Fundargerð 3. júní 2015

123. / 5. fundur Heilbrigðisnefndar Austurlands
haldinn símleiðis 3.6.2015

Heilbrigðisnefndarmenn:
Eiður Ragnarsson, Árni Kristinsson, Lovísa Rósa Bjarnadóttir og Lilja Kristjánsdóttir
Helga Hrönn Melsteð í stað Kristínar Ágústsdóttur sem boðaði forföll
Auður Ingólfsdóttir í stað Benedikts Jóhannssonar sem einnig boðaði forföll
Andrés Skúlason var forfallaður.
Starfsmenn: 
Helga Hreinsdóttir, Leifur Þorkelsson

Dagskrá:
1. Bókuð útgefin starfsleyfi
2. Málefni einstakra fyrirtækja / starfsstöðva

2.1 Skálanessetur
2.2 Dagsverk
2.3 Skeljungur, Skjöldólfsstöðum
2.4 Salt, veitingastaður
3.  Niðurstaða úrskurðarnefndar kærumála
4.  Erindi til Heilbrigðisnefndar
4.1 Varðar framkvæmdir á grannsvæði vatnsveitu á Eskifirði
5.  Fráveitumál – fituskiljur
6. Drög að ársreikningi 2014
7. Mál unnin og/eða afgreidd milli funda
7.1     Umsagnir
7.2 Fundir o.þ.h.
8.   Önnur mál
8.1  Af vettvangi Samtök Heibrigðiseftirlits á Íslandi
8.2  Húsnæðismál HAUST á Egilsstöðum
8.3  Næstu fundir
8.4  Úr eftirlitinu
8.5  Breyting á skipan í heilbrigðisnefnd

 

1. Bókuð útgefin starfsleyfi  

690 Vopnafjörður

a) J&S ehf., kt. 6701142010.  Starfsleyfi fyrir sölu á veitingum í kaffihúsinu Hjáleigunni Bustarfelli auk vatnsveitu sem þjónar aðstöðunni. Leyfi útgefið 26.5.2015.
b) Vopnafjarðarhreppur, kt. 710269-5569.  Starfsleyfi fyrir vatnsveitu við sundlaugina í Selárdal.  Leyfi útgefið 28.5.2015.
c) Vopnafjarðarhreppur, kt. 710269-5569.  Starfsleyfi fyrir rekstri fráveitu þéttbýlisins á Vopnafirði.  Leyfi útgefið 1.6.2015 með gildistíma til 1.6.2020.

720 Borgarfjarðarhreppur

d) Borgarfjarðahreppur, 480169-6549.  Breyting á starfsleyfi fyrir tjald- og hjólhýsasvæði, þ.e. leyfi fyrir að útvíkka tjaldsvæðið yfir á tún neðan áhaldahúss á álagstímum.  Leyfi útgefið 15.5.2015.
e) Borgarfjarðahreppur, 480169-6549.  Starfsleyfi fyrir rekstri fráveitu þéttbýlisins á Bakkagerði.  Leyfi útgefið 1.6.2015 með gildistíma til 1.6.2020.

700-701 Fljótsdalshérað

f) Röskvi ehf.  kt  630704-2350.  Nýtt starfsleyfi vegna sölu á gistingu að Reynivöllum 13. Leyfið útgefið 22.4.2015
g) Gyða Dögg Sigurðardóttir,  kt.230684-2319. Starfsleyfi/breyting vegna aukningar á gistirýmum í heimagistingu að Bláskógum 12. Leyfið útgefið 5.5.2015.
h) Anna Kristín Magnúsdóttir, kt. 170849-4349. Starfsleyfi/endurnýjun vegna sumardvalar í júní, júlí og ágúst ár hvert í gamla Barnaskólanum á Eiðum. Leyfið útgefið 8.5.2015.
i) Hamrahlíð ehf., kt. 580898-2549. Tímabundið starfsleyfi fyrir bílaþvottastöð að Lagarbraut 7. Ábyrgðarmaður: Kolbeinn Ísak Hilmarsson, kt. 240896-2149.  Leyfi útgefið 11.5.2015 með gildistíma til 31.8.2015.
j) Sigrún Birna Kristjánsdóttir, kt.  120854-6159. Starfsleyfi/nýtt vegna sölu á gistingu-heimagisting að Faxatröð 3. Leyfið útgefið 19.5.2015
k) Sigríður Sigmundsdóttir, kt.  051261-4299. Starfsleyfi/nýtt vegna sölu á gistingu-heimagistingu að Lagarfelli 3, 700 Egilsstöðum. Leyfið útgefið 21.5.2015.

