Fundargerð 15. apríl 2015

122. / 4. fundur Heilbrigðisnefndar Austurlands
haldinn 15.4.2015 á Egilsstöðum kl. 12

Heilbrigðisnefndarmenn:
Eiður Ragnarsson, Árni Kristinsson, Lovísa Rósa Bjarnadóttir, Andrés Skúlason, Kristín Ágústsdóttir, Auður Anna Ingólfsdóttir sem varamaður Benedikts Jóhannssonar sem boðaði forföll og Vilhjálmur Jónsson sem varamaður fyrir Lilju Kristjánsdóttur sem einnig boðaði forföll
Starfsmenn: 
Helga Hreinsdóttir, Leifur Þorkelsson, Hákon Hansson, Júlía Siglaugsdóttir, Borgþór Freysteinsson, Dröfn Svanbjörnsdóttir.
Gestir fundarins:
Kristín Linda Árnadóttir forstjóri Umhverfisstofnunar og Sigrún Ágústsdóttir, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun 

Dagskrá:

  1. Breyting á skipan í Heilbrigðisnefnd
  2. Fulltrúar frá Umhverfisstofnun, gestir á fundinn
  3. Samningar um verkefni milli HAUST og UST/MAST
    3.1  Samningar milli UST og HAUST
    3.2  Samningar milli MAST og HAUST
  4. Fráveitumál
    4.1  Fituskiljur
    4.2  Drög að samþykkt um fráveitur á starfssvæði HAUST
    4.3  Starfsleyfi fráveitna á starfssvæði HAUST
  5. Leyfisveitingar vegna heimagistingar
  6. Bókuð útgefin starfsleyfi
  7. Bókuð útgefin tóbakssöluleyfi
  8. Málefni einstakra fyrirtækja / starfsstöðva
    8.1  Mjólkursamsalan vegna starfsstöðvar MS á Egilsstöðum
  9. Erindi til Heilbrigðisnefndar
    9.1  Eiðar
    9.2  Frá UST v/ brennslu áhættuvefja frá dýrum
  10. Mál unnin og/eða afgreidd milli funda
    10.1      Umsagnir
    10.2      Svör við erindum
  11. Innra starf heilbrigðiseftirlits Austurlands
    11.1      Ræða verklag og vinnu nefndarinnar
    11.2      Starfslýsingar
    11.3      Gæðastefna HAUST
    11.4      Verklag varðandi starfsleyfisskilyrði
  12. Bráðabirgðauppgjör ársins 2014
  13. Drög að ársskýrslu 2014
  14. Starfsmannafundur
  15. Önnur mál
    15.1      Næstu fundir
    15.2      Skipaskoðanir - námskeið
    15.3      Kvörtun um umgengni
    15.4      Önnur mál

Eiður Ragnarsson formaður setti fundi og bauð gesti velkomna. Hann hvatti fólk til að vinna vel á fundinum þar sem dagskráin var þétt skipuð.

1. Breyting á skipan í Heilbrigðisnefnd

Þórhallur Harðarson, sem var skipaður varamaður í heilbrigðisnefnd hefur flutt til Akureyrar og lætur því af störfum.  Á fundi bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs þann 21.janúar var Anna Alexandersdóttir kjörin varamaður í heilbrigðisnefnd í hans stað.
Þórhalli eru þökkuð störf fyrir nefndina og Anna boðin velkomin.

2. Fulltrúar frá Umhverfisstofnun, gestir á fundinn

KLÁ þakkað fyrir að fá að koma inn á fundinn enda væru Umhverfisstofnun og heilbrigðisnefndir samstarfsaðilar í eftirliti og mikilvægt að rækta samband þeirra.

KLÁ og SÁ fjölluðu síðan um eftirfarandi málefni:

