Fundargerð 8. febrúar 2017

133. / 16. fundur Heilbrigðisnefndar Austurlands 
haldinn símleiðis 8. febrúar 2017 

Heilbrigðisnefndarmenn: 

Jón Björn Hákonarson
Árni Kristinsson
Gunnhildur Imsland
Andrés Skúlason
Sandra Konráðsdóttir
Benedikt Jóhannsson
Kristín Ágústsdóttir 

Starfsmenn: 

Helga Hreinsdóttir
Leifur Þorkelsson 


Dagskrá: 

  1. Bókuð útgefin starfsleyfi  804 
  2. Málefni einstakra fyrirtækja / starfsstöðva  806
    2.1. N1 bensístöð á Egilsstöðum 806
    2.2. Olíuverzlun Íslands bensínstöðvar í Fellum og á Höfn   806
    2.3. Fellabakstur ehf.   807
    2.4. Bensístöð Fjalladýrðar ehf. í Möðrudal   807
    2.5. Rarik ohf., olíutankar við, varaaflsstöð að Stekkjargötu 6 í Neskauptað  807
    2.6. Mjólkursamsalan ehf. (MS) á Egilsstöðum . 807
    2.7. Hringrás hf. Hjallaleiru Reyðarfirði  808
    2.8. Íslandshótel hf., v/ Fosshótel Jökulsárlón   808
    2.9. VHE steypueiningaverksmiðja, Pálshöfða í Fellum   808
    2.10. CF Austur      808
    2.11. Heitir pottar     808 
  3. Vinna milli funda       809 
  4. Heimasíða HAUST – upplýsingagjöf      809 
  5. Erindi    810 
  6. Nýjar reglur um gististaði    810 
  7. Starfsmannamál         810 
  8. Önnur mál        810
    8.1. Fundadagatal 2017  810
    8.2. Gistibílar á almannafæri 810
    8.3. Matarsjúkdómur  811
    8.4. Brauðbarir  811 

 

1. Bókuð útgefin starfsleyfi 

700-701 Fljótsdalshérað 

a) Skógræktin, kt. 590269-3449. Tímabundið starfleyfi fyrir þrettándabrennu á Atlavíkurkletti 6.1.2017. Leyfi útgefið 5.1.2016.

b) LMOJ ehf., kt. 511115-3290. Nýtt starfsleyfi fyrir sölu gistingar að Fagradalsbraut 9 efri hæð. Leyfi útgefið 12.1.2017. 

c) Nanna Ármannsdóttir, kt. 140877-3449. Nýtt starfleyfi vegna sölu á íbúðagistingu á Árskógum 1a, íbúð 010102. Leyfi útgefið 13.1.2017. 

d) Austri, brugghús ehf., kt. 590515-3290. Starfsleyfi fyrir bjórgerð að Fagradalsbraut 25. Leyfi útgefið 17.1.2017. 

e) Óskar Smári Haraldsson, kt. 220392-3179. Nýtt starfsleyfi vegna heimagistingar að Smárahvammi 3 í Fellum. Leyfi útgefið 17.1.2017. 

f) Kolbrún Sigurðardóttir, kt. 291146-3769. Nýtt starfsleyfi vegna heimagistingar að Grund á Jökuldal. Leyfi útgefið 27.1.2017. 

710 Seyðisfjörður 

g) Íslenska Gámafélagið ehf., kt. 470596-2289. Starfsleyfi fyrir rekstri gámavallar sem áður var á ábyrgð Seyðisfjarðarkaupstaðar fært yfir á Íslenska Gámafélagið og leyfið takmarkað við Fjarðargötu 3. Breyting gerð 30.12.2016. 

h) Síldarvinnslan hf., kt. 570269-7479. Starfsleyfi fyrir fiskvinnslu að Hafnargötu 47, sem áður var á ábyrgð Gullbergs ehf. fært yfir á Síldarvinnsluna hf. Breyting gerð 12.1.2017. 

i) María G. Jósepsdóttir, kt. 240688-3369. Nýtt starfsleyfi vegna sölu heimagistingar að Botnahlíð 33. Leyfi útgefið 21.1.2017. 