710 Seyðisfjörður

l) Gullberg ehf. kt. 580169-5709.  Starfsleyfi vegna mengunarvarna við fiskvinnslu að Hafnargötu 47. Leyfi útgefið 20.4.2015.
m) Seyðisfjarðarkaupstaður, kt. 560269-4559. Starfsleyfi fyrir rekstri fráveitu þéttbýlisins í Seyðisfirði.  Leyfi útgefið 1.6.2015 með gildistíma til 1.6.2020.

730 Fjarðabyggð - Reyðarfjörður

n) Fjarðabyggð, kt. 470698-2099. Starfsleyfi fyrir rekstri fráveitu þéttbýlisins í Reyðarfirði.  Leyfi útgefið 1.6.2015 með gildistíma til 1.6.2020.

o) Fjarðabyggð, kt. 470698-2099. Starfsleyfi fyrir rekstri fráveitu iðnaðarsvæðisins á Hrauni Reyðarfjörð.  Leyfi útgefið 1.6.2015 með gildistíma til 1.6.2020.

735 Fjarðabyggð – Eskifjörður

p) Tandraberg ehf., kt. 601201-4960. Nýtt starfsleyfi fyrir móttöku á ómeðhöndluðu timbri og vinnslu þess í nytjahluti; bretti, borð, kurl og/eða sag að Strandgötu 6. Leyfi útgefið 29.1.2015.
q) VHE ehf., kt. 531295-2189. Tímabundið starfsleyfi fyrir fyrir farandsalerni og lokaða fráveitu við starfsmannaaðstöðu vegna brúargerðar yfir Eskifjarðará. Leyfi útgefið 28.5.2015 með gildistíma til 15.11.2015.
r) Fjarðabyggð, kt.  470698-2099. Starfsleyfi fyrir rekstri fráveitu þéttbýlisins í Eskifirði.  Leyfi útgefið 1.6.2015 með gildistíma til 1.6.2020.

740 Fjarðabyggð - Norðfjörður

s) Lyfja hf., kt. 531095-2279. Starfsleyfi/breyting vegna flutnings Lyfja Neskaupstað Hafnarbraut 15. Leyfið útgefið 15.4.2015.
t) G.V. Hljóðkerfi ehf., 450799-2469. Tímabundið starfsleyfi fyrir skemmtanir í Íþróttahúsinu Neskaupstað, dags. 2. og 3. maí. Leyfið útgefið 21.4.2015.
u) Fjarðabyggð, kt.  470698-2099.  Starfsleyfi fyrir rekstri fráveitu þéttbýlisins í Neskaupstað.  Leyfi útgefið 1.6.2015 með gildistíma til 1.6.2020.

750 Fjarðabyggð - Fáskrúðsfjörður

v) Fjarðabyggð, kt.  470698-2099. Starfsleyfi fyrir rekstri fráveitu þéttbýlisins að Búðum í Fáskrúðsfirði.  Leyfi útgefið 1.6.2015 með gildistíma til 1.6.2020.

755 Fjarðabyggð - Stöðvarfjörður

w) Steinasafn Petru. kt. 671197-3059. Nýtt starfsleyfi fyrir fyrir sölu á einföldum matvælum, súpum, samlokum og drykkjum í Kaffi Sunnó Fjarðarbraut 21,.  Leyfi gefið út 15.5.2015.
x) Fjarðabyggð, kt.  470698-2099. Starfsleyfi fyrir rekstri fráveitu þéttbýlisins í Stöðvarfirði.  Leyfi útgefið 1.6.2015 með gildistíma til 1.6.2020.

