Fundargerð 29. júní 2016

130. / 12. fundur Heilbrigðisnefndar Austurlands
haldinn símleiðis 29. júní 2016 

Heilbrigðisnefndarmenn:

Jón Björn Hákonarson
Árni Kristinsson
Lovísa Rósa Bjarnadóttir
Andrés Skúlason
Kristín Ágústsdóttir
Benedikt Jóhannsson

Sandra Konráðsdóttir var í fríi.

Starfsmenn: 

Helga Hreinsdóttir
Leifur Þorkelsson

Dagskrá:

 1. Bókuð útgefin starfsleyfi     784
 2. Bókuð útgefin tóbakssöluleyfi    786
 3. Málefni einstakra fyrirtækja / starfsstöðva. 786
  3.1 Tillaga um útgáfu starfsleyfa í skertan tíma.786
  3.2 Olís Hestgerði 786
 4. Opinbert eftirlit með framleiðslu matjurta flyst frá Matvælastofnun til heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga  787
 5. Erindi og bréf  787
  5.1 Samþykkt um þrifnað og hreinlæti utandyra. 787
 6. Fráveitusamþykkt Fljótsdalshéraðs. 788
 7. Starfsmannamál  788
 8. Verklag vegna tímabundinna starfsleyfa. 788
 9. Önnur mál   788
  9.1 Samstarfsverkefni HES og UST – þrif í leik og grunnskólum... 788
  9.2 Fyrirspurnir frá nefndarmönnum... 789
  9.3 Næstu fundir  789

1. Bókuð útgefin starfsleyfi  

700-701 Fljótsdalshéra

a) Víðilækur ehf., kt. 640605-2190. Nýtt starfsleyfi vegna sölu á heimagistingu að Sólbrekku 16. Ábyrgðaraðili: Sveindís Bj. Gunnarsdóttir, kt. 040863-7619.  Leyfi útgefið 25.5.2016.

b) Ásta Jóna Guðmundsdóttir, kt. 041159-3759.  Nýtt starfsleyfi vegna sölu á gistingu í íbúð 102, Miðgarði 6.  Leyfi útgefið 26.5.2016.

c) Helgi Hjálmar Bragason, kt. 220872-4169.  Nýtt starfsleyfi fyrir sölu gistingar á efri hæð eldra hússins á Setberg í Fellum.  Leyfi útgefið 29.5.2016.    

d) Norðurbik ehf., kt. 410704-2260. Starfsleyfi fyrir færanlega malbikunarstöð í Selhöfða á lóð Þórfells ehf., Ekkjufellsseli nr. 7 í Fellum. Leyf gildir frá 1.6. 2016 til 1.8.2016.

e) Jón Hávarður Jónsson, kt. 171157-3829. Nýtt starfsleyfi fyrir sölu á gistingu í íbúð að Selási 10 fyrir allt 6 gesti. Leyf útgefið 15.6.2016.

f) Diana Divileková, kt. 250285-3949.  Breyting á starfsleyfi Dýralæknastofu Egilsstaða, nýr rekstraraðili hefur tekið yfir reksturinn.  Leyfi breytt 18.6.2016.

g) Austurför ehf., kt. 621215-1080.  Breyting á starfleyfi fyrir tjaldsvæðið við Kaupvang 17. Ný kennitala rekstaraðila. Leyfi breytt 18.6.2016.

h)  M.C. Goðar, bifhjólasamtök, kt. 450210-1530. Tímabundið starfsleyfi fyrir útisamkomu, tjaldsvæði o.fl. v. landsmóts bifhjólafólks á Stekkhólma 30.6.-3.7.2016.  Ábyrgðarmaður:  Ólöf I. Sigurbjartsdóttir, kt. 190261-7949. Leyfi útgefið 18.6.2016.

i) Stefanía Erla Salómonsdóttir, kt. 100944-3089. Nýtt starfsleyfi fyrir sölu á gistingu í sumarhúsi í Úlfsstaðaskógi 28. Leyfi útgefið 28.6.2016.

j) Siron ehf., kt. 570715-0110. Nýtt starfsleyfi fyrir rekstur einkavatnsveitu og sölu gistingar fyrir allt að 8 gesti að Birnufelli. Leyfi útgefið 22.6.2016.

k) Sigurður Guðni Björnsson, kt. 210771-4769. Nýtt starfsleyfi fyrir sölu á gistingu í íbúð að Helgafelli 4b fyrir allt að 7 gesti. Leyfi útgefið 28.6.2016.

