Fundargerð 18. maí 2016

129. / 11. fundur Heilbrigðisnefndar Austurlands
haldinn símleiðis Öskudaginn 10. febrúar 2016 kl. 8:30

Heilbrigðisnefndarmenn:
Jón Björn Hákonarson
Lovísa Rósa Bjarnadóttir
Andrés Skúlason
Sandra Konráðsdóttir
Kristín Ágústsdóttir
Benedikt Jóhannsson og
Árni Kristinsson boðuðu forföll, varamenn gátu ekki hlaupið í þeirra skörð

Starfsmenn:
Helga Hreinsdóttir
Borgþór Freysteinsson
Dröfn Svanbjörnsdóttir
Hákon Hansson
Leifur Þorkelsson
Júlía Siglaugsdóttir

Dagskrá:

  1. Bókuð útgefin starfsleyfi 734
  2. Bókuð útgefin tóbakssöluleyfi 735
  3. Málefni einstakra fyrirtækja / starfsstöðva 735
    3.1 Fráveita á Eiðum, ofan vegar. 735
    3.2 Rósaberg ehf., Hornafirði 736
    3.3 Skólphreinsivikri í Nesjum 736
    3.4 Norðlenska Matborðið ehf., sláturhús Höfn. 736
    3.5 Olís Hestgerði, Hornafirði 736
    3.6 Fosshótel Jökulsárlón á Hnappavöllum í Öræfum 737
  4. Erindi og bréf 737
    4.1 Varðandi umsókn um leyfi til að brenna sinu 737
  5. Ársskýrsla 2015 737
  6. Starfsmannamál 737
  7. Bílamál 737
  8. Innheimta 738
  9. Fréttir af vorfundi 2016 738
  10. Hugmyndir um breytingu á skipan heilbrigðisnefnda 739
  11. Önnur mál 739
    11.1 Næstu fundir: 739
    11.2 Áformaðar breytingar á heilbrigðisnefnd 739

1. Bókuð útgefin starfsleyfi

690 Vopnafjörður

a) Haraldur Jónsson, kt. 220455-5809 og Kristbjörg E. Alfreðsdóttir kt. 030666-4539. Breyting á starfsleyfi vegna sölu á gistingu í tveim húsum á Ásbrandsstöðum, auk starfsleyfis fyrir neysluvatnsveitu. Leyfi breytt 9.4.2016.
b) Vopnafjarðarhreppur, kt. 670269-5569. Breyting á starfsleyfi fyrir Hjúkrunarheimilið Sundabúð, Sundabúð 2. Leyfið útgefið 18.4.2016.

700 - 701 Fljótsdalshérað

c) LMOJ ehf., kt. 511115-3290. Breyting á starfsleyfi vegna eigendaskipta, sala á gistingu, Lyngás Guesthouse, Lyngási 5-7. Leyfið útgefið 7.4.2016.
d) CF Austur ehf., kt. 560914-1640. Breyting á starfsleyfi, þ.e. breyting á nafni fyrirtækis vegna líkamsræktarstöðvar að Lyngási 12, var áður Heilsuefling heilsurækt ehf. Breyting gerð 16.4.2016.
e) Þorsteinn Páll Gústafsson, kt. 181144-3519. Nýtt starfsleyfi vegna sölu á gistingu, að Miðfelli1, Fellabæ. Leyfi útgefið 22.4.2016
f) Örvar Már Halldórsson, kt. 200286-2519. Starfleyfi vegna vatnsveitu á Dratthalastöðum. Breyting á rekstaraðila 6.5.2016.

701 Fljótsdalshreppur

g) Fljótsdalshreppur, kt. 550169-5339. Nýtt starfsleyfi fyrir vatnsveitu við Hengifossá í landi Hjarðarbóls. Leyfi útgefið 17.5.2016.

710 Seyðisfjörður

h) Gunnar Kristberg Gunnarsson ehf., kt. 710103-2590. Starfsleyfi vegna sölu á gistingu í íbúðarhúsi að Austurvegi 52. Leyfi útgefið 14.4.2016.
i) Helen Hrólfsson, kt. 50159-8309. Starfsleyfi vegna Snyrtistofu, að Hafnargötu 28. Leyfi útgefið 3.5.2016.