760 Breiðdalshreppur

y) Ísfiskur ehf., kt. 631190-1039.  Nýtt starfsleyfi fyrir fiskvinnslu þ.e. saltfiskverkun og aðra verkun á bolfiski að Sólvöllum 23. Leyfi gefið út 3.12.2014.
z) Breiðdalshreppur, kt.  480169-0779. Starfsleyfi fyrir rekstri fráveitu þéttbýlisins í Breiðdalsvík.  Leyfi útgefið 1.6.2015 með gildistíma til 1.6.2020.

765 Djúpivogur

aa) Eðvald Smári Ragnarsson, kt. 051251-4239. Nýtt starfsleyfi fyrir gistiheimiliað  Hammersminni 4 fyrir allt að 12 gesti í 6 herbergjum. Leyfi gefið út 6.1.2015.
bb) Pomp og Prakt, kt. 531207-0330. Nýtt starfsleyfi, sala á gistingu á einkaheimili fyrir allt að 8 manns í fjórum herbergjum, Karlsstöðum, 765 Djúpivogur..
Ábyrgðarmaður: Berglind Häsler , kt. 190478-3519 Leyfi gefið út 4.3.2015.
cc) Pomp og Prakt, kt. 531207-0330. Nýtt starfsleyfi fyrir litla matvælavinnslu, framleiðslu á snakki úr gulrófum, Karlsstöðum, 765 Djúpivogur. Leyfi gefið út 15.5.2015.
dd) Búlandstindur ehf., kt. 680999-2289. Nýtt starfsleyfi fyrir meðalstóra fiskvinnslu.  Leyfi gefið út 19.5.2015.
ee) Djúpavogshreppur, kt.  570992-2799. Starfsleyfi fyrir rekstri fráveitu þéttbýlisins á Djúpavogi.  Leyfi útgefið 1.6.2015 með gildistíma til 1.6.2020.

780-785 Hornafjörður

ff) Lovísa Guðmundsdóttir, kt. 050553-4779. Nýtt starfsleyfi fyrir heimagistingu að  Álaleiru 14,. Leyfið útgefið 9.5.2015.
gg) Karlakórinn Jökull, kt. 610280-0139. Tímabundið starfsleyfi fyrir skemmtanahald í Sindrabæ þann. 4.5. nk. Leyfið útgefið 30.4.2015.
hh) Mikley ehf., kt. 660413-2000.  Breytt starfsleyfi vegna sölu gistingar án veitinga fyrir allt að 24 gesti að Hafnarbraut 21. Ábyrgðarmaður: Sveinbjörn Imsland, kt. 170462-4249.  Starfsleyfi útgefið 13.5.2015.
ii) Sveinbjörn Imsland, kt. 170468-4249. Breytt starfsleyfi fyrir heimagistingu á 2. og 3. hæð hússins að Fiskhóli 11.  Leyfi útgefið 19.5.2015.
jj) Ragnhildur Magnúsdóttir, kt. 170465-5399. Breytt starfsleyfi fyrir heimagistingu á 1. hæð hússins að Fiskhóli 11.  Leyfi útgefið 19.5.2015.
kk) Björn Borgþór Þorbergsson, kt. 180462-5629.  Breyting á starfsleyfi fyrir sölu á gistingu og veitingum auk starfsmannabústaðar að Breiðabólsstað II, Gerði í Suðursveit.  Leyfi útgefið 23.5.2015 með gildistíma til 31.5.2016.
ll) Sjómannadagsráð Hornafjarðar kt. 660402-7210. Tímabundið starfsleyfi fyrir skemmtanahald í Íþróttahúsi Heppuskóla vegna sjómannadansleiks  þann. 6.6.. nk. Leyfið útgefið 29.5.2015.
mm) Sveitarfélagið Hornafjörður, kt. 590169-4639.  Starfsleyfi fyrir rekstri fráveitu Hafnar.  Leyfi útgefið 1.6.2015 með gildistíma til 1.6.2020.
nn) Jöklavagnar ehf., kt 560994-2149.Starfsleyfi fyrir sölu veitinga úr matvælavagni með skráningarnúmerið UV D12, að jafnaði staðsettum í Skaftafelli. Leyfi útgefið 29.5.2015
pp) Bessadýr ehf., kt. 630914-2050Nýtt starfsleyfi fyrir sölu gistingar með morgunverði að Hafnarbraut 29.  Ábyrgðarmaður:  Guðmundur L. Magnússon, kt. 161156-3459.  Leyfi útgefið 1.6.2015.

