Fundargerð 14. október 2015

125. / 7. fundur Heilbrigðisnefndar Austurlands
haldinn símleiðis þann 14.10.2015 kl. 9:00 

Heilbrigðisnefndarmenn:

Eiður Ragnarsson
Lovísa Rósa Bjarnadóttir
Andrés Skúlason
Sandra Konráðsdóttir
Kristín Ágústsdóttir
Benedikt Jóhannsson
Anna Alexandersdóttir sem varamaður Árna Kristinssonar sem boðaði forföll

Starfsmenn: 

Helga Hreinsdóttir

Dagskrá:

  1. Bókuð útgefin starfsleyfi  749
  2. Málefni einstakra fyrirtækja / starfsstöðva. 750
    2.1  Tærgesen ehf. 750
    2.2  VHE, Hrauni 5 á Rf  750
    2.3  MS á Egilsstöðum  750
  3. Staðan í fjármálum HAUST í lok sept  750
  4. Aðalfundur undirbúinn  750
  5. Ályktanir aðalfundar SSA 2015  750
  6. Önnur mál  751

 

1.  Bókuð útgefin starfsleyfi

700-701 Fljótsdalshérað

a) Vatnajökulsþjóðgarður, kt. 441007-0940. Nýtt starfsleyfi fyrir almenningssalerni, þurrsalerni í Hvannalindum, N 64°53.282‘ W016°18.599‘.  Leyfi útgefið 15.9.2015.
b) Eiðavinir, kt. 560698-3569.  Tímabundið starfsleyfi fyrir samkomuhald, lítilsháttar gististarfsemi og sölu veitinga í húsakynnum fyrrum Alþýðuskólans á Eiðum þann 10.10.2015. Ábyrgðarmaður: Bryndís Skúladóttir, kt. 150661-3749.  Leyfi útgefið 18.9.2015.
c) Þ.S. Verktakar ehf., kt. 410200-3250. Tímabundið starfsleyfi fyrir starfsmannaaðstöðu í Heiðarenda, þ.e. neysluvatns- og fráveitu frá salernisaðstöðu og kaffiskúr. Leyfi útgefið 24.9.2015 með gildistíma til 20.8.2016.

710 Seyðisfjörður

d) Seyðisfjarðarkaupstaður, kt. 560269-4559. Nýtt starfsleyfi fyrir vatnsveitu við skíðasvæðið í Stafdal.  Leyfi útgefið 20.9.2015.

730 Fjarðabyggð - Reyðarfjörður

e) Austurhlíð ehf., kt. 470714-2470. Tímabundið starfsleyfi til að hluta sundur spenni og fjarlægja hann. Starfsstöð: Hraun 7-9 við Mjóeyrarhöfn. Leyfið gildir frá 25.9. til 25.10. 2015.

f) Fjarðabyggð, kt. 470698-2099. Breytt starfsleyfi fyrir Félagslund, félagsheimili með fullbúnu eldhúsi og óreglulega starfsemi, Lundargötu 2 ,730 Reyðarfirði. Leyfi útgefið 24.9.2015.

735 Fjarðabyggð – Eskifjörður

g) Hótel Eskifjörður ehf., kt. 480714-1210. Snýtt starfsleyfi vegna sölu á gistingu að Strandgötu 47. Leyfi útgefið 14.9.2015.

h) Eskifjarðarkirkja, kt. 520469-4079. Starfsleyfi, breyting á kennitölu, fyrir Eskifjarðarkirkju, kirkju-og safnaðarheimili, Dalbraut 2,735 Eskifirði

740 Fjarðabyggð - Norðfjörður

i) Guðjón Birgir Jóhannsson, kt. 190185-2739. Tímabundið starfsleyfi vegna starfsmannahátíðar Síldarvinnslunnar hf. Íþróttamiðstöðinni Neskaupstað þann 17.10.2015. Leyfið útgefið 9.10.2015.

780-785 Hornafjörður

j) Húsheild ehf., kt. 640107-0300. Tímabundið starfsleyfi fyrir steypustöð á Hnappavöllum í Öræfasveit. Leyfi gefið út 17.9.2015 og gildir til 30.6.2016

2. Málefni einstakra fyrirtækja / starfsstöðva

2.1 Tærgesen ehf.

Á fundi heilbrigðisnefndar þann 2.9. sl. var fjallað um málefni starfsstöðvar fyrirtækisins í Hótel Austur, Búðareyri 6 á Reyðarfirði. Rekstaraðili hefur sótt um breytingu á starfsleyfi og heilbrigðisfulltrúar farið í eftirfylgniferð og úttekt á aðstöðunni.

Heilbrigðisnefnd samþykkti að gefa út starfsleyfi með skilyrðum sem þarf að uppfylla fyrir 1.6.2016.

2.2. VHE, Hrauni 5 á Rf

Í starfsleyfis sem gefið var út þann 29.8.2015 var veittur árs frestur til að tryggja hollustuhætti og mengunarvarnir í mötuneytiseldhúsi. Fyrirtækið hefur ekki náð að ljúka verkunum innan tilskilins tímafrests.   