710 Seyðisfjörður

l) Anna Margrét Ólafsdóttir, kt. 240292-2629. Tímabundið starfsleyfi vegna veitingasölu úr sölubás við félagsheimilið Herðubreið í tengslum við LungA. Starfsleyfið gildir dagana 11.-16.7.2016. Leyfi útgefið 26.5.2016.

m) Ferðaþjónustan Ariel ehf., kt. 480616-0140. Starfsleyfi vegna sölu á gistingu, heitum pottum og vatnsveitu í Lönguhlíð. Leyfi útgefið 24.6.2016.

n) LungA - Listahátíð ungs fólks, Austurlandi, kt. 600201-2120.  Tímabundið starfsleyfi vegna útisamkomu 16.-17.7.2016 á plani við Norðursíld, við Strandarveg. Ábyrgðarmaður: Aðalheiður Borgþórsdóttir, kt. 010758-6619.  Leyfi útgefið 24.6.2016.

720 Borgarfjarðarhreppur

o)  Magnaðir ehf., kt. 481106-0280.  Tímabundið starfsleyfi fyrir samkomuhald í Bræðslunni þann 23.7.2016.  Ábyrgðarmaður: Magni Ásgeirsson, kt. 011278-5319. Leyfi útgefið 28.6.2016.

730 Fjarðabyggð - Reyðarfjörður

p) Ólafur Höskuldur Ólafsson, kt. 081069-5309. Nýtt starfsleyfi fyrir sölu á heimagistingu, Austurvegi 43. Leyfi útgefið 6.6.2016.

735 Fjarðabyggð - Eskifjörður

q) Hótel Eskifjörður ehf., kt. 480714-1210. Starfsleyfi fyrir sölu á gistingu og lítilsháttar veitingasölu að Strandgötu 47. Leyfi útgefið 14.6.2016

740 Fjarðabyggð - Norðfjörður

r) Jón Einar Jóhannsson, kt. 011142-3549. Nýtt starfsleyfi fyrir sölu á heimagistingu, Sæbakki 28b. Leyfi útgefið 6.6.2016.

s) Þórður Júlíusson kt.160950-4479. Starfsleyfi fyrir sölu á gistingu og veitingum auk vatnsveitu sem þjónar aðstöðunni að Skorrastað 3. Leyfi útgefið 27.5.2016.

t) Neistaflug, fjölskylduhátíð, kt. 670515-1250. Tímabundið starfsleyfi vegna bæjarhátíðar í Neskaupstað 29.7. til 1.8.2016. Ábyrgðarmaður: Svanlaug Aðalsteinsdóttir, kt. 290672-5899. Leyfi útgefið 24.6.2016.

780-785 Hornafjörður

u) Local Langoustine, kt. 560316-1860. Starfsleyfi fyrir matsöluvagn við Litlubrú Hornafirði. Leyfi útgefið 25.5.2028.

v) Mjólkurstöðin ehf., kt. 690415-0970. Starfsleyfi fyrir sölu gistingar að Dalbraut 2. Um er að ræða leyfi fyrir allt að 46 gestum í 17 herbergjum. Leyfi útgefið 20.5.2016.

w) Íslandshótel hf. kt. 630169-2919. Starfsleyfi fyrir eftirtalda starfsemi á Hnappavöllum í Öræfum: Sölu á gistingu fyrir allt að 208 gesti, sölu á veitingum, gufubað, þvottahús, starfsmannabústað, skólphreinsivirki auk vatnsveitu sem þjónar aðstöðunni   Starfsleyfi með þriggja mánaða gildistíma gefið út 31.5.2016.

x) Suðursveit ehf., kt. 500315-1210. Skilyrt starfsleyfi fyrir: Sölu á gistingu fyrir allt að 24 gesti í 4 sumarhúsum að Reynivöllum 2 auk, vatnsveitu sem þjónar aðstöðunni   Starfsleyfi með þriggja mánaða gildistíma gefið út 7.6.2016.