720 Borgarfjörður
j) Eyrin kjörbúð ehf., kt. 63121-51060. Starfsleyfi fyrir matvöruverslun án vinnslu í póst- og símahúsi. Leyfi útgefið 8.4.2026.

740 Fjarðabyggð - Norðfjörður
k) Guðrún Óskarsdóttir, kt. 080789-2039. Starfsleyfi vegna sölu á gistingu fyrir tvo gesti að Nesbakka 13 (101). Leyfi útgefið 4.5.2016.

750 Fjarðabyggð - Fáskrúðsfjörður
l) Íslandshótel hf., kt 630169-2919. Breyting á starfsleyfi vegna sölu á gistingu, þ.e. 21 nýtt herbergi fyrir 40 gesti, annað óbreytt. Breytt starfsleyfi gefið út 17.5.2016.

760 Breiðdalshreppur
m) Ásdís Gísladóttir, kt. 170440-3159. Ferðaþjónustan Norðurdal. Breyting á starfsleyfi vegna gistiskála og heimagistingar, nýr rekstraraðili. Starfsleyfi gefið út 17.5.2016.

765 Djúpivogur
n) Kerhamrar ehf., kt 550116-0650. Nýtt starfsleyfi fyrir gistingu á einkaheimili á Kerhömrum. Gisting í þrem tveggja manna herbergjum. Ábyrgðarmaður er Þórhildur Katrín Stefánsdóttir, kt. 150886-2879. Leyfi gefið út 17.5.2016.
o) Kambaklettur ehf., kt. 530614-1150. Starfsleyfi fyrir gistingu á einkaheimili að Þvottá. Leyfið gefið út 17. maí 2016.

780-785 Hornafjörður
p) Vesturhús ehf., kt. 430316-0790. Nýtt starfsleyfi vegna sölu gistingar í Vesturhúsum í Öræfum,. Um er að ræða leyfi vegna sölu á gistingu fyrir allt að 20 manns í sex herbergjum. Leyfi útgefið 10.4.2016.
q) Stefán Guðjónsson, kt. 140671-4019. Starfsleyfi vegna sölu á heimagistingu að Hafnarbraut 20, Sólgerði. Leyfið útgefið 20.4.2016.
r) Funi ehf., kt. 541289-1199. Breyting á starfsleyfi vegna sölu gistingar í íbúðum að Víkurbraut 2. Leyfi sem gefið var út 15.2.2015 vegna einnar íbúðar breytt í leyfi vegna þriggja íbúða þann 23.4.2016.
s) Brunnhóll ehf., kt. 590515-0860. Breyting á starfleyfi, þ.e. kennitölu vegna reksturs veitinga- og gististaðar að Brunnhóli. Leyfi breytt 23.4.2016.
t) Kistugil ehf., 441202-2450. Breyting á starfsleyfi vegna sölu gistingar og veitinga fyrir allt að 27 gesti auk lítillar vatnsveitu að Skálafelli I í Suðursveit. Leyfi útgefið 6.5.2016.
u) Gistihúsið Seljavellir ehf., kt. 710114-1450. Breyting á starfsleyfi fyrir sölu gistingar og veitinga á Seljavöllum, fjölgun gesta í allt að 40. Breytt leyfi útgefið 9.5.2016.
v) Margrét Óskarsdóttir, kt. 270151-3109. Nýtt starfsleyfi vegna sölu heimagistingar að Bjarnahóli 9, Höfn í Hornafirði. Leyfi útgefið 9.5.2016.
w) Guðrún Einarsdóttir, kt. 170182-3599. Nýtt starfsleyfi vegna sölu á gistingu á einkaheimili að Silfurbraut 40. Leyfi útgefið 10.05.2016.

Heilbrigðisnefnd staðfestir útgáfu allra ofangreindra starfsleyfa.

2.  Bókuð útgefin tóbakssöluleyfi  

690 Vopnafjörður
a) Ollasjoppa ehf., kt.700412-1050. Tóbakssöluleyfi í Ollasjoppu Kolbeinsgötu 35. Leyfi útgefið 9.5.2016

720 Borgarfjörður
b) Eyrin kjörbúð ehf., kt. 63121-51060. Tóbakssöluleyfi i matvöruverslun fyrirtækisins í  póst- og símahúsi. Leyfi útgefið 8.4.2026.