  • Hlutverk heilbrigðisnefnda og Umhverfisstofnunar
    KLÁ gerði grein fyrir hlutverki UST og rakti helstu snertifleti stofnunarinnar við Austurland og fór einnig yfir hlutverk heilbrigðisnefnda, ábyrgð þeirra og völd.
  • Yfirumsjónarhlutverk Umhverfisstofnunar, í dag og til framtíðar 
    Yfirumsjónarhlutverk UST verður til umfjöllunar á vorfundi heilbrigðiseftilrits og UST í maí.
  • Hvernig bætum við mengunar- og heilbrigðiseftirlit, umræður
    Frá fundarmönnum kom fram að eftirlitið mætti bæta með því að færa allt eftirlit nær starfsstöðvunum og einnig með því að samræma regluverk, endurskoða reglugerðir og skýra not þvingunarúrræða.
    Undir þessum lið var mikið rætt um heimagistingu.  Reglugerðir sem snerta málaflokkinn, þ.e. hollustuháttareglugerð, byggingareglugerð og gistihúsareglugerðin eru ósamstæðar og torvelda samræmingarvinnu.
  • Stór verkefni framundan
    Ekki hefur verið hægt að uppfylla kröfur laga um stjórn vatnamála hvað varðar heildstæða vöktunaráætlun fyrir vatn m.a. vegna fjárskorts.  Fram kom að atvinnulífið er farið að kalla eftir flokkun vatna enda eru kröfur þar um þegar fyrirtæki taka upp gæðakerfi. 

3. Samningar um verkefni milli HAUST og UST/MAST

3.1 Samningar milli UST og HAUST

  • Samningur um að HAUST fari með eftirlit með urðunarstöðum og spilliefnamóttöku f.h. UST rennur út 31.12.2015.  Með bréfi dags. 25.3.2015 hefur verið óskað eftir framlengingu samningsins og ennfremur að hann verði til lengri tíma en 2ja ára.
  • Samningur um að HAUST fari með eftirlit með fiskimjölsverksmiðjum, fiskeldi og tilfallandi verkefnum, sem gerður var í júní 2012 rennur út í árslok 2016.  Með breytingu á lögum um fiskeldi hefur sá þáttur þó fallið út úr samningnum og verkefnum HAUST því fækkað umtalsvert.

Fram kom tillaga um að fyrri samningurinn yrði framlengdur um eitt ár og samningarnir síðan felldir saman í einn.  Ósk HAUST um lengri samningstíma svaraði SÁ á þá lund að innan UST væri eftirlit flutt milli eftirlitsaðila á tveggja ára fresti og sama ætti að gilda hjá samningsaðilum.  HHr upplýsti að af hálfu HAUST er einnig unnið með tilfærslu valdra verkefna milli heilbrigðisfulltrúa og því hugsanlega hægt að uppfylla kröfur UST þar um inn í endurnýjaðan samning.

Heilbrigðisnefnd felur frkvstj. að vinna áfram að gerð samninganna í samvinnu við UST, m.a. með vísan í ályktun af aðalfundi SSA á Vopnafirði árið 2014.

3.2 Samningar milli MAST og HAUST

Frá því í janúar hafa verið umræður um að HAUST taki að sér eftirlit með vöruskoðun og gerð hleðslustaðfestinga vegna útflutnings á sjávarafurðum f.h. MAST..

Nú liggja fyrir samningsdrög sem eru að mati HHr og LÞ ásættanleg. Samningurinn er til eins árs, uppsegjanlegur með 3ja mánaða fresti á báða bóga. 

Ógerlegt er að áætla umfang þessarar vinnu, en um getur verið að ræða útköll á eftirvinnutíma sem eðlilegt er að greiða skv. yfirvinnutöxtum.

Heilbrigðisnefnd er enn sem áður áfram um að HAUST sækist eftir og taki að sér verkefni fyrir ofangreindar stofnanir eftir því sem unnt er..  Heilbrigðisnefnd samþykkir ofangreint og felur HHr og LÞ að ganga frá samningi við MAST skv. fram komnum samningsdrögum.

4. Fráveitumál

4.1 Fituskiljur

Kynnt var vinna Umhverfisgæðahóps skjal með yfirskriftina Fitugildrur, viðmið fyrir fráveitusamþykktir sveitarfélaga.  Umræða varð um hvernig heilbrigðiseftirlit nýti þessa vinnu og þau viðmiðunargildi sem þar koma fram. Leitað hefur verið álits hjá lögfræðingi UST.

Málið verður tekið upp aftur þegar frekari gögn liggja fyrir.

4.2 Drög að samþykkt um fráveitur á starfssvæði HAUST

Drög voru unnin og send til sveitarfélaga á starfssvæði HAUST í árslok 2014.  Óskað var eftir að drögin yrðu lögð fram til kynningar í í sveitarfélögunum og viðbrögð send til HAUST  fyrir lok mars 2015.

