Fundargerð 19. mars 2018

140. / 22. fundur Heilbrigðisnefndar Austurlands
haldinn símleiðis 19. mars 2018 kl. 12:00

Heilbrigðisnefndarmenn: 

Jón Björn Hákonarson
Árni Kristinsson
Gunnhildur Imsland
Kristín Ágústsdóttir
Sandra Konráðsdóttir
Benedikt Jóhannsson

Starfsmenn:
Leifur Þorkelsson
Lára Guðmundsdóttir

Dagskrá:

  1. Bókuð útgefin starfsleyfi 847
  2. Bókuð útgefin tóbakssöluleyfi 848
  3. Málefni einstakra fyrirtækja / starfsstöðva 848
    3.1. Jöklaveröld 848
    3.2. RARIK, varaaflsstöð við Stekkjargötu í Neskaupstað 848
    3.3. HL verktakar ehf. pokaþvottastöð á Höfn 849
  4. Vinna milli funda 849
  5. Endurskoðun á samþykkt um umgengni og þrifnað utan húss 849
  6. Önnur mál 849
    6.1. Kæra á hendur HAUST vegna jarðgerðar ÍGF 849
    6.2. Loftgæðamælingar Seyðisfirði 849

1. Bókuð útgefin starfsleyfi

690 Vopnafjörður
a) Ferðaþjónustan Síreksstöðum ehf., kt. 640118-0910. Starfsleyfi fyrir sölu á gistingu, sölu á veitingum, heitum potti og lítilli vatnsveitu að Síreksstöðum. Leyfi útgefið 15.2.2018.

700-701 Fljótsdalshérað
b) Helgi Hjálmar Bragason, kt. 220872-4169. Starfsleyfi fyrir sölu á gistingu, fyrir pökkun og meðhöndlun á kartöflum og öðrum rótarávöxtum og fyrir vatnsveitu sem þjónar aðstöðunni. Breyting á fyrra leyfi gefið út 15.2.2018.
c) RARIK ohf., kt. 520269-2669. Nýtt starfsleyfi fyrir aðveitustöð við Grímsárvirkjun. Leyfi útgefið 15.3.2018.
d) Heilbrigðisstofnun Austurlands á Egilsstöðum, kt. 610199-2839. Starfsleyfi fyrir hjúkrunarheimili, heilsugæslu og mötuneyti með fullbúnu eldhúsi. Breyting á fyrra leyfi, gefið út 16.3.2018.

710 Seyðisfjarðarkaupstaður
e) Sunnanátt ehf., kt. 680218-0210. Starfsleyfi fyrir sölu á veitingum í Orkuskálanum, Hafnargötu 2. Leyfi útgefið 8.3.2018.
f) Húsahótel ehf., kt. 510703-2510. Starfsleyfi fyrir sölu á gistingu að Austurvegi 3, Oddagötu 6 og Öldugötu 13. Leyfi útgefið 5.12.2017.

730 Fjarðabyggð - Reyðarfjörður
g) Gámaþjónustan hf. – Sjónarás ehf., kt. 410283-0349. Starfsleyfi Gámaþjónustu Austurlands kt. 670502-3680 fyrir flutning, geymslu og flokkun á úrgangi flutt á kennitölu Gámaþjónustunnar hf. kt. 4102830349. Gildistími starfsleyfis er óbreyttur 27.11.2013-.29.01.2021. Breyting gerð 20.2.2018.
h) Fjallmann Solutions ehf., kt. 700316-0920. Starfleyfi fyrir hárgreiðslustofuna Hárbankann, Búðareyri 3. Leyfi útgefið 2.3.2018.

735 Fjarðabyggð - Eskifjörður
i) Fjarðabyggð, kt. 470698-2099. Endurnýjun á starfleyfi fyrir samkomuhús og sölu á veitingum í Félagsheimilinu Valhöll. Leyfi útgefið 28.2.2016.
j) Eskja hf., kt. 630169-4299 Endurnýjað starfsleyfi vegna fiskvinnslu að Strandgötu 14. Leyfi útgefið 12.3.2018.

780-785 Hornafjörður.
k) Höfn Guesthouse ehf., kt. 480118-0810. Starfleyfi fyrir sölu á gistingu fyrir allt að 24 gesti í tveimur íbúðum að Hafnarbraut 21. Leyfi útgefið 20.2.2018.
l) Íshús veitingar ehf., kt. 410218-0540. Starfsleyfi fyrir sölu á veitingum og veitingasal fyrir allt að 50 gesti, að Heppuvegi 2a. Leyfi útgefið 23.2.2018.

Heilbrigðisnefnd staðfestir útgáfu allra ofangreindra starfsleyfa.

2. Bókuð útgefin tóbakssöluleyfi

710 Seyðisfjarðarkaupstaður
a) Sunnanátt ehf., kt. 680218-0210. Tóbakssöluleyfi í Orkuskálanum, Hafnargötu 2. Leyfi útgefið 8.3.2018.