Heilbrigðisnefnd staðfestir útgáfu allra ofangreindra tóbakssöluleyfa.

3. Málefni einstakra fyrirtækja / starfsstöðva

3.1 Fráveita á Eiðum, ofan vegar

Fyrirkomulag fráveitu á Eiðum er ekki í samræmi við ákvæði fráveitureglugerðar nr. 798/1999. Neðan og ofan þjóðvegar eru stórar steinsteyptar rotþrær án siturlagna og fráveituvatn frá þeim rennur í Eiðalæk. Megnið af fráveitu húsa hvoru megin vegar rennur í viðkomandi þrær.

Mjög mikil mengun hefur mælst í Eiðalæk við útrás fráveituvirkis neðan vegar og Heilbrigðisnefnd hefur ekki heimilað útgáfu samfelldrar starfsemi sem myndi valda enn auknu álagi á viðtakann.

Frá hreinsivirki ofan þjóðvegar hefur mælst mun minni mengun. Saurgerlafjöldi hefur ekki mælst yfir 1000 í 100 ml. Af hálfu Heilbrigðisnefndar hafa verið gefin út starfsleyfi fyrir skammtímastarfsemi fyrir takmaraðan fjölda fólks á staðnum. Nú hafa borist umsóknir um starfsleyfi í tveim húsum á þessari fráveitu fyrir samtals allt að 40 gistirými.

HAUST hefur ritað Hitaveitu Egilsstaða og Fella sem er umsjónaraðili fráveitunnar ofan vegar, erindi og óskað upplýsinga um hvort úrbætur á fráveitunni muni fara fram innan 2 ára.

Leitað er álits Heilbrigðisnefndar á útgáfu umbeðinna leyfa.

Heilbrigðisnefnd samþykkir umbeðin starfsleyfi fyrir allt að 40 gistirými til tveggja ára en þó og því aðeins að frá rekstraraðila fráveitunnar berist fyrirheit um lagfæringar á starfsleyfistímanum. Ennfremur felur Heilbrigðisnefnd starfsmönnum að fylgjast vel með álagi á viðtakann og gera kröfur um tíðari tæmingar rotþróarinnar ef aukin ummerki verða um álag á viðtakann.

3.2 Rósaberg ehf., Hornafirði

Lovísa víkur af fundi.
Borist hefur umsókn um starfsleyfi frá fyrirtækinu. Um er að ræða steypustöð og viðgerðaaðstöðu. Skv. auglýsingu Umhverfisráðuneytis nr. 582/2000 er ekki krafa um ítarlega starfsleyfisvinnslu með auglýsingu starfsleyfisdraga en óskað hefur verið eftir umsögn sveitarfélagsins þar sem deiliskipulagsvinnu fyrir svæðið er ekki lokið. Starfsemin er í samræmi við ákvæði í aðalskipulagi. Lagt fram til kynningar.
Heilbrigðisnefnd samþykkir að gefa starfsleyfið út að fenginni jákvæðri umsögn frá skipulagsnefnd sveitarfélagsins.
Lovísa kemur aftur til fundar

3.3 Skólphreinsivikri í Nesjum

Starfsleyfisdrög hafa verið útbúin og send umsækjanda. Um er að ræða þriggja þrepa skólphreinsivirki í stað rotþróar sem áður var á staðnum - um er að ræða lagfæringu á ástandi sem fyrir var.
Heilbrigðisnefnd samþykkir að gefa starfsleyfið út að fenginni umsögn sveitarfélagsins.

3.4 Norðlenska Matborðið ehf., sláturhús Höfn.

Sótt hefur verið um starfsleyfi fyrir sláturhús Norðlenska Matborðsins, en fyrra starfsleyfi rann út í febrúar. Umsóknin er um lítt breytta starfsemi frá því sem verið hefur um árabil.
Heilbrigðisnefnd samþykkir að gefa starfsleyfið út að fenginni jákvæðri umsögn sveitarfélagsins.

3.5 Olís Hestgerði, Hornafirði

Fyrirtækið Olís hf. kom fyrir 10 þús. lítra ofanjarðartanki fyrir díselolíu í Hestgerði eftir að N1 fjarlægði sína neðanjarðartanka og hætti rekstri bensínstöðvar. Ekki var sótt um leyfi fyrir rekstri eldsneytisafgreiðslunnar.