Svör hafa borist frá Borgarfjarðarhreppi, sem fagnar þessari vinnu; Fljótsdalshreppi sem óskar eftir fundi með frkvstj. og frá Fjarðabyggð, sem felur mannvirkjastjóra að vinna málið áfram í samráði við HAUST.

Heilbrigðisnefnd hvetur sveitarfélög til að endurskoða sínar samþykktir um fráveitumál,  hreinsun rotþróa og/eða meðferð seyru í samráði við HAUST og með fram lögð drög að samþykkt um fráveitur til hliðsjónar.

4.3 Starfsleyfi fráveitna á starfssvæði HAUST

Starfsleyfisdrög fyrir fráveitur allra þéttbýliskjarna á starfssvæði HAUST voru unnin og send til sveitarfélaganna í lok árs 2014.  Óskað var eftir að sveitarfélögin færu ítarlega yfir drögin og fylgigögn og gerðu aths. fyrir lok mars.2015. Í niðurlagi fylgibréfs var tilkynnt að ef ekki bærust andmæli eða athugsemdir yrðu starfsleyfin gefin út að fresti liðnum. 

Í ljós hefur komið að fá sveitarfélög hafa fjallað um þessi starfsleyfisdrög.  Því var frestur til umsagna framlengdur til 10.4.2015. 

Málið kynnt.


5. Leyfisveitingar vegna heimagistingar

Á seinasta fundi var eftirfarandi bókað:  Rætt um starfsleyfi vegna sölu á heimagistingu en mikil aukning hefur orðið í útgáfu slíkra leyfa að undanförnu. Samþykkt að fela starfsmönnum HAUST að kanna hvernig fyrirkomulag þessara mála er á öðrum heilbrigðiseftirlitssvæðum. Jafnframt var samþykkt að taka málið til umræðu á næsta fundi nefndarinnar.
Farið var yfir ferli í leyfisveitingum, þ.e. hlutverk sýslumanns og þeirra umsagnaraðila sem hann leitar til sem og samskipta umsagnaraðila, t.d. hvort umsagnir varðandi skipulag, upplýsingar um búsetu umsækjenda o.þ.h. berist til HAUST.

Fundarmenn voru sammála um að þörf er einföldunar í málaflokknum. 

 

6. Bókuð útgefin starfsleyfi  

700-701 Fljótsdalshérað

a) Hitaveita Egilsstaða og Fella ehf., kt.470605-1110. Endurnýjað starfsleyfi fyrir vatnsveitu sem dreifir heitu vatni til íbúa í Fellabæ á Egilsstöðum og í nágrenni. Starfsleyfi útgefið 13.2.2015

b) Héraðsfiskur ehf., kt. 440315-2240. Starfsleyfi fyrir matvöruverslun með vinnslu að Kaupvangi 23b. Starfsleyfi útgefið 13.3.2015.

c) Gunnþór Jónsson, kt. 280974-3319. Nýtt starfsleyfi fyrir einkavatnsveitu og sölu heimagistingar á Litlabjargi í Jökulsárhlíð. Leyfi útgefið 24.3.2015.

d) Guðrún Jónsdóttir, kt. 150761-3369. Nýtt starfsleyfi fyrir einkavatnsveitu og sölu á heimagistingu í sumarhúsi á landareigninni og að Ásgeirsstöðum. Starfsleyfi gefið út 26.3.2015

e) Jóna Björg Vilbergsdóttir, kt. 100860-4819. Nýtt starfsleyfi fyrir sölu á heimagistingu að Árskógum 34. Leyfið útgefið 1.4.2015..

f) Norðurbik ehf., kt. 410704-2260. Tímabundið starfsleyfi fyrir færanlega malbikunarstöð í Selhöfða á lóð Þórfells ehf. Ekkjufellssel nr. 7 í Fellum.  Leyfið gildir frá 1.6. til 1.7.2015  og er útgefið 10.4.2015.

710 Seyðisfjörður

g) Björt Sigfinnsdóttir, kt.  270384-2859. Nýtt starfsleyfi fyrir heimagistingu í Fíu-húsi, Hafnargötu 12. Leyfið útgefið 7.4.2015.

730 Fjarðabyggð - Reyðarfjörður

h) Fjarðabyggð, kt. 470698-2099. Tímabundið starfsleyfi vegna niðurrifs húss við Strandgötu 7.  Leyfi útgefið 7.4. með gildistíma til 2.5.2015.