Heilbrigðisnefnd samþykkir að veita fyrirtækinu frest til áramóta til að leggja fram tímasetta áætlun um lausn málsins – ekki seinna en 1.6.2016 verið framkvæmdum lokið.

2.3. MS á Egilsstöðum

Heilbrigðisnefnd samþykkti á fundi þann 15.4.2015 að veita fyrirtækinu frest til 1.10 n.k. til að leggja fram tímasetta áætlun um úrbætur í vinnslustöð félagsins á Egilsstöðum vegna fitu í frárennsli.  Með bréfi hefur MS lagt fram tillögur um lausn málsins með uppsetningu skilvindu og aukabúnaðar og verði verkinu lokið 1.7.2016.

Heilbrigðisnefnd samþykkir tillögu fyrirtækisins og þann frest sem um er sótt.

3. Staðan í fjármálum HAUST í lok sept

Lögð fram gögn um stöðu fjármála HAUST í lok sept. 2015. Umræður urðu um málið og frkvstj. svarði nokkrum spurningum.  Ekki komu fram aths. enda fjármálin innan eðlilegra marka miðað við fyrri ár.

4. Aðalfundur undirbúinn

Aðalfundur hefur verið boðaður skv. fyrri ákvörðun heilbrigðisnefndar, þ.e. 28.10.2015 kl. 14:00 að Hoffelli, Hornafirði. 

Farið var yfir drög að dagskrá og fyrirkomulag fundarins rætt. 

5. Ályktanir aðalfundar SSA 2015

Eftirfarandi ályktanir af aðalfundi SSA 2015 sem snerta verksvið HAUST voru kynntar og ræddar.

Fráveitumál

Aðalfundur SSA haldinn á Djúpavogi 2. og 3. október 2015 telur brýnt að hraða vinnu við endurskoðun reglugerðar um fráveitur og skólp. Teknar verði upp viðræður við ríkið um leiðir til þess að ljúka því verkefni að innleiða tilskipun um fráveitur með fullnægjandi hætti, svo sem með því að fella niður virðisaukaskatt af fráveituframkvæmdum sveitarfélaga.

Svæðisáætlun um meðferð úrgangs

Aðalfundur SSA haldinn á Djúpavogi 2. og 3. október 2015 hvetur aðildarsveitarfélögin til þess að sameinast um endurskoðun á svæðisáætlun um meðferð úrgangs í samræmi við ákvæði laga um meðhöndlun úrgangs nr. 55/2003.

Verkaskipting heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga og eftirlitsstofnana á vegum ríkisins

Aðalfundur SSA haldinn á Djúpavogi 2. og 3. október 2015 skorar á ríkisvaldið að marka þá stefnu að Umhverfisstofnun og Matvælastofnun verði breytt í stjórnsýslustofnanir og dregið úr eftirlitshlutverki þeirra. Heilbrigðiseftirliti verði falið sem mest af eftirlitsverkefnum á grunni reglugerða og leiðbeininga.

Heilbrigðisfulltrúar eru sérfræðingar í eftirliti og geta sinnt eftirlitsverkefnum í nærumhverfi sínu á hagkvæman hátt. Umhverfisstofnun og Matvælastofnun verði veitt rými og fjármagn til að sinna samræmingarhlutverki, samskiptum við systurstofnanir í öðrum löndum og vinnu fyrir ráðuneytin, m.a. endurskoðun reglugerða sem er orðið afar brýnt verkefni.

Stjórnvöld þurfa að nýta betur mannauð og aðstöðu sem er til staðar í landshlutanum í stað þess að senda starfsmenn með ærnum tilkostnaði frá miðlægum stofnunum.

Starfsmenn stofnana sem eru staðsettar og reknar á landsbyggðinni og af sveitarfélögunum eru vel til þess fallnir að sinna verkefnum úr nærumhverfi í stað þess að senda fólk landshluta á milli.

6. Önnur mál

Næsti fundur verður símfundur, haldinn miðvikudaginn 2.12.

Formaður, Eiður Ragnarsson, sem mun láta af störfum sem formaður heilbrigðisnefndar á aðalfundi 28.10. nk. þakkaði samstarfið í Heilbrigðiseftirliti Austurlands og kvaddi. 

Fundarmenn þökkuðu honum einnig fyrir samvinnu og góða stjórn embættisins í hans formannstíð.

Fundi slitið kl. 9:30

Fundargerðin færð í tölvu og send fundarmönnum í tölvupósti til staðfestingar.  Gerðin verður undirrituð á næsta snertifundi.

Eiður Ragnarsson
Anna Alexandersdóttir
Sandra Konráðsdóttir
Lovísa Rósa Bjarnadóttir
Andrés Skúlason
Benedikt Jóhannsson
Kristín Ágústsdóttir
Helga Hreinsdóttir

pdfFundargerð á pdf

HAUST

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir
Bakka 1
765 Djúpavogur
Hafnarbraut 27
780 Höfn
haust@haust.is
474 1235

Search