Á fundi Heilbrigðisnefndar þann 10.2.sl. voru samþykkt áform Olís sem sett voru fram í bréfi dags. 1.12.2015 um að koma upp nýjum búnaði til sölu eldsneytis við Hestgerði fyrir 1.6.2016. Samþykki þetta var háð því að sótt yrði um starfsleyfi fyrir bensínstöð skv. reglugerð um starfsleyfi fyrir starfsemi sem getur haft í för með sér mengun nr. 785/1999 fyrir nýja starfsemi, og leggi fram tilskilin gögn svo sem málsettar teikningar og reikniforsendur vegna vals á olíuskilju auk gagna um tilhögun innra eftirlits. Krafa var gerð um að umsókn og gögn skyldu berast fyrir 15.3. 2016.

Frkvstj. upplýsti að umsókn um starfsleyfi hefur ekki borist né heldur önnur gögn frá fyrirtækinu. Starfsmaður HAUST á Hornafjarðasvæði upplýsti að tankurinn var enn á umræddum stað þann 16.5. sl.

Með vísan í forsögu málsins og fyrri samskipta vegna þess íhugar Heilbrigðisnefnd að beita fyrirtækið þvingunarúrræðum í samræmi við ákvæði í 6. kafla 27. gr. laga nr. 7/1998 enda hefur fyrirtækið ekki sinnt endurteknum fyrirmælum Heilbrigðisnefndar hvað varðar málið.
Fyrirtækinu er hér með veittur lokafrestur til 15.6.2016 til að fjarlægja tankinn eða koma á framfæri sjónarmiðum sínum eða andmælum. Ákvörðun um hvort þvingunarúrræðum verði beitt verður tekin á næsta fundi Heilbrigðisnefndar á grunni forsögu málsins og gagna sem berast kunna frá fyrirtækinu fyrir 15.6.2016 .
Starfsmönnum er falið að benda fyrirtækinu á kæruleið í svarbréfi.

3.6 Fosshótel Jökulsárlón á Hnappavöllum í Öræfum

Íslandshótel hf. hefur sótt um starfsleyfi fyrir rekstur hótels fyrir 248 gesti. Starfsemin skiptist í einkavatnsveitu, 124 herbergi fyrir gesti, fullbúinn veitingastað, gufubað, þvottahús, starfsmannabústað og þriggja þrepa skólphreinsivirki.

Starfsleyfisdrög hafa verið send til umsækjanda til yfirlestrar.

Heilbrigðisnefnd samþykkir starfsleyfisdrögin og að gefa út starfsleyfi í kjölfar úttektar á vettvangi. Vanti lítilræði á að búnaður verði að fullu tilbúinn skal leyfið gefið út til 3ja mánaða sbr. áður samþykkt verklag.

4. Erindi og bréf

4.1 Varðandi umsókn um leyfi til að brenna sinu

Erindi frá Sýslumanninum á Austurlandi dags. 2.5.2016 þar sem beðið er um umsögn HAUST varðandi umsókn um að brenna sinu. Um málið gilda lög nr. 40/2015 um meðferð elds og varnir gegn gróðureldum og reglugerð 325/2016 um meðferð elds og varnir gegn gróðureldum.
Málið var afgreitt milli funda í samráði frkvstj. formanns og varformanns.

Með bréfi dags. 12.5. hafnar sýslumannsembættið erindinu aðallega á þeim grunni að áformin uppylli ekki ákvæði um að sinubruni skuli eingöngu leyfður á lögbýlum og til landbóta.

Lagt fram til kynningar.

5. Ársskýrsla 2015

Drög að ársskýrslu 2015 voru lögð fyrir fundinn.

Heilbrigðisnefnd samþykkir fram lögð drög að ársskýrslu og að hún verði send aðildarsveitarfélögunum og lögð fyrir aðalfund 2016. Ákveðið að senda skýrsluna einnig til ýmissa opinberra aðila annarra eins og venja er.

6. Starfsmannamál

Júlía Siglaugsdóttir heilbrigðisfulltrúi hefur sagt starfi sínu lausu frá og með 1.8.2016.

Nefndin þakkar JS langan starfsferil og vel unnin störf hjá HAUST, en hún var ráðin til starfa í janúar 2002. Nefndin óskar henni jafnframt alls góðs á nýjum vettvangi.