730 Fjarðabyggð - Reyðarfjörður 

j) Krónan ehf., kt. 711298-2239. Starfsleyfi fyrir matvöruverslun að Hafnargötu 2. Leyfi útgefið 8.12.2016. 

k) Fjarðabyggð, kt. 470698-2099. Tímabundið starfsleyfi til að rífa mannvirki, fyrrverandi verkstæði að Strandgötu 7 á Reyðarfirði. Leyfi útgefið 19.12.2016 með gildistíma til 31.1.2017. 

l) Fjarðabyggð, kt. 470698-2099. Framlengt starfsleyfi, sem áður var gefið út í des. sl. þ.e. tímabundið leyfi til niðurrifs fyrrverandi verkstæðis að Strandgötu 7. Leyfi útgefið 6.2. með gildistíma til 27.2.2017 

m) Geskur ehf., kt. 531216-0320. Starfsleyfi fyrir sölu á veitingum úr fullbúnu eldhúsi og veitingasal fyrir allt að 25 gesti að Búðareyri 28 á Reyðarfirði (gamli Shell skálinn). Leyfi útgefið 13. janúar 2017. Fengu einnig tóbakssöluleyfi, gefið út 13. janúar 2017. 

735 Fjarðabyggð - Eskifjörður 

n) Mjóeyri ehf., kt.680502-2930. Breyting á starfsleyfi vegna morgunverðareldhúss. Leyfi útgefið 16.12.2016. 

o) Fjarðabyggð, kt. 470698-2099. Starfsleyfi fyrir vatnsveitu í Oddsskarði. Leyfi útgefið 14.1.2017. 

p) Austurríki ehf., kt. 570102-2570. Breyting að starfsleyfi vegna veitingasölu í skíðamiðstöðinni Oddsskarði. Leyfi útgefið 14.1.2017. 

740 Fjarðabyggð - Norðfjörður 

q) Vilborg Stefánsdóttir, kt 270461-5819. Starfsleyfi vegna sölu á heimagistingu að Þiljuvöllum 21 í Neskaupsstað. Leyfi útgefið 22.12.2016. 

r) Snyrtistofan Alda, kt. 090382-3149. Starfsleyfi fyrir snyrtistofu að Hafnarbraut 4 í Neskaupsstað. Starfsleyfi útgefið 16.1.2017. 

750 Fjarðabyggð – Fáskrúðsfjörður 

s) Fjarðabyggð kt. 470698-2099. Tímabundið starfsleyfi fyrir árlegri áramótabrennu við vesturenda flugbrautar á Fáskrúðsfirði. Starfsleyfi gildir árin 2016 til 2020. Leyfi gefið út 18.12. 2016. 

755 Fjarðabyggð-Stöðvarfjörður 

t) Skemmtifélag Stöðvarfjarðar, kt. 620211-2490. Starfsleyfi/tímabundið vegna Hjónaballs Stöðvarfjarðar 2016 þann 5.11.2016. Leyfið gefið út 17.10.2016 

u) Fjarðabyggð, kt. 470698-2099 Tímabundið starfsleyfi fyrir árlegri áramótabrennu í Byrgisnesi, Stöðvarfirði. Starfsleyfi gildir árin 2016 til 2020. Leyfi gefið út 18.12. 2016 

760 Breiðdalsvík 

v) Þröstur Arnar Sigurvinsson, kt. 080775-5049. Nýtt starfsleyfi fyrir heimagistingu að Þverhamri, 760 Breiðdalsvík. Leyfi gefið út 17.10.2016. 

w) Breiðdalsbiti ehf., kt. 690816-0670. Nýtt starfsleyfi fyrir lítilli matvælavinnslu í Veiðihúsinu Eyjum, 760 Breiðdalsvík. Leyfi gefið út 1.2.2017. 

