1. desember nk. til að gera nauðsynlegar úrbætur eða leggja fram nýja úrbótaáætlun. Hafi ekki verið brugðist við á fullnægjandi hátt fyrir þann tíma mun Heilbrigðisnefnd Austurlands íhuga að grípa til þvingunarúrræða í samræmi við 60. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir.

 

3. Vinna milli funda

Umsagnir um skipulagsmál
a) Umsögn um deiliskipulagstillögu fyrir Grund-Stuðlagil í Jökuldal

Aðrar umsagnir
b) Umsögn til Skipulagsstofnunnar um fyrirhugaða strenglagningu um Austdal í Seyðisfirði
c) Umsögn til Skipulagsstofnunnar um tillögu að matsáætlun vegna efnistöku í Hellisfirði í Norðfjarðarflóa

4. Ársreikningur 2018

Drög að ársreikningi vegna ársins 2018 liggja fyrir og eru lögð fram til kynningar. Niðurstaðan er í samræmi við fjárhagsáætlun ársins.

5. Gjaldskrá HAUST

Framkvæmdarstjóri fer yfir gjaldskrána og leggur til ákveðnar breytingar á henni.
Framkvæmdarstjóra og staðgengli hans falið að ljúka vinnu við gjaldskrárgerð í samræmi við framlagaðar tillögur og umræður á fundinum.

6. Fjárhagsáætlun 2020

Drög að fjárhagsáætlun ársins 2020 lögð fram. Framkvæmastjóra og staðgengli hans falið að vinna endanlega áætlun til afgreiðslu á næsta fundi.

7. Starfsmannamál

Helga Hreinsdóttir hefur sagt upp störfum og gerir ráð fyrir að láta af störfum í lok október. Elínborg Sædís Pálsdóttir hefur verið ráðin í afleysingar til ársloka 2019.

8. Önnur mál

a) Breyting á matvælalögum í samráðgátt
b) Reglugerð um skráningarskyldu er í undirbúningi
c) El Grilló

Heilbrigðiseftirliti Austurlands hafa í sumar borist ábendingar, fyrirspurnir og kvartanir vegna olíumengunar úr flaki El Grilló sem liggur á botni Seyðisfjarðar. Talið er að um það bil 14 tonn af olíu hafi orðið eftir um borð í flakinu þegar hreinsunarátaki sem ráðist var í árið 2001 lauk. Það er árviss viðburður síðsumars að vart verði við olíumengun í Seyðisfirði sem að öllum líkindum má rekja til El Grilló.
Heilbrigðisnefnd lýsir yfir áhyggjum af ástandinu og hvetur til þess að kannað verði hvort unnt sé að fara í frekari aðgerðir sem miða að því að fjarlægja olíu úr flakinu og koma þar með í veg fyrir að olía berist frá flakinu og útí lífríki fjarðarins.

Fundi slitið kl.14:30

Fundargerðin færð í tölvu og send fundarmönnum í tölvupósti til staðfestingar. Fundargerðin verður undirrituð á næsta snertifundi.

Jón Björn Hákonarson
Davíð Þór Sigurðarson
Gunnhildur Imsland
Kristján Sigurður Guðnason
Auður Anna Ingólfsdóttir
Aðalheiður Borgþórsdóttir
Leifur Þorkelsson
Helga Hrönn Melsteð

pdfFundargerð 151 á pdf

HAUST

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir
Bakka 1
765 Djúpavogur
Hafnarbraut 27
780 Höfn
haust@haust.is
474 1235

Search