Heilbrigðisnefnd staðfestir útgáfu tóbakssöluleyfisins.

3. Málefni einstakra fyrirtækja / starfsstöðva

3.1. Jöklaveröld

Úrbótaáætlun barst frá Jöklaveröld varðandi heilnæmi baðvatns og aðstöðu gesta fyrir tilskyldan frest. Heilbrigðisfulltrúar höfðu óskað eftir viðbótargögnum við úrbótaáætlun til að leggja fyrir fund heilbrigðisnefndar.

Heilbrigðisnefnd frestar afgreiðslu málsins þar sem viðbótargögn sem óskað var eftir bárust ekki fyrir fundinn.

3.2. RARIK, varaaflsstöð við Stekkjargötu í Neskaupstað

Aflagðir olíutankar og úrgangsolíutankur hafa verið tæmdir og þrifnir en ekki fylltir af sandi eða möl skv. tilkynningu fyrirtækisins og ákvæðum reglugerðar um varnir gegn olíumengun frá starfsemi í landi, áður nr. 35/1994 og nú 884/2017.
Fyrirtækinu var tilkynnt með bréfi dags. 14.3.2018 að ef úrbætur hefðu ekki verið staðfestar fyrir 19.3.2018 yrði lagt til við Heilbrigðisnefnd að nefndin íhugaði að beita þvingunarúrræðum í þeim tilgangi að ná fram úrbótum.

Fyrirtækið fær frest til 1.apríl nk. til að gagna frá tönkunum í samræmi við áður nefndar reglugerðarkröfur. Hafi ekki verið brugðust við fyrir þann tíma verður þvingunarúrræðum beitt í þeim tilgagni að knýja fram úrbætur í samræmi við XVII kafla laga nr. 7/1998.

3.3. HL verktakar ehf. pokaþvottastöð á Höfn
Í starfsleyfi kemur fram að fráveita fari um fitugildru. Við breytingar á húsnæðinu var fituskiljan aftengd og mælingar sýna mikla mengun (COD) í fráveituvatni frá þvottavélinni. Fyrirtækinu var gert að leggja fram tímasetta áætlun um úrbætur fyrir 1.3.2018 og þetta ítrekað með tölvupósti 14.3.2018.

Heilbrigðisnefnd veitir fyrirtækinu lokafrest til 1.apríl nk. til leggja fram tímasetta áætlun um úrbætur.

4. Vinna milli funda

Umsagnir um skipulög
a. Umsögn um breytingu á aðalskipulagi Hornafjarðar vegna Reynivalla II.
b. Umsögn um breytingu á aðal- og deiliskipulagi fyrir Leiru 1, iðnaðar og hafnarsvæði sunnan strandgötu á Eskifirði.
c. Umsögn um um tillögu að deiliskipulagi við Skálafell í Hornafirði.
d. Umsögn um deiliskipulag í Fannardal, frístundabyggð.

Til skipulagsstofnunar
e. Umsögn vegna ákvörðunar um matsskyldu mótorkrossbrautar við Austur-Langhól í Hornafirði.

5. Endurskoðun á samþykkt um umgengni og þrifnað utan húss

Lögð eru fram drög að endurskoðun á samþykkt nr. 668/2010 um umgengni og þrifnað utan húss í Fljótsdalshreppi, Fjarðabyggð, Breiðdalshreppi, Seyðisfjarðarkaupstað, Fljótsdalshéraði og Sveitarfélaginu Hornafirði skv. bókun á aðalfundi HAUST þann 1.11.2017 þess efnis að samþykktin yrði endurskoðuð.

Samþykkt að senda viðkomandi sveitarfélögum samþykktina til umsagnar.

6. Önnur mál

6.1. Kæra á hendur HAUST vegna jarðgerðar ÍGF

Framkvæmdastjóri kynnti efni kæru á hendur HAUST vegna útgáfu starfsleyfis fyrir jarðgerð íslenska gámafélagsins á Reyðarfirði sem og svar til úrskurðarnefndar umhverfis og auðlindamála.

6.2. Loftgæðamælingar Seyðisfirði

Heilbrigðisfulltrúi kynnti vinnu og fyrirhugað samstarf við Umhverfisstofnun og Seyðisfjarðarkaupsstað um loftgæðamælingar á Seyðisfirði.

Fundi slitið kl. 12:27

Fundargerðin færð í tölvu og send fundarmönnum í tölvupósti til staðfestingar. Fundargerðin verður undirrituð á næsta snertifundi.

Jón Björn Hákonarson
Árni Kristinsson
Gunnhildur Imsland 
Kristín Ágústsdóttir
Sandra Konráðsdóttir
Benedikt Jóhannsson
Leifur Þorkelsson
Lára Guðmundsdóttir

pdfFundargerð 140 á pdf

HAUST

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir
Bakka 1
765 Djúpavogur
Hafnarbraut 27
780 Höfn
haust@haust.is
474 1235

Search