735 Fjarðabyggð - Eskifjörður

i) Guðjón Birgir Jóhannsson, kt. 140185-2739. Tímabundið starfsleyfi fyrir páskadansleik í Valhöll þann 4.4.2015. Leyfi útgefið 30.3.2015.

740 Fjarðabyggð - Norðfjörður

j)   Fjarðabyggð, kt. 470698-2099. Tímabundið starfsleyfi vegna niðurrifs húss við Blómsturvelli 41. Leyfi útgefið 7.4. með gildistíma til 2.5.2015.

k) Fjarðabyggð, kt. 470698-2099. Tímabundið starfsleyfi vegna niðurrifs húss við Naustahvamm 52. Leyfi útgefið 7.4. með gildistíma til 2.5.2015.

l) G.V. Hljóðkerfi ehf., kt. 4507992469. Tímabundið starfsleyfi vegna samkomuhalds og sölu á veitingum í tengslum við árshátíð Alcoa í íþróttahúsinu í Neskaupstað 21.3.2015 og 28.3.2015. Ábyrgðarmaður: Guðjón Birgir Jóhannsson kt. 140185-2739.

780-785 Hornafjörður

m) Funi ehf., Ártúni,781 Hornafirði. Endurnýjun á starfsleyfi fyrir gistiaðstöðu að Víkurbraut 2, 780 Höfn. Leyfið útgefið 18.02.2015.

n) Sveitarfélagið Hornafjörður, kt. 590169-4639. Tímabundið starfsleyfi vegna samkomuhalds og sölu á veitingum vegna árshátíðar starfsmanna sveitarfélagsins í Mánagarði, 781 Hornafirði þann 20.3.2015. Ábyrgðarmaður er Bryndís Bjarnarson, kt. 170664-5159.  Leyfi útgefið 17.3.2015.

o) Martölvan ehf., kt. 410305-1270.  Nýtt starfsleyfi vegna sölu heimagistingar að Hafnarbraut 24. Ábyrgðarmaður: Sigríður S. Kristinsdóttir, kt. 121067-3669.  Leyfi útgefið 17.3.2015.

p) Rut Guðmundsdóttir, kt. 280873-4709.  Breyting á starfsleyfi fyrir einkavatnsveitu á Haga, 781 Hornafirði. Leyfi útgefið 25.3.2015.

q) Lionsklúbbur Hornafjarðar, kt. 670193-2689. Tímabundið starfsleyfi vegna samkomuhalds og sölu á veitingum á kútmagakvöldi í Sindrabæ þann 11.4.2015. Ábyrgðarmaður er Sigurbjörn J. Karlsson, kt. 290757-5099. Leyfi útgefið 25.3.2015.

r) Ólafur Jónsson., kt. 620565-0169. Breyting á starfsleyfi vegna heimagistingar að Hraunhóli 4, 781 Höfn. Leyfi útgefið 30.3.2015.

s) Víkin ehf., 410404-2810. Tímabundið starfsleyfi vegna páskadansleiks í Víkinni, Víkurbraut 2 þann 4.4.2015.  Ábyrgðarmaður: Hólmar Kristmundsson, kt. 270740-2279.  Starfsleyfi útgefið 1.4.2015.

u) Martölvan ehf., kt. 410305-1270. Breytt starfsleyfi vegna sölu gistingar, gistiheimili að Hafnarbraut 24. Ábyrgðarmaður: Sigríður S. Kristinsdóttir, kt. 121067-3669. Leyfi útgefið 7.4.2015.

7. Bókuð útgefin tóbakssöluleyfi

730 Fjarðabyggð – Reyðarfjörður

a) N1 hf., kt. 540206-2010. Endurnýjað tóbakssöluleyfi í verslun N1 að Búðargötu 7. Leyfi útgefið 2.3.2015

740 Fjarðabyggð – Neskaupstaður

b) Olíuverzlun Íslands hf., kt. 500269-3249.  Endurnýjað tóbakssöluleyfi í þjónustustöð Olís að Hafnarbraut 19.  Leyfi útgefið 26.3.2015.