2. Málefni einstakra fyrirtækja / starfsstöðva

  2.1 Skálanessetur

Fráveita og neysluvatnsveita við Skálanessetur hafa verið ófullnægjandi og rekstaraðili hefur ekki sinnt tilmælum um úrbætur. Nú hafa verið lögð fram gögn þar sem fram kemur að vatnsveita verði löguð  og að sveitarfélagið muni setja niður rotþró hvort tveggja fyrir að fyrir miðjan júlí.
Heilbrigðisnefnd samþykkir frest til að ganga frá neysluvatns- og fráveitumálum við Skálanes.  Framkvæmdum verði lokið sem allrafyrst og ekki seinna en fyrir lok júlí 2015.  Þar til úttekt hefur farið fram og rannsóknir á neysluvatninu hafa sýnt fram á að það uppfylli ákvæði neysluvatnsreglugerðar eru tilmæli um að gestum verði aðeins borið soðið vatn til drykkja.

2.2 Dagsverk

Á fundi heilbrigðisnefndar 12.2. sl. var fyrirtækinu veittur frestur til úrbóta á fráveitumálum.  Fresturinn er liðinn, en fyrirliggur að fráveita frá fyrirtækinu verður tengd inn á fráveitukerfi þéttbýlisins á Egilsstöðum.  Sú tenging er inni á verkáætlun HEF skv. upplýsingum frá hitaveitustjóra. 
Heilbrigðisnefnd fagnar því að fráveitumál fyrirtækisins muni leystast til frambúðar og samþykkir að falla frá fyrri kröfu. Hins vegar er gerð krafa er um að innan tveggja mánaða frá því að fráveitan verður tengd inn á bæjarveituna verði rotþróin tæmd og fjarlægð.  

2.3 Skeljungur, Skjöldólfsstöðum

Fyrirtækið hafði lagt fram áætlun um úrbætur á frágangi við áfylliplan bensínstöðvarinnar fyrir 1.5.2015.  Vegna þess hve seint vorar hefur fyrirtækið óskað eftir fresti til 1.8.2015. 
Heilbrigðisnefnd samþykkir umbeðinn frest.

2.4 Salt, veitingastaður

Frestur til að setja niður fituskilju við fráveitu frá veitingastaðnum er útrunninn.  Sótt var um viðbótarfrest til janúar 2018 til að ljúka verkinu.
Erindi  rekstaraðila um frest til janúar 2018 er hafnað. Heilbrigðisnefnd samþykkir að veita rekstaraðila frest til 1.8.2015 til að leggja fram áætlun sem sýni hvernig fullnægjandi hreinsun fráveitu frá starfseminni verði háttað. Miða skal við að öllum framkvæmdum verði lokið í seinasta lagi fyrir 1.5.2016. 

3. Niðurstaða úrskurðarnefndar kærumála

Þann 29.4.2015 var loks úrskurðað í kærumáli vegna starfsleyfis sem HAUST gaf út fyrir Gámaþjónustu Austurlands að Hafnargötu 6 á Reyðarfirði.  Kæra var lögð fram þann 23.12.2013. Grunnur kærunnar var að skv. aðalskipulagi frá árinu 2007 væri svæðið miðbæjarsvæði þar sem ekki ætti að vera mengandi starfsemi, en leyfið var gefið út á grunni deiliskipulags frá 1999 sem væri ekki í samræmi við aðalskipulag.
Í úrskurðarorði er því miður ekki efnislega tekið á hvort deili- eða aðalskipulag sé rétthærra í þessu máli heldur eru kærendur ekki taldir eiga lögvarða hagsmuni í málinu og því er vísað frá.
Heilbrigðisnefnd telur bagalegt að hafa ekki fengið í úrskurði efnislega umfjöllum um skipulagsmál og leiðbeiningar um hvernig vinna beri samskonar eða svipuð mál í framtíðinni. 