Frkvst. falið að auglýsa tímabundið starf í 3-4 mánuði seinni part árs 2016.

7.  Bílamál

Með fjölgun starfsmanna á norðursvæði hafa vaknað spurningar um hvort æskilegt sé að bæta í bílaflotann. Ekki er öllum starfsmönnum kleift að leggja með sér bíl ef vantar farartæki. Ódýrara er að leigja bíl en greiða starfsmönnum kílómetragjald ef um langar leiðir er að ræða. Starfsmenn á suðurfjörðum og Hornafirði hafa lagt til eigin bíla og fá greitt skv. kílómetragjaldi.

Bílaeign HAUST er núna: Skoda Octavía keyptur 20.12.2014 og Toyota Hilux frá 2005.

Samþykkt að gera ráð fyrir kaupum á bíl í fjárhagsáætlun 2017. Í sumar verði teknir bílaleigubílar staka daga ef nauðsyn krefur og/eða að starfsmenn noti eigin bíla gegn kílómetragjaldi eins og verið hefur.

8. Innheimta

Til HAUST berast öðru hvoru tilboð um innheimtu útistandandi krafna.

Listi yfir skuldara var kynntur og greint frá að ársfjórðungsuppgjör er í samræmi við áætlun þegar tekið er tillit til að ekki hefur verið fullmannað það sem af er árs.

Málið rætt frá ýmsum hliðum og frkvstj. falið að vinna það áfram.

9. Fréttir af vorfundi 2016

Vorfundur er haldinn árlega af UST og MAST. Fundinn sitja fulltrúar UAR og ANR auk framkvæmdastjóra HES. Um er að ræða stefnumarkandi fundi, farið er yfir væntanlegar lagabreytingar, skipulagsbreytingar og samstarfsmál.

HHr sat fundinn f.h. HAUST og gerði grein fyrir eftirfarandi málum:

a) Úrskurður
M.a. kom til umræðu úrskurður nr. 17/2016 um sorpgjöld á Akranesi. Í úrskurðarorðum segir m.a. „Verður því ekki talið að heilbrigðiseftirlit geti veitt lögbundna umsögn skv. 25.gr. laga nr. 7/1998 í skjóli þess að eftirlitið starfi í umboði heilbrigðisnefndar, enda nefndinni einni ætlað það hlutverk samkvæmt skýlausu orðalagi ákvæðisins".

Ljóst er að hér er um að ræða byltingu á þeirri túlkun sem verið hefur, þ.e. að heilbrigðisfulltrúar framkvæmi og afgreiði mál í umboði heilbrigðisnefndar og hafi traust nefndarinnar til þess. Í máli lögfræðings UAR kom fram að lögð yrði fram tillaga um breytingu á hollustuháttalögum til að taka af allan vafa um verkaskiptingu starfsmanna og heilbrigðisnefndar.

Í tilefni af nefndum úrskurði ítrekar Heilbrigðisnefnd Austurlands það verklag sem áður hefur verið bókað:

Heilbrigðisnefnd felur

  • heilbrigðisfulltrúum að vinna fyrir sína hönd starfsleyfi skv. matvælalögum nr. 93/1995 og lögum um hollustuhætti og mengunarvanir nr. 7/1998 m.s.br. og ganga að fullu frá þeim milli funda ef skilyrðum fyrir starfsleyfi er að fullu mætt. Starfsleyfin verði síðan staðfest á næsta fundi Heilbrigðisnefndar
  • heilbrigðisfulltrúum að vinna fyrir sína hönd tóbakssöluleyfi skv. lögum nr. 6/2002 um tóbaksvarnir og ganga að fullu frá þeim milli funda ef skilyrðum fyrir sölu tóbaks er að fullu mætt. Tóbakssöluleyfin verði síðan staðfest á næsta fundi Heilbrigðisnefndar
  • heilbrigðisfulltrúum að vinna fyrir sína hönd umsagnir til sýslumanna skv. lögum nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald m.s.br.
  • framkvæmdastjóra eða hans staðgengli að vinna fyrir sína hönd umsagnir um teikningar og skipulagstillögur frá sveitarstjórnum sem og umsagnir um samþykktir og gjaldskrár skv. lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir nr 7/1998 m.s.br.
  • framkvæmdastjóra eða hans staðgengli að svara erindum og bréfum f.h. nefndarinnar.