y) Þórdís Imsland, kt. 260891-3089. Starfsleyfi fyrir heimagistingu að Fiskhóli 11, 1. Hæð. Leyfi útgefið 9.6.2016.

z) Humarhátíð á Höfn, kt. 660499-2029.  Tímabundið starfsleyfi fyrir Humarhátíð, þ.e. bæjarhátíð á Höfn 24.-26.6.2016.  Leyfi útgefið 13.6.2016.

aa)  Maríanna Jónsdóttir, kt. 070879-3799. Starfsleyfi fyrir matsöluvagn með skráningarnúmerið JF 769 staðsettum á hafnarsvæði. Leyfið útgefið 16.6.2016.

bb)  Snæbjörg Guðmundsdóttir, kt. 170576-3229. Starfsleyfi fyrir sölu á gistingu auk vatnsveitu sem þjónar aðstöðunni að Borgarhöfn 5, Lækjarhúsum. Leyfi útgefið 16.6.2016.

cc) Sigurður Bjarnason, kt., 230556-3859.  Nýtt starfsleyfi vegna  sölu gistingar fyrir 6 manns í 3 herbergjum í íbúð á efri hæð hússins Dýhóli í Hornafirði. Leyfi útgefið 18.6.2016.

dd)  Fjallsárlón ehf., 530313-0260.  Tímabundið starfsleyfi til að selja innpakkaðar matvörur frá viðurkenndum framleiðeindum og veitingar í aðstöðu fyrirtækisins við Fjallsárlón í Öræfum. Ábyrgðarmaður: Kári Ólafsson, kt. 150281-3509.  Leyfi útgefið 18.6.2016 með gildistíma til 18.9.2016.

ee) Sóli ehf., kt. 600409-1580. Tímabundið starfsleyfi til að selja innpakkaðar veitingar úr sölubás á Humarhátíð á Höfn 2016.  Veitingar eru útbúnar og pakkað inn í viðurkenndu veitingaeldhúsi. Ábyrgðarmaður:  Rungnapha Kaewkam.  Leyfi útgefið 20.6.2016.

Heilbrigðisnefnd staðfestir útgáfu allra ofangreindra starfsleyfa.

 

2. Bókuð útgefin tóbakssöluleyfi 

700-701 Fljótsdalshérað

a) 701 Hotels ehf., kt. 540605-1490. Tóbakssöluleyfi í ísbúðinni í gamla Shellskálanum á Hallormsstað. Leyfi útgefið 13.6.2016

Heilbrigðisnefnd staðfestir útgáfu ofangreinds tóbakssöluleyfis.

 

3.  Málefni einstakra fyrirtækja / starfsstöðva

3.1  Tillaga um útgáfu starfsleyfa í skertan tíma.

Tveir aðilar hafa sótt um starfsleyfi vegna sölu gistingar, en einkavatnsveitur uppfylla ekki alveg skilyrði þess að hægt sé að veita starfsleyfi þeirra vegna.  Um er að ræða umsókn um heimagistingu á Tókastöðum og sumarhúsið Ásholt í landi Strandar, hvort tveggja á Fljótsdalshéraði.

Heilbrigðisnefnd samþykkir að starfsleyfi vegna sölu gistingar verði gefin út til loka maí 2017 með skilyrðum um að á starfsleyfistímanum verði neysluvatni komið í það horf að hægt sé að gefa út starfsleyfi fyrir neysluvatnsveiturnar.  Ennfremur verði á starfsleyfistímanum skylt að hafa við alla vaska skilti sem upplýsir kaupendur gistingar um að sjóða þurfi neysluvatnið, heilnæmi þess sé ekki tryggt.

Andrés mætir til fundar

3.2 Olís Hestgerði

Á seinasta fundi Heilbrigðisnefndar sem haldinn var 18.5. sl. var eftirfarandi bókað um olíutank sem Olís hefur komið fyrir þar sem áður var bensínafgreiðsla N1 við Hestgerði.