765 Djúpivogur 

x) Djúpavogshreppur, kt. 570992-2799 Tímabundið starfsleyfi fyrir árlegri áramótabrennu á Háaurum, Djúpavogi og þrettándabrennu í Blá. Starfsleyfið gildir árin 2016 til 2020. Leyfi gefið út 18.12. 2016. 

y) Austurbrú ses., kt. 640512-0160. Starfsleyfi fyrir Fræðslustarfsemi í Djúpinu (Sambúð) Mörk 12, 765 Djúpavogi. Leyfi gefið út 20.1. 2017 

z) Stefanía Hannesdóttir, kt. 100653-4869. Nýtt starfsleyfi fyrir heimagistingu að Borgarlandi 32 a, 765 Djúpavogi. Leyfi gefið út 1.2.2017 

780-785 Hornafjörður

aa) Elín Ýr Sigurbjörnsdóttir, kt. 250592-3299. Starfsleyfi fyrir heimagistinguHraunhól 7 í Nesjum. Leyfi útgefið 12.12.2016. 

bb) Stefanía A. Sigurjónsdóttir, kt. 080181-3379. Nýtt starfsleyfi fyrir heimagistingu að Bogaslóð 6. Leyfi útgefið 16.12.2016. 

cc) Íslandshótel hf., kt. 630169-2919. Endurnýjað starfsleyfi fyrir Fosshótel Jökulsárlón Hnappavöllum 10. Leyfi útgefið 23.12.2016. 

dd) Fjölnir Torfason, kt. 011052-2749. Breyting á starfsleyfi fyrir Ferðaþjónustuna Hala í Suðursveit.  Fellt niður leyfi fyrir sölu gistingar í sumarhúsi en bætt við leyfi til að selja gistingu í nýbyggingu við sveitahótelið Steinstún. Leyfi breytt 27.12.2016. 

ee) Bryndís Flosadóttir, kt. 130238-7699. Nýtt starfsleyfi vegna heimagistingar að Hæðagarði 6. Leyfi útgefið 4.1.2017. 

ff) Ólöf Gísladóttir, kt. 090960-7769. Nýtt starfsleyfi fyrir sölu á gistingu á einkaheimili, Hrísbraut 2. Leyfi útgefið 6.1.2017. 

gg) Höfn gistiheimili ehf., kr. 521216-0850. Breyting á starfsleyfi, þ.e. starfsleyfið var áður skráð á Mikley ehf. v. reksturs gistiheimilis að Hafnarbraut 21. Leyfi breytt 10.1.2017. 

hh) Halldóra Jónsdóttir, kt. 110273-5769. Nýtt starfsleyfi vegna heimagistingar að Miðtún 12, 780 Höfn í Hornafirði. Leyfi útgefið 10.1.2017. 

ii) Heiðveig M. Jónsdóttir, kt. 110165-5369. Lítilsháttar breyting á starfsleyfi vegna heimagistingar að Hæðagarði 17 gerð 26.1.2017. 

Heilbrigðisnefnd staðfestir útgáfu allra ofangreindra starfsleyfa. 

 

2. Málefni einstakra fyrirtækja / starfsstöðva 

2.1. N1 bensístöð á Egilsstöðum 

Fyrirtækinu var gert að leggja fram greinargerð vegna olíusmits í jarðvegi við afgreiðsludælur. Með bréfi dags. 31.1. sl. gerir fyrirtækið grein fyrir áformum um úrbætur 

Að mati starfsmanna HAUST er sú lausn sem fyrirtækið leggur til fullnægjandi. 

Heilbrigðisnefnd samþykkir framlagða úrbótaáætlun en gerir kröfu um að lagfæringum skv. henni verði lokið fyrir 31.8.2017. 

2.2. Olíuverzlun Íslands bensínstöðvar í Fellum og á Höfn 

Fyrirtækið hefur sent drög að verkáætlun sem gera ráð fyrir því að í ár verði ráðist í úrbætur á starfsstöðvum þess á Höfn og í Fellabæ. Nákvæmri verkáætlun er væntanleg í byrjun mars. 

Heilbrigðisnefnd fagnar því að nauðsynlegar úrbætur skuli vera áformaðar og felur starfsmönnum að ganga eftir því að úrbótum verið lokið fyrir 1.10.2017.