4. Erindi til Heilbrigðisnefndar

4.1 Varðar framkvæmdir á grannsvæði vatnsveitu á Eskifirði

Með bréfi dags. 12.5.2015 leitar Umhverfis- og auðlindaráðuneytið umsagnar Heilbrigðisnefndar varðandi undanþágubeiðni Fjarðabyggðar til að byggja hesthús á grannsvæði vatnsveitu í Eskifirði.
Áður hafði heilbrigðisnefnd fjallað um ósk um byggingu hesthúss á sama svæði og þá var eftirfarandi bókað: Heilbrigðisnefnd hafnar erindinu að svo komnu máli enda nýtur vernd neysluvatns algers forgangs.  Ef sveitarfélagið og rekstaraðilar neysluvatnsveitunnar hafa ástæðu til að ætla að grannsvæði vatnsveitunnar hafi verið of vítt skilgreint geta þeir með rökum lagt fram tillögu að nýju vatnsverndarskipulagi til samþykktar hjá Heilbrigðisnefnd.
Málið var kynnt og rætt ítarlega.  Eftirfarandi er niðurstaða Heilbrigðisnefndar:
Neysluvatnsmál á Eskifirði eru viðkvæm.  Meginvatnsból þéttbýlisins er í fjallinu ofan byggðar þar sem lindir eru viðkvæmar fyrir leysingum.  Geislun neysluvatnsins var tekin upp til að trygga heilnæmi þess, en dæmi eru um að í þurrum árum hafi vatn þaðan verið af skornum skammti.  Í þeim tilfellum sem og ef þörf er á enn meira vatni vegna fiskvinnslu hefur þurft að taka vatn úr borholum í Eskifjarðardal, en það er á grannsvæði þess vatnstökusvæðis sem sótt er um undanþágu fyrir.  Sveitarfélagið telur ekki rétt að breyta vatnsverndarskipulagi fyrir svæðið, þ.e. þrengja grannsvæðið og í skýrslu frá Jarðfræðistofunni Stapa kemur fram að  Eskifjarðará sé dragá og eyrar hennar og aðliggjandi malarhjallar frekar þunnir og lindir litlar, yfirboðsvatn, snjór og regn sem falli á svæðið eigi því frekar greiða leið að ánni og í grunnvatnsstrauma henni gengdum.
Heilbrigðisnefnd telur að enga áættu skuli taka um magn og gæði neysluvatns og treystir sér ekki til að mæla með að ráðuneytið veiti umbeðna undanþágu.

5. Fráveitumál – fituskiljur

Á seinasta fundi heilbrigðisnefndar var frestað umfjöllun um tillögur Umhverfisgæðahóps um viðmið fyrir fráveitusamþykktir sveitarfélaga og hvernig heilbrigðisnefnd skuli vinna með þessi viðmið.  Málinu var frestað á seinasta fundi en nú tekið upp aftur með frekari gögnum, þ.m.t. áliti lögfræðings hjá UST.
Um er að ræða eftirfarandi töluleg viðmið:
 Tafla 1. Viðmið um mæligildi í fráveituvatni

 

COD
mg/l O2

BOD
mg/l O2

SS mg/l

Fita
mg/l

Síður viðkvæmur viðtaki

1000

 

500

100

Viðkvæmur viðtaki1

125

25

35

50

Viðtakar eru misviðkvæmir og gildin sem hér eru nefnd ætti aðeins að hafa sem viðmið.  Ætíð þarf að meta þol viðtakans og hafa losunarmörk skv. því.  Æskilegt að straumar séu þekktir og þynningalíkön liggi fyrir. Ef sveitarfélag býr við kröfu um tveggja þrepa hreinsun má ekki setja  meiri mengun út á lagnakerfið en hér er gert ráð fyrir.
Heilbrigðisnefnd samþykkir eftirfarandi:
Þar sem HAUST vinnur starfsleyfi fyrir mengandi starfsemi og setja skal viðmiðunargildi um mengandi efni í fráveitu skv. ákvæðum í reglugerð 785/1999 gr. 14. verði miðað við tillögu Umhverfisgæðahóps frá haustinu 2014
Sveitarfélög eru hins vegar hvött til að setja sér fráveitusamþykktir þar sem fram koma viðmiðunarmörk skv. sömu tillögu Umhverfisgæðahóps í samræmi við I. viðauka C um iðnaðarskólp í fráveitureglugerð nr. 798/1999 í þeim tilgangi að hindra fitusöfnun í lagnakerfum fráveitna og álag á viðtaka.