Með vísan í forsögu málsins og fyrri samskipta vegna þess íhugar Heilbrigðisnefnd að beita fyrirtækið þvingunarúrræðum í samræmi við ákvæði í 6. kafla 27. gr. laga nr. 7/1998 enda hefur fyrirtækið ekki sinnt endurteknum fyrirmælum Heilbrigðisnefndar hvað varðar málið.
Fyrirtækinu er hér með veittur lokafrestur til 15.6.2016 til að fjarlægja tankinn eða koma á framfæri sjónarmiðum sínum eða andmælum. Ákvörðun um hvort þvingunarúrræðum verði beitt verður tekin á næsta fundi Heilbrigðisnefndar á grunni forsögu málsins og gagna sem berast kunna frá fyrirtækinu fyrir 15.6.2016.

Starfsmönnum er falið að benda fyrirtækinu á kæruleið í svarbréfi.

Á fundinum var lagt fram bréf sem fyrirtækinu var sent í kjölfar ofangreindrar bókunar þann 18.5. ásamt samantekt um feril málsins frá því að tankurinn var settur upp. 

Engin gögn bárust frá fyrirtækinu fyrir tilsettan frest þann 15.6.2016. Frá starfsmönnum sveitarfélagsins Hornafjarðar hafa fengist þær upplýsingar að tankurinn sé enn á staðnum.

Olíuverzlun Íslands hefur hvorki tilkynnt um að olíutankur sem það hefur haft við Hestgerði í Suðursveit hafi verið fjarlægður né heldur gert grein fyrir sínum sjónarmiðum eða neytt andmælaréttar skv. kröfum og ábendingum í bréfi HAUST dagsettu 24.5.2016. 

Heilbrigðisnefnd samþykkir að leggja dagsektir að upphæð 30.000 kr/dag á fyrirtækið.  Dagsektir veði innheimtar vikulega þar til fyrirtækið hefur sýnt fram á að tankurinn hafi verið fjarlægður ásamt með hugsanlegri mengun sem tankurinn hefur valdið og gengið frá svæðinu í sátt við sveitarfélagið og landeigendur. 

 

4. Opinbert eftirlit með framleiðslu matjurta flyst frá Matvælastofnun til heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga

Frétt af heimasíðu Matvælastofnunar þann 14.06.2016:

1. júní sl. tók gildi breyting á lögum um matvæli nr. 93/1995.  Með breytingunni flyst eftirlit með framleiðslu matjurta frá Matvælastofnun til heilbrigðisnefnda (heilbrigðiseftirlits) sveitarfélaga en framleiðsla matjurta telst til frumframleiðslu. Breytingin er gerð að ósk opinberra eftirlitsaðila.

Samkvæmt 6. gr. laga nr. 93/1995, um matvæli, hefur Matvælastofnun fram að þessu farið með eftirlit með allri frumframleiðslu á Íslandi, jafnt framleiðslu matjurta sem annarri frumframleiðslu.  Á því verður nú breyting hvað matjurtir snertir.

Frumframleiðsla er skilgreind í 4. gr. matvælalaga sem framleiðsla, eldi eða ræktun undirstöðuafurða ásamt uppskeru, mjöltum og eldi dýra fram að slátrun. Frumframleiðsla tekur einnig til dýra- og fiskveiða og nýtingar villigróðurs. Þegar uppskeru er lokið og komið er að pökkun og dreifingu hefur eftirlit með því hins vegar verið hjá heilbrigðiseftirliti sveitarfélaganna, enda telst pökkun og dreifing ekki vera frumframleiðsla.

Lagabreytingin mun einfalda aðstæður fyrir framleiðendur matjurta sem munu eingöngu vera undir eftirliti eins aðila, þ.e. hlutaðeigandi heilbrigðiseftirlits.  Þetta er jafnframt hagkvæmara fyrir íslenska ríkið og í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar um einfaldara og skilvirkara regluverk fyrir atvinnulífið.

Matvælastofnun mun eftir breytinguna hafa áfram eftirlit með allri frumframleiðslu á Íslandi nema framleiðslu matjurta. Eftir sem áður þurfa matvælafyrirtæki sem annast framleiðslu matjurta ekki sérstakt starfsleyfi en þurfa að tilkynna hlutaðeigandi heilbrigðisnefnd um framleiðslu sína í stað tilkynningar til Matvælastofnunar eins og áður var.