2.3. Fellabakstur ehf. 

Með bréfi dags. 12.12.2016 var fyrirtækinu veittur frestur til 1.2.2017 til þess að bregðast við athugasemdum varðandi merkingar á framleiðsluvörum sínum. Í eftirfylgniferð í fyrirtækið þann 6.2.2017 hafði verið brugðist við á fullnægjandi hátt að mati HAUST. 

Lagt fram til kynningar 

2.4. Bensístöð Fjalladýrðar ehf. í Möðrudal 

Á fundi síðasta fundi Heilbrigðisnefndar Austurlands þann 7.12. 2016 var bókað 

Heilbrigðisnefnd felur starfsmönnum að senda rekstraraðila bréf þar sem kynnt eru áform um að fella niður starfsleyfi fyrirtækisins skv. ákvæðum laga 7/1998. Andmælafrestur verði veittur til 31. janúar 2017. 

Áform heilbrigðisnefndar um afturköllun starfsleyfis voru kynnt rekstraraðila í bréfi dags. 12.12. 2016. Í samræmi við stjórnsýslulög nr. 37/1993 var veittur frestur til andmæla til 31.1. 2017. 

Formleg andmæli bárust ekki frá rekstararaðila en í tölvupósti þann 31.1.2017 var upplýst um að bensínstöðin hefði ekki verið í rekstri síðan í haust og að unnið væri að endurbótum á henni. Til stæði að kalla fulltrúa HAUST til úttektar á stöðinni þegar endurbótum væri lokið. 

Heilbrigðisnefnd samþykkir að fella niður starfsleyfi fyrir bensínafgreiðslu í Möðrudal. Jafnframt gerir nefndin ráð fyrir því að sótt verið um starfsleyfi fyrir endurbætta bensínafgreiðslu í Möðrudal á næstu vikum. 

2.5. Rarik ohf., olíutankar við, varaaflsstöð að Stekkjargötu 6 í Neskauptað 

Í kjölfar síðasta fundar Heilbrigðisnefndar Austurlands þann 7.12.2016 var fyrirtækinu sent bréf þar sem kynnt voru áform um að áminna fyrirtækið þar sem greinargerð varðandi endurnýjun olíutanka hafði ekki verið lög fram. Frestur til andmæla var veittur til 31.1.2017 

Í svari frá Rarik sem barst í tölvupósti þann 16.12.2016 kom fram að áætlanir fyrirtækisins miða að því nýir tankar verið teknir í notkun á fyrsta ársfjórðungi ársins 2017, jafnframt kemur fram að óvissa sé um hvort eldri tankar verði fjarlægðir þar sem engin viðbrögð hafa borist frá eiganda þeirra varðandi ósk Rarik þar um. 

Heilbrigðisnefnd samþykkir að veita Rarik lokafrest til 1.4.2017 til þess að hætta notkun tankanna og gera þá hættulausa í samræmi við 26. gr. reglugerð nr. 35/1994 um varnir gegn olíumengun frá starfsemi í landi. Jafnframt vill nefndin benda á að það er á ábyrgð starfsleyfishafa í þessu tilfelli Rarik ohf. að haga starfsemi sinni í samræmi við gildandi lög og reglugerðir. 

2.6. Mjólkursamsalan ehf. (MS) á Egilsstöðum 

Í kjölfar síðasta fundar Heilbrigðisnefndar Austurlands þann 7.12.2016 var fyrirtækinu sent bréf þar sem kynnt voru áform um að áminna fyrirtækið þar sem ekki höfðu borist niðurstöður úr sýnatöku á fráveituvatni. Frestur til andmæla var veittur til 31.1.2017 

Niðurstöður sýnatöku höfðu ekki borist fyrir fund nefndarinnar. Formleg andmæli bárust ekki frá fyrirtækinu 

Í samræmi við 26.gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir samþykkir Heilbrigðisnefnd Austurlands að veita Mjólkursamsölunni ohf. kt. 540405-0340 áminningu og frest til 28.2 2017 til þess að skila inn áðurnefndum niðurstöðum. 