6. Drög að ársreikningi 2014

Lögð fram drög að ársreikningi HAUST 2014. 
Fram kom að laun voru umfram áætlun enda samþykkti Heilbrigðisnefnd síðsumars að ráða sumarstarfsmann áfram í vinnu til árloka 2015.  Einnig var samþykkt að endurnýja skódabifreið HAUST í desember 2014 þar sem gott verð fékkst fyrir þá gömlu.
Þrátt fyrir þetta er niðurstaða rekstrar aðeins rúm 600 þús umfram áætlun.  
Heilbrigðisnefnd felur frkvstj. að ganga frá ársreikningum til samþykktar á aðalfundi HAUST bs.

7. Mál unnin og/eða afgreidd milli funda

7.1 Umsagnir

  • Umsögn  um erindi UST – brennslustöðvar fyrir áhættuúrgang 
  • Umsögn um erindi UST varðandi urðun á smitandi slátur- og landbúnaðarúrgangi.
  • Umsögn um skipulagslýsingar fyrir breytingu á gerð deiliskipulags fyrir íbúðabyggð að Uppsölum á Fljótsdalshéraði
  • Umsögn varðandi dúfur á Reyðarfirði. 
  • Umsögn um tillögu að nýju deiliskipulagi við Höfnina – Ósland á Höfn.  .

7.2 Fundir o.þ.h.

  • 5.5. fundur með hreppsnefnd Fljótsdalshrepps
  • 13.5. fundur með stjórn HEF
  • 21.5. fundur með hreppsnefnd Vopnafjarðarhrepps
  • Nokkrir vinnudagar vegna ÍsLeyfs

 

8. Önnur mál

8.1 Af vettvangi Samtök Heilbrigðiseftirlits á Íslandi

30.4. fundaði stjórn SHÍ með ráðherra umhverfismála
12.5. funduðu framkvæmdastjórar á vegum SHÍ, gestir voru frá UHR, AUR og Sambandi sveitarfélaga. HHr. Gerir lítillega grein fyrir efni fundanna.   

8.2 Húsnæðismál HAUST á Egilsstöðum

Samkomulag hefur náðst við Vísindagarðinn ehf. Um að HAUST geti áfram leigt húsnæði að Tjarnarbraut 39b til næstu 4 ára.  Leiguverð hækkar frá því sem verið hefur, en er ásættanlegt.
 Framkvæmdastjóra falið að ganga frá leigusamningi.

8.3 Næstu fundir

Tillaga um næstu fundi var samþykkt á síðasta fundi nefndarinnar.:

    • Snertifundur miðvikudaginn 2.9., verði haldinn á suðursvæði
    • Símfundur miðvikudaginn 14.10.      
    • Aðalfundur miðvikudaginn 28.10.
    • Símfundur miðvikudaginn 2.12.

8.4 Úr eftirlitinu

LÞ gerði grein fyrir eftirliti í fyrirtæki þar sem hugsanlega mun koma til beitingar þvingunarúrræða.

8.5 Breyting á skipan í heilbrigðisnefnd

Lilja Kristjánsdóttir þakkaði nefndarmönnum fyrir gott og áhugavert samstarf, en hún flytur af starfssvæðinu í sumar og þetta var því hennar síðasti fundur í Heilbrigðisnefnd. Lilju þökkuð góð störf og óskað velfarnaðar á nýjum vettvangi.

Fundi slitið kl. 10:28

Fundargerðin færð í tölvu af Helgu Hreinsdóttur og send fundarmönnum í tölvupósti til staðfestingar.  Gerðin verður undirrituð á næsta snertifundi.

Eiður Ragnarsson                                     
Árni Kristinsson
Lilja Kristjánsdóttir                                     
Lovísa Rósa Bjarnadóttir
Auður Ingólfsdóttir                                      
Helga Hrönn Melsteð
Helga Hreinsdóttir
Leifur Þorkelsson

pdfFundargerð á pdf

HAUST

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir
Bakka 1
765 Djúpavogur
Hafnarbraut 27
780 Höfn
haust@haust.is
474 1235

Search