 

8. Málefni einstakra fyrirtækja / starfsstöðva

8.1 Mjólkursamsalan vegna starfsstöðvar MS á Egilsstöðum

Mjólkursamsalan óskaði með bréfi dags. 17.12.2014, póstlögðu 22.1.2015 eftir undanþágu frá kröfu um lágmarksfitu í frárennsli frá starfsstöðinni. HAUST óskaði í bréfi dags. 20.2.2015 eftir því hvort erindið snérist ekki örugglega um undanþágubeiðni vegna hámarksfitu í frárennsli. Jafnframt var óskað eftir upplýsingum um hvaða losunarmörk fyrirtækið treysti sér til að uppfylla og fyrirtækið beðið um að gera grein fyrir hreinsun iðnaðarskólps frá starfsstöðinni.

Í bréfi MS frá 17.12.2014 kemur ennfremur fram að verið sé að leita leiða til að ná verðmætaefnum úr vinnsluvatni/mysu áður en það lendir í frárennslinu.  Stefnt sé að því að ljúka þeirri leit fyrir árslok 2015 og taka þá ákvörðun um hvert verði stefnt.  Í tölvupósti dags. 13.4.2015 kemur einnig fram að vorið 2014 hafi verið gerðar mælingar á fráveituvatni frá mjólkurstöðinni og ekki sé reiknað með að breytingar hafi orðið til hækkunar enda sé minna magn af mjólk unnið. 

Heilbrigðisnefnd samþykkir að veita fyrirtækinu frest til 1.10.2015 til að leggja fram til samþykktar nefndarinnar tímasettar áætlanir um úrbætur í fráveitumálum starfsstöðvarinnar.  Verði ekki brugðist við þessum fyrirmælum í tíma og lögð fram viðunandi gögn mun nefndin íhuga að beita þvingunarúrræðum  skv. 26. gr. laga nr. 7/1998 m.s.br.

 

9. Erindi til Heilbrigðisnefndar

9.1 Eiðar

Erindi frá Jónu Bjarneyju Hreinsdóttur, staðarhaldara á Eiðum, í tölvupósti 17.3. Sótt er um leyfi til að mega selja gistingu í 18 tveggja manna herbergjum í húsnæði Eiða ehf. Með erindinu fylgdu upplýsingar um að rotþróin yrði tæmd á 3ja vikna fresti til að draga úr skólpmengun í Eiðalækinn.

Á fundi Heilbrigðisnefndar þann 2.2.2012 var eftirfarandi bókað:  Nefndin ítrekar að ekki verði gefin út starfsleyfi fyrir samfellda starfsemi í húsnæði fyrrv. Alþýðuskólans á Eiðum með miklu álagi á fráveitukerfið fyrr en fráveitumál verði komin í viðunandi horf.
Heilbrigðisnefnd hafnar erindinu enda yrði umrædd starfsemi viðbót við mengunarálag sem fyrir er á viðtaka auk þess sem flutningur á skólpi er ekki ásættanleg lausn.

9.2 Frá UST v/ brennslu áhættuvefja frá dýrum

Með tölvupósti dags. 10.4. sl.barst erindi frá UST, ósk um umsögn vegna ofna til að brenna áhættuvefi sláturdýra í sláturhúsum.
Frkvstj. falið að svara erindinu á þann veg að æskilegt þyki að leysa vanda um förgun alls lífræns úrgangs með brennslu en að ekki verði lagst gegn því að sláturleyfishafar geti leyst sinn vanda með ofnum ef öllum skilyrðum varðandi mengunarvarnir eru upp fylltar.

 

10. Mál unnin og/eða afgreidd milli funda

10.1 Umsagnir

a) Umsögn um drög að deiliskipulagi í landi Hvamms á Fljótsdalshéraði.
b) Umsögn um teikningar af veitingastað í Hólmi á Hornafirði
c) Umsögn um drög að deiliskipulagi fyrri Stóra Sandfell á Fljótsdalshéraði.
d) Umsögn um drög að deiliskipulagi fyrir Kaldá á Fljótsdalshéraði
e) Umsögn um teikningar að Óbyggðarsetri Íslands að Egilsstöðum Fljótsdal.
f) Umsögn um tillögu að starfsleyfi fyrir urðun úrgangs í Tjarnarlandi í Hjaltastaðarþinghá. 
g) Umsögn um tillögu að deiliskipulagi fyrir hótel að Hnappavöllum. 
h) Umsögn um teikningu að hóteli við Strandgötu 47 á Eskifirði.  .
i) Umsögn um breytingu á aðal- og deiliskipulagi við Norðafjarðarhöfn. 
j) Umsögn um deiliskipulagslýsingu Hornafjarðarhöfn við Ósland. 