2.7. Hringrás hf. Hjallaleiru Reyðarfirði 

Í kjölfar eftirlits þann 15.12.2016 var fyrirtækinu gert að hætta móttöku efnis og það krafið um úrbótaáætlun. Bréfið er dags. 20.12.2016. 

Úrbótaáætlun barst 25.1 2017 og gerir hún ráð fyrir að vinnu við flokkun og pressun efnis verði lokið fyrir 31.3.2017. Í framhaldi af því verði tekin ákvörðun um hvernig staðið verði að áframhaldandi rekstri 

Heilbrigðisnefnd samþykkir áætlun fyrirtækisins um úrbætur. Á meðan unnið er skv. úrbótaáætlun er fyrirtækinu ekki heimilt að taka á móti efni nema með samþykki heilbrigðisnefndar. 

2.8. Íslandshótel hf., v/ Fosshótel Jökulsárlón 

Erindi barst frá fyrirtækinu þann 15.12.2016 með beiðni um frekari fresti til að koma fráveitumálum í rétt horf. Framkvæmdastjóri, formaður og varaformaður samþykktu að gefa út starfsleyfi til 12 ára með fyrirvara um samþykki Heilbrigðisnefndar: 

Þann 1.2.2017 tilkynnti fyrirtækið að skólphreinsistöð við hótelið væri tilbúin og komin í rekstur. 

Heilbrigðisnefnd staðfestir ákvörðun framkvæmdastjóra, formanns og varaformanns um útgáfu starfsleyfis og felur starfsmönnum að staðfesta virkni stöðvarinnar 

2.9. VHE steypueiningaverksmiðja, Pálshöfða í Fellum 

Krafa gerð um úrbætur á lóð, tiltekt og förgun úrgangs sem og lagfæringar á fráveitumálum frá fyrirtækinu. Frestur veittur til 15.6.2017. 

Framkvæmdastjóri gerir grein fyrir málinu. 

Heilbrigðisnefnd staðfestir gerðar kröfur og veittan frest. 

2.10. CF Austur 

Á síðasta fundi Heilbrigðisnefndar Austurlands var bókað: 

Fyrirtækinu er gefinn kostur á að ljúka framkvæmdum skv. fram settum kröfum og leggja fram gögn þar um fyrir 31. janúar 2017. Verði það ekki búið mun heilbrigðisnefnd íhuga að fella niður starfleyfið eða stöðva starfsemina. 

Heilbrigðisnefnd felur starfsmönnum að óska eftir umsögn byggingafulltrúa um húsnæði fyrirtækisins. 

Þann 31.1. barst staðfesting frá byggingarfulltrúa um að byggingarleyfi hafi verið samþykkt og að rýmið sé í samræmi við samþykkta teikninu og breytta notkun þess. Einnig liggja fyrir gögn frá rekstaraðila sem sýna að útbótum á húsnæðinu hefur verið lokið. 

Heilbrigðisnefnd fagnar þessum málalokum og felur starfsmönnum að staðfesta úrbætur. 

2.11. Heitir pottar 

Þrjú fyrirtæki í ferðaþjónustu eru með heita potta sem ekki eru með lokuð hringrásarkerfi og klórun. Í öllum tilfellum er vilji hjá fyrirtækjunum til að hafa vatnið sem náttúrulegast og án klórs. Sýnatökur hafa leitt í ljós of mikinn fjölda gerla m.v. ákvæði reglugerðar nr. 814/2010 um hollustuhætti á sund- og baðstöðvum og í engu tilfellanna er hægt að skilgreina pottana sem náttúrulaugar. 

Heilbrigðisnefnd felur starfsmönnum að ganga fast eftir áformum um úrbætur og gera gein fyrir málunum á næsta fundi. 