Þess skal getið að Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) var hér í eftirlitsferð 3.–7. mars 2014 þar sem úttekt var gerð á eftirliti með frumframleiðslu matjurta. Í lokaskýrslu stofnunarinnar, dags. 2. júní 2014, er að finna athugasemdir við eftirlit með frumframleiðslu og óljósa verkaskiptingu og samræmingu milli eftirlitsaðilanna, þ.e. Matvælastofnunar og heilbrigðiseftirlitssvæðanna, þar sem heilbrigðiseftirlitssvæðin sinntu í sumum tilvikum því eftirliti. Breyting af því tagi, sem nú er orðin að lögum bætir úr þessu.

Breytingalögin eru nr. 40/2016.

Heilbrigðisnefnd fagnar hvers konar flutningi verkefna til Heilbrigðiseftirlits og bindur vonir við að fleiri verkefni verði flutt í kjölfar þessa.

 

5. Erindi og bréf

5.1. Samþykkt um þrifnað og hreinlæti utandyra

Málið varðar samþykkt nr. 668/2010 um umgengni og þrifnað utan húss í Fljótsdalshreppi, Fjarðabyggð, Seyðisfjarðarkaupstað, Fljótsdalshéraði og Sveitarfélaginu Hornafirði.

Ósk hefur borist frá Fjarðabyggð um að HAUST deili lögfræðikostnaði vegna skoðunar á hvort breyta þurfi samþykktinni í kjölfar úrskurða sem fallið hafa, þannig að hægt sé að beita henni betur.

Heilbrigðisnefnd samþykkir að greiða helming umrædds kostnaðar.

 

6.  Fráveitusamþykkt Fljótsdalshéraðs

Helga og Árni gera grein fyrir málinu. 

Lagt er til að eftirfarandi verði bætt inní 9. gr. fráveitusamþykktar Fljótsdalshéraðs frá 23. febrúar 2005.

Til að tryggja að hvorki berist olía eða fita í fráveitukerfi sveitarfélagsins er fyrirtækjum og stofnunum þar sem unnið er með olíur og fitu skylt að hafa olíu- og/eða fituskiljur á fráveituvatni frá eldhúsum eða vinnslusölum áður en fráveitan er leidd inn á fráveitukerfi sveitarfélagsins.  Þetta gildir jafnt um verkstæði, bensínstöðvar, stóreldhús, veitingastaði o.fl. Við val á skiljum skal farið eftir viðeigandi stöðlum og skv. leiðbeiningum heilbrigðiseftirlits. 

Miða skal við að fráveita frá olíuskiljum innihaldi ekki meira en 15 mg af olíu per líter og að fráveita frá fituskiljum innihaldi að hámarki 100 mg/l af fitu.

Heilbrigðisnefnd samþykkir ofangreinda tillögu að breytingu á fráveitusamþykkt Fljótsdalshéraðs og hvetur sveitarstjórn til að gera slíkt hið sama.

 

7. Starfsmannamál

Tveir aðilar sóttu um tímabundna stöðu heilbrigðisfulltrúa sem auglýst var í kjölfar síðasta fundar Heilbrigðisnefndar. 

Helga og Leifur hafa skoðað umsóknirnar og í kjölfar samráðs við formann og varaformann Heilbrigðisnefndar var rætt við þann aðila sem hefur menntun sem þykir hæfa starfinu betur.  Viðkomandi hefur ekki réttindi sem heilbrigðisfulltrúi en mun sækja réttindanámskeið sem verður haldið í haust.

Heilbrigðisnefnd felur framkvæmdastjóra að ganga frá ráðningarsamningi við Láru Guðmundsdóttur, M.Sc. Í auðlindafræði frá HA.  Launakjör verði skv. samningi FÍN og HAUST. Samningurinn verði síðan staðfestur á næsta fundi nefndarinnar.