10.2 Svör við erindum

k) Svar við erindi Samkeppniseftirlits um sorpmál og sjálfstæði heilbrigðisefndar. 

Kristín Linda og Sigrún yfirgáfu fundinn um kl. 15:00

 

11. Innra starf heilbrigðiseftirlits Austurlands

Á fyrsta fundi þessarar nefndar þann 12.11.2014 var eftirfarandi bókað:
Snertifundur í byrjun apríl – þá myndi nefndin hittast og móta verklag og vinnu nefndarinnar, farið yfir starfslýsingar, gæðastefnu HAUST o.þ.h.
Í samræmi við þá bókun er þessi liður settur á dagskrá:

11.1 Ræða verklag og vinnu nefndarinnar

Vegna þess að mjög var liðið á fundartíma var samþykkt að ýta þessum lið til næsta snertifundar, enda hafa engar hugmyndir eða óskir um breytingar komið fram. Þó kom fram að áfram skuli stefnt að tveim snertifundum árlega og tengja þá skoðunarferðum í starfsleyfisskylda starfsemi eins og verið hefur.

11.2 Starfslýsingar 

Starfslýsingar fyrir framkvæmdastjóra, staðgengil framkvæmdastjóra, heilbrigðisfulltrúa og almenna starfsmenn voru fyrst unnar 2003 og hefur lítið verið breytt síðan þá. Lagt var fram skjal með lítillega breyttum starfslýsingum m.t.t. þess að MAST er nú önnur samstarfsstofnun auk UST. 
Heilbrigðisnefnd staðfestir fram lagðar starfslýsingar með áorðnum breytingum.

11.3 Gæðastefna HAUST

Gæðastefna frá árnum 2003 og 2010 var lögð fram með þeirri breytingu að bætt er við markmiðum Matvælalaga.  Þetta er nauðsynlegt í kjölfar aðgreiningar Umhverfisstofnunar og Matvælastofnunar, en hefur láðst að gera hingað til. Við næstu endurskoðun er áhugi á að færa áherslur í gæðastefnu enn meira til umhverfis og almennings.
Heilbrigðisnefnd staðfestir fram lagða gæðastefnu með áorðnum breytingum.

11.4 Verklag varðandi starfsleyfisskilyrði

Frá því á árinu 2007 hefur verið í gildi eftirfarandi ákvörðun heilbrigðisnefndar: ”að farið skuli að samræmdum viðmiðunarreglum og/eða starfsleyfisskilyrðum, sem unnin eru í samvinnu Ust og HES nema sérstakar ástæður gefi tilefni til annars.“

Tillaga um að Heilbrigðisnefnd samþykki eftirfarandi: 
Heilbrigðisnefnd samþykkir að farið skuli að samræmdum viðmiðunarreglum, starfsleyfisskilyrðum, samþykktum og handbókum sem unnar eru í samvinnu Umhverfisstofnunar og/eða Matvælastofnunar og fulltrúa frá heilbrigðiseftirlitssvæðunum, nema sérstakar ástæður gefi tilefni til annars.

Einnig er staðfest fyrri ákvörðun heilbrigðisnefndar um að heilbrigðisfulltrúar hafi umboð til að gefa út og endurnýja starfsleyfi skv. umsóknum, ef skilyrðum sem gera ber til starfseminnar skv. ákvæðum reglugerða og starfsleyfisskilyrðum er mætt. Útgefin starfsleyfi komi til bókunar á næsta fundi nefndarinnar.  Telji starfsmenn vafa leika á að skilyrði fyrir starfsleyfisútgáfu séu uppfyllt ber þeim að leggja umsóknir um starfsleyfi ásamt ítargögnum fyrir fund Heilbrigðisnefndar.

Með leyfi fundarins var liður 15.1 tekinn fyrir á þessum staði í dagskránni, en umfjöllun í honum er bókuð í réttri röð skv. dagskrá.
Eiður, Vilhjálmur og Dröfn viku af fundi kl. 15:30.  Árni Kristinsson tók við stjórn fundarins.