 

3. Vinna milli funda 

  • Umsögn um verkefnislýsingu skipulagsgerðar vegna tillögu um breytingu á aðalskipulagi Borgarfjarðarhrepps 2006-2016 
  • Umsögn um deiliskipulagstillögur HSSA og S3 – austan Vesturbrautar á Höfn í Hornafirði 
  • Umsögn um breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs vegna athafna og þjónustusvæðis við Egilsstaðaflugvöll 
  • Umsögn um drög að samþykkt um meðhöndlun úrgangs á Fljótsdalshéraði og drög að gjaldskrá um meðhöndlun og förgun úrgangs á Fljótsdalshéraði  
  • Umsagnir til sýslumanna v/þorrablóta 
    • Þorrablótsnefnd Eskifjarðar í Valhöll Eskifirði 
    • Þorrablótsnefnd Reyðarfjarðar í Íþróttahúsi Reyðafjarðar 
    • Þorrablótsnefnd Eiða og Hjaltastaðaþinghár í Barnaskólanum Eiðum 
    • Þorrablótsnefnd Fljótsdalshrepps í Végarði 
    • Varðandi þorrablót Valla og Skóga á Iðavöllum 
    • Þorrablótsnefnd Fella í fjölnotasal íþróttahússins í Fellum 
    • Þorrablót Egilsstaða í íþróttahúsinu á Egilsstöðum 
    • Þorrablótsnefnd Seyðisfjarðar í íþróttahúsinu á Seyðisfirði 
    • Þorrablótsnefnd Hornfirðinga í íþróttahúsinu á Höfn 
    • Þorrablót í Mánagarði í Nesjum 
    • Þorrablót Kvenfélags Hróarstungu í Tungubúð 
    • Þorrablóts Skriðdælinga á Arnhólsstöðum 
    • Góuhóf í Hofgarði 
    • Góu gleði í Brúarási 

 

4. Heimasíða HAUST – upplýsingagjöf 

Á seinasta fundi Heilbrigðisnefndar var fjallað um fjölmiðlaumfjöllun og brotalamir í eftirliti. Þá var eftirfarandi bókað: 

Heilbrigðisnefnd Austurlands telur umfjöllun fjölmiðla nýverið um skilvirkni eftirlits og almennar kröfur um gegnsærri upplýsingastefnu stofnanna réttmæta og sú gagnrýni sem komið hefur fram hljóti að vekja alla eftirlitsaðila til umhugsunar um bætt vinnubrögð í þágu neytenda. Heilbrigðisnefnd telur því ástæðu til að fara yfir þau tæki og tól sem kunna að vera til þess fallin að skerpa á verklagi innan Heilbrigðiseftirlits Austurlands. Skoðað verði þar á meðal að virkja heimasíðu HAUST til frekari upplýsingagjafar. Málið verði tekið til frekari umræðu og kynningar á næsta fundi nefndarinnar. 

Á starfsmannafundi 24.1.sl. var m.a. rætt um málið og lögð fram eftirfarandi tillaga um aukna virkni heimasíðu HAUST: 

Neysluvatn: Tillaga um að birta niðurstöður reglubundinna sýna frá opinberum vatnsveitum sem og endurtökusýni ef taka þarf slík. Birta einnig niðurstöður heildarsýna fyrir sömu vatnsveitur. 

Sjór og vötn: Tillaga um að birta niðurstöður rannsókna á sýnum sem tekin eru til að kanna hreinleika sjávar v. saurmengunar. 

Umræður urðu um birtingu annarra rannsóknaniðurstaðna, lista yfir starfsleyfishafa, lista yfir fyrirtæki sem hlutu eftirlit milli funda, birtingu eftirlitsskýrsla og fleira. 810 

Heilbrigðisnefnd samþykkti ofangreindar tillögur starfsmanna um birtingu og vísar áframhaldandi umræðum um meiri virkni heimasíðunnar til næsta fundar. 

 

5. Erindi 

Afrit af bréfi UAR til UST dags. 16.1.2017. Óskað er umsagnar UST um beiðni Fiskeldis Austfjarða um mega hafa tvær kvíar utan gildandi landamarka tímabundið. 

Heilbrigðisnefnd mælir með því að fyrirtækjum verði gert að starfa innan ákvæða starfsleyfa og að undanþágur skuli vera í algeru lágmarki.. Einnig telur nefndin mikilvægt að ríkisstofnanir upplýsi viðkomandi sveitarfélög um mál sem snerta hagsmuni þeirra þótt viðkomandi starfsemi sé utan skipulagsmarka sveitarfélagsins. 