 

8. Verklag vegna tímabundinna starfsleyfa

Bæjarhátíðir, útihátíðir og söluaðilar á slíkum hátíðum hafa í sumum tilfellum fest sig vel í sessi og eru leyfisveitingar nánast endurtekningar frá ári til árs.  Af hálfu starfsmanna er hér með lagt til að þar sem svo háttar að engar breytingar eru milli ára verði heimilt að gefa út tímabundin leyfi til fjögurra ára, t.d. leyfi fyrir hátíðinni R í bæjarfélaginu X seinustu helgina í Y mánuði á árunum 2016, 2017, 2018 og 2019, en þó og því aðeins að engar breytingar séu á rekstaraðila eða ábyrgðarmanni né heldur á aðbúnaði og aðstöðu.  Ef einhverjar breytingar verða falli leyfin úr gildi og skylt verði að sækja um ný starfsleyfi.  Ekki verði gefin út leyfi til fleiri ára í senn við fyrstu umsókn heldur aðeins ef umsóknarðaðili getur vísað í leyfi fyrra árs og að engar breytingar séu áformaðar.

Heilbrigðisnefnd samþykkir ofangreinda tillögu starfsmanna um verklag, enda er í því fólgin einföldun og hagkvæmni fyrir umsækjendur og eftirlitið.

 

9.  Önnur mál

9. 1. Samstarfsverkefni HES og UST – þrif í leik og grunnskólum

Árið 2015 var á landsvísu unnið að sameiginlegri könnun á þrifum í leik- og grunnskólum.  Í samantektarskýrslu kemur eftirfarandi fram:  „Niðurstöður leiddu í ljós að langflestir skólanna starfa í samræmi við starfsleyfisskilyrði. Yfir 80% skólanna eru með virkar hreinlætisáætlanir og um 90% skólanna eru með sérstaka skriflega hreinlætisáætlun fyrir eldhúsin. Nær allir skólarnir notuðu umhverfisvottaðar vörur.“

Skýrsluna í heild má lesa á heimasíðu Umhverfisstofnunar:

http://ust.is/einstaklingar/frettir/frett/2016/06/23/Eftirlitsverkefni-2015-Thrif-i-leiks-og-grunnskolum-/

Lovísa víkur af fundi kl. 9:45.  Þetta er seinasti fundur hennar þar sem hún lætur af störfum fyrir heilbrigðisnefndina í sumar.  Formaður þakkar henni fyrir samstarfið í nefndinni og nefndin óskar henni góðs gengis með næstu verkefni.

9.2  Fyrirspurnir frá nefndarmönnum

a) Spurt var um atvik sem varð á Egilsstöðum 13.6. sl. þegar rotta fannst í sorphirðubíl.  Málið var reifað gerð grein grein fyrir úrvinnslu þess.

Heilbrigðisnefnd ítrekar að öll sveitarfélög láti árlega bera eitur í fráveitubrunna til að fyrirbyggja að meindýr geti búið þar um sig.  Einnig var ítrekað að á gámavöllum, sorpurðunarstöðum og öðrum þeim stöðum þar sem líklegast er að meindýr geti hafst við verði reglulegt og virkt meindýraeftirlit ekki síður en í matvælafyrirtækjum.

b) Spurt var álits á geymslu fóðurs og mengunar sem skapast þar sem vargfugl kemst í slíkt.  Að mati starfsmanna HAUST er ekki heimilt að geyma fóður, úrgang eða annað sem dregur að sér ónytjadýr og ber að leita allra leiða til að hindra að dýrin komist í æti.

9.3 Næstu fundir

Minnt er á þegar samþykkt fundadagatal nefndarinnar:

 • 7. sept.   snertifundur - leggja fram drög að fjárhagsáætlun, drög að  endurskoðun ársreikninga 2015, gjaldskrá o.þ.h.
 • 19. okt.   símfundur
 • 2. nóv.    aðalfundur HAUST bs.
 • 7. des.    símfundur

Fundi slitið kl. 10:00

Fundargerðin færð í tölvu og send fundarmönnum í tölvupósti til staðfestingar.  Gerðin verður undirrituð á næsta snertifundi.

Jón Björn Hákonarson
Árni Kristinsson
Lovísa Rósa Bjarnadóttir
Andrés Skúlason
Benedikt Jóhannsson
Kristín Ágústsdóttir
Helga Hreinsdóttir
Leifur Þorkelsson

 

pdfFundargerð 130 á pdf

Heilbrigðiseftirlit Austurlands – haust@haust.is – s. 474 1235

Austurveg 20, 730 Reyðarfjörður - Tjarnarbraut 39b, 700 Egilsstaðir - Ásvegur 31, 760 Breiðdalsvík – Hafnarbraut 27, 780 Höfn

Search