Við vinnu skv. ofansögðu er æskilegt að starfsmenn hafi samband við valda fulltrúa heilbrigðisnefndar til upplýsingar eða ef atriði eða umsagnir orka tvímælis.

Um mál sem orka tvímælis, t.d. umsóknir um starfsleyfi þar sem skilyrðum er ekki að fullu mætt, en mál þola ekki bið, er framkvæmdastjóra eða hans staðgengli falið að afgreiða mál að höfðu samráði við formann og varaformann heilbrigðisnefndar, svo framarlega sem þessir aðilar eru sammála um afgreiðsluna, ella skal kalla saman heilbrigðisnefndarfund.


b) Samstarfsverkefni UST og HES
Á vorfundnum var ákveðið að í stað sameiginlegra átaksverkefna verði ráðist í að endurskoða og uppfæra starfsleyfisskilyrði sem samin hafa verið og flest birt á heimasíðu UST. Þetta á við starfsleyfisskilyrði sem lúta að starfsemi sem fellur undir reglugerð 941/2002 um hollustuhætti og einnig starfsleyfisskylda starfsemi skv. reglugerð 785/1999 um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun.

10. Hugmyndir um breytingu á skipan heilbrigðisnefnda

Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 31.3.2016. Erindið fjallar um hugsanlega fækkun heilbrigðisnefnda og tilfærslu á verkefnum.
Mikil umræða varð um tilfærslu verkefna frá sveitarfélögum og landsbyggðinni til ríkisstofnana. Almenn ánægja er innan Heilbrigðisnefndar með slíkan verkefnatilflutning.

Farið var yfir bókanir af stjórnarfundum SSA og SASS um málið, en ákveðið að staðfesta eftirfarandi bókun af síðasta fundi Heilbrigðisnefndar óbreytta.

Heilbrigðisnefnd Austurlandssvæðis leggur áherslu á að starfsstöðvum á landsbyggðinni megi ekki fækka enda er nálægð við íbúa og atvinnulífið forsenda fyrir góðri og lipurri nærþjónustu. Tekið er undir með afstöðu Sambandsins í niðurlagi erindisins um að styrking heilbrigðiseftirlits með tilfærslu verkefna frá ríki til heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga sé forsenda hvers konar breytinga á fyrirkomulagi heilbrigðiseftirlits.


11. Önnur mál

11.1 Næstu fundir:

Minnt er á þegar samþykkt fundadagatal nefndarinnar:

  • 29.júní símfundur ef þurfa þykir fyrir sumarleyfi – jafnvel fyrr ef ástæða er til
  • Sumarleyfi í júlí og ágúst
  • 7.sept. snertifundur - leggja fram drög að fjárhagsáætlun, gjaldskrá o.þ.h. barnaskólinn á Eiðum????
  • 19.okt. símfundur
  • 2.nóv. aðalfundur HAUST bs.
  • 7.des. símfundur

11.2 Áformaðar breytingar á heilbrigðisnefnd
Lovísa hefur kynnt áform um breytingar á fulltrúa í heilbrigðisnefnd f.h. Hornfirðinga. Sjálf mun hún fara í orlof í september og Þórhildur Ásta Magnúsdóttir sem er annar varamaður af suðursvæði er að flytja af svæðinu.

Væntanlega verður kosið inn nýtt nefndarfólk á fundi bæjarstjórnar í ágúst.

Fundi slitið kl. 15:15 og boðið í kaffi

Fundargerðin færð í tölvu og send fundarmönnum í tölvupósti til staðfestingar. Gerðin verður undirrituð á næsta snertifundi.

Jón Björn Hákonarson
Kristín Ágústsóttir
Lovísa Rósa Bjarnadóttir
Andrés Skúlason
Sandra Konráðsdóttir
Helga Hreinsdóttir
Leifur Þorkelsson
Hákon Hansson
Borgþór Freysteinsson
Júlía Siglaugsdóttir
Dröfn Friðgeirsdóttir

pdfFundargerðin á pdf

HAUST

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir
Bakka 1
765 Djúpavogur
Hafnarbraut 27
780 Höfn
haust@haust.is
474 1235

Search