Benedikt víkur af fundi 

 

6. Nýjar reglur um gististaði 

Ný lög um gististaði, veitingastaði og skemmtanahald tóku gildi um áramót og nú hefur einnig tekið gildi reglugerð nr. 1277/2016. Talsverð umræða hefur verið um framkvæmd enda um tilflutning verkefna og breytingu að ræða. 

Frestað til næsta fundar. 

 

7. Starfsmannamál 

Dröfn Svanbjörnsdóttir hefur tilkynnt áform um að taka 12 mánaða barneignaleyfi frá 1.júní 2017. Óskað er eftir heimild frá Heilbrigðisnefnd til að auglýsa eftir afleysingu. 

Heilbrigðisnefnd óskar Dröfn alls góðs og felur framkvæmdastjóra og staðgengli að auglýsa eftir starfsmanni eða starfsmönnum til að leysa af. 

 

8. Önnur mál 

8.1. Fundadagatal 2017 

Tillaga um að funda á miðvikudögum skv. eftirfarandi: 

  • 5.4. snertifundur 
  • 17.5. símafundur 
  • 28.6. símfundur 
  • 6.9 símfundur 
  • 18.10 snertifundur 
  • 1.11 aðalfundur 
  • 29.11. símfundur 

8.2. Gistibílar á almannafæri 

Hópur aðila í ferðaþjónustu ásamt nokkrum sveitarfélögum hafa fundað í tvígang um leiðir til að draga úr fjölda gistibíla sem lagt er yfir nótt á svæðum sem ekki eru til þess ætluð. Sem hluti af vinnunni er lagt til að ákvæði í nýjum náttúruverndarlögum verði fellt inn í lögreglusamþykktir sveitarfélaganna.

„Eigi má gista í tjöldum, húsbílum, hjólhýsum og tjaldvögnum á almannafæri í þéttbýli utan sérmerktra svæða. Ofangreint á einnig almennt við um gistingu á almannafæri innan marka sveitarfélagsins. Óheimilt er að hafa gistingu í tjaldvögnum, fellihýsum, hjólhýsum, húsbílum og öðrum sambærilegum búnaði utan skipulagðra tjaldsvæða og þéttbýlis nema leyfi landeiganda lands komi þar til, sbr. lög um náttúruvernd nr. 60/2013 með síðari breytingum.” 

Á vegum Austurbrúar er nú unnið að textagerð og tillögum að auglýsingum og bæklingum. 

Heilbrigðisnefnd fagnar þessu átaki og hvetur öll sveitarfélög á starfssvæðinu til að taka þátt í verkefninu. 

8.3. Matarsjúkdómur 

Starfsmenn greina frá vinnu í kjölfar tilkynningar sem barst vegna gruns um matarborinn sjúkdóm. Fyrirtækið sem um ræðir tók málið föstum tökum og með sýnatökum var hægt að rekja orsök eitrunarinnar. Verkferlar innan fyrirtækisins hafa verið yfirfarnir og endurbættir í kjölfarið. 

8.4. Brauðbarir 

Drög að viðmiðunarreglum Matvælastofnunar, um sjálfsafgreiðslu á óvörðu brauðmeti voru lögð fram til kynningar. 

Fundi slitið kl. 10:40 

Fundargerðin færð í tölvu og send fundarmönnum í tölvupósti til staðfestingar. Gerðin verður undirrituð á næsta snertifundi. 

Jón Björn Hákonarson
Árni Kristinsson
Gunnhildur Imsland
Andrés Skúlason
Sandra Konráðsdóttir
Benedikt Jóhannsson
Kristín Ágústsdóttir
Helga Hreinsdóttir
Leifur Þorkelsson 

pdf Fundargerðin á pdf

HAUST

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir
Bakka 1
765 Djúpavogur
Hafnarbraut 27
780 Höfn
haust@haust.is
474 1235

Search