Fundargerð 12. febrúar 2015

121. / 3. fundur Heilbrigðisnefndar Austurlands  haldinn símleiðis 12.2.2015

Heilbrigðisnefndarmenn:
Eiður Ragnarsson, Árni Kristinsson, Lovísa Rósa Bjarnadóttir, Andrés Skúlason, Lilja Kristjánsdóttir, Benedikt Jóhannsson, Kristín Ágústsdóttir
Starfsmenn:
Leifur Þorkelsson

Dagskrá:

  1. Bókuð útgefin starfsleyfi 711
  2. Bókuð útgefin tóbakssöluleyfi 712
  3. Málefni einstakra fyrirtækja / starfsstöðva 712
    3.1 Fjarðabyggð, íþróttahús Eskifirði 712
    3.2 Sláturhús Norðlenska á Höfn 713
    3.3 Dagsverk ehf. 713
  4. Erindi og bréf 714
    4.1 Frá HEF v. afnáms vatnsverndar á Egilsstaðanesi 714
    4.2 Frá HEF v. Breytingar á vatnsverndarsvæði við Urriðavatn 714
  5. Mál unnin og/eða afgreidd milli funda 714
    5.1 Umsagnir 714
  6. Önnur mál 715
    6.1 Bílamál. 715
    6.2 Drög að fráveitusamþykkt 715
    6.3 Heimagisting 715
    6.4 Ísleyfur 715
    6.5 Norræna matvælaráðstefnan 715

 

1.  Bókuð útgefin starfsleyfi

690 Vopnafjarðarhreppur
a) Guðrún Anna Guðnadóttir fær f.h. Þorrablótsnefndar Vopnafjarðar kt. 710269-5569. Tímabundið starfsleyfi vegna Þorrablóts í Félagsheimilinu Miklagarði 24.1.2015. Leyfið útgefið 6.1.2015

701 Fljótsdalshreppur
b) Sigríður Hrönn Gunnarsdóttir kt. 220466-4699 f.h.Þorrablótsnefndar Fljótsdals. Tímabundið starfsleyfi vegna Þorrablóts í félagsheimilinu Végarði þann 31.1.2015. Leyfið útgefið 14.1.2015

700-701 Fljótsdalshérað
c) Jana Janickova, Litluskógum 5. Tímabundið leyfi til að selja vöfflukex á jólamarkaði Barra 13. 12. 2014
d) Flugfélag Íslands, kt. 530575-0209. Nýtt starfsleyfi fyrir lítilsháttar flutning á matvælum og skammtímageymslu í aðstöðu fyrirtækisins á Egilsstaðaflugvelli. Leyfi útgefið 21.12.2014.
e) Þór Ragnarson kt. 181057-7269. Tímabundið starfsleyfi vegna Þorrablóts Fellamanna í íþróttahúsinu Fellabæ haldið 30.1.2015. Leyfið útgefið 6.1.2015
f) Heilsuefling-Heilsurækt ehf. Kt. 560914-1640. Starfsleyfi/flutningur fyrir Heilsuefling-Heilsurækt, líkamsræktarstöð að Fagradalsbraut 25. Leyfið útgefið 14.1.2015.
g) Ásdís Jóhannsdóttir, f.h.Þorrablótsnefndar Eiða-og Hjaltastaðaþinghár kt. 520413-1460. Tímabundið starfsleyfi vegna Þorrablóts á Eiðum 7.2.2015. Leyfið útgefið 15.1.2015
h) Lögurinn slf. kt. 431214-0320. Starfsleyfi/nýtt vegna sölu á gistingu Egilsstadir apartments, Furuvöllum 11. Leyfi útgefið 20.1.2015
i) Flugleiðahótel ehf., kt. 621297-6949. Endurnýjað starfsleyfi vegna sölu á veitingum og gistingu í Hótel Héraði að Miðvangi 5-7. Leyfi útgefið 26.1.2015
j) 701 Hotels ehf., kt. 540605-1490. Endurnýjað starfsleyfi fyrir sölu á veitingum að Miðvangi 2-4. Leyfi útgefið 26.1.2015

710 Seyðisfjörður
k) Þorrablótsnefnd Seyðisfjarðar, kt. 680394-2109. Tímabundið starfsleyfi vegna Þorrablóts í Íþróttamiðstöðinni Seyðisfirði 24.1.2015. Leyfið útgefið 17.12.2014.
l) Auðsalir ehf., kt 680604-3120. Starfsleyfi vegna Nord Marina guesthouse Strandvegi 21, 710 Seyðisfirði. Leyfið útgefið 10.6.2014.
m)

730 Fjarðabyggð – Reyðarfjörður
n) Fjarðabyggð, kt. 470698-2099. Tímabundið starfsleyfi fyrir áramótabrennur á gamlárskvöld árin 2014-2018. Staðsetning brennu er við Hrútá á Hrúteyri á Reyðarfirði. Ábyrgðarmaður: Ingi Lár Vilbergsson, kt. 290581-3629. Leyfi útgefið 17.12.2014.
o) Alcoa Fjarðaál sf., kt. 520303-4210. Endurskoðað starfsleyfi fyrir eftirfarandi starfsemi fyrirtækisins á Hrauni 1, 730 Reyðarfjörður: Fataskipta- og baðaðstöðu, heilsugæslu og kennsluaðstöðu, rannsóknastofu, bifreiða- og vélaverkstæði með þvottastöð, varmaveitu, spennistöð og eldsneytisafgreiðslu. Leyfi útgefið 20.12.2014.
p) Eskja kt., 630169-4299. Starfsleyfi fyrir frystigeymslu að Sjávargötu 1. Leyfi útgefið 26.1.2015

735 Fjarðabyggð - Eskijförður
q) Þorvaldur Einarsson, kt. 280480-9839. Tímabundið starfsleyfi fyrir samkomu, jóladansleik í Valhöll 27.12.2014. Leyfi útgefið 17.12.2014.
r) Díana Mjöll Sveinsdóttir f.h., Þorrablótsnefndar Eskfirðinga, kt. 530195-2959. Tímabundið starfsleyfi fyrir Þorrablót í félagsheimilinu Valhöll þann 24.1.2