 

12. Bráðabirgðauppgjör ársins 2014

Bráðabirgðatölur um afkomu ársins 2014 hafa borist frá bókhaldara HAUST og voru lagðar fyrir fundinn.:
Bæði tekjur og gjöld voru umfram áætlun og heildartap í rekstri er einnig umfram þá áætlun sem samþykkt var á aðalfundi auk þess sem ekki hefur verið tekið tillit til afskrifta í bráðabirgðauppgjöri.  Ástæður taps umfram áætlun  eru aðallega tvær:  Annars vegar var ákveðið að endurnýja bifreið HAUST í árslok 2014 frekar en bíða fram á árið 2015, enda barst gott tilboð í eldri skódann.  Hins vegar var ákveðið að ráða Dröfn Svanbjörnsdóttur í vinnu út starfsárið 2014 og allt árið 2015 þegar í ljós kom að framkvæmdastjóri og hans staðgengill yrðu fjarverandi í orlofum í 5 mánuði samtals. Þetta er í samræmi við þá ákvörðun að ganga á sjóði sem HAUST hefur safnað frekar en að hækka gjaldskrá.
Umræða varð um áætlun 2015, m.a. kom fram að DS fer í barneignaleyfi á árinu.

13. Drög að ársskýrslu 2014

Drög að ársskýrslu fylgja með fundarboði. 
Starfsmönnum falið að lagfæra nokkur atriði og ganga síðan frá skýrslunni.

14. Starfsmannafundur

Starfsmenn hittast að jafnaði tvisvar árlega.  Fyrri fundur þessa árs var 31.3. þar var sagt frá fundum og ráðstefnum sem einhverjir starfsmannanna hafa farið á, skerpt á verklagi varðandi skýrsluskrif og beitingu þvingunarúrræða, rætt um fráveitumál, stöðuna varðandi ÍsLeyf o.fl.
Spurt var hvort starfsmönnum þætti nægja að hittast tvisvar árlega.  Í svari HHr kom fram að það væri lágmark, en erfitt væri að taka tíma fyrir fleiri slíka fundi.

15. Önnur mál

15.1 Næstu fundir

Eiður greindi frá áformuðum búferlaflutningum frá Fjarðabyggð til Djúpavogshrepps.  Vegna þess mun hann láta af störfum sem formaður Heilbrigðisnefndar á aðalfundi SSA í haust og nýr formaður verða tilnefndur. 
Eftirfarandi áætlun um tímasetningar funda var samþykkt:

    • Símfundur miðvikudaginn 3.6.
    • snertifundur miðvikudaginn 2.9.
    • Símfundur miðvikudaginn 14.10
    • Aðalfundur miðvikudaginn 28.10.
    • Símfundur miðvikudaginn 2.12

15.2 Skipaskoðanir - námskeið

Frá embætti landlæknis barst beiðni um að annar þeirra starfsmanna HAUST sem hafa setið námskeið um skoðanir skemmtiferðaskipa sæki einnig framhaldsnámskeið sem haldið er í Slóveníu 8.-12. Júní.  Námskeiðsgjald, uppihald og ferðir er greitt af WHO.
Af hálfu HAUST hefur verið tilkynnt að LÞ muni sækja námskeiðið.
Fram kom að nú þegar er allmikið um skoðanir flutningaskipa og útgáfu undanþága frá sóttvarnarvottorði.  Námskeiðið sem hér um ræðir snýst um samræmingu á skoðun farþegaskipa og snýst bæði um hollustuhætti, matvælaeftirlit og mengunarvarnir.
Heilbrigðisnefnd staðfesti þessa ákvörðun.

15.3 Kvörtun um umgengni

Borist hefur kvörtun um umgengni á einkalóð.  Málið kynnt lítillega, enda mun það hugsanlega koma til kasta nefndarinnar á seinni stigum.

15.4 Önnur mál

Engin önnur mál voru lögð fram á fundinum.

Fundi slitið kl. 15.51

Fundargerðin færð í tölvu af Helgu Hreinsdóttur og send fundarmönnum í tölvupósti til staðfestingar.  Gerðin verður undirrituð á næsta snertifundi.

Eiður Ragnarsson
Árni Kristinsson
Lovísa Rósa Bjarnadóttir
Andrés Skúlason
Vilhjálmur Jónsson
Auður Ingólfsdóttir
Kristín Ágústsdóttir
Helga Hreinsdóttir
Leifur Þorkelsson
Júlía Siglaugsdóttir
Hákon Hansson
Dröfn Svanbjörnsdóttir
Borgþór Freysteinsson

pdfFundargerð 122 á pdf

HAUST

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir
Bakka 1
765 Djúpavogur
Hafnarbraut 27
780 Höfn
haust@haust.is
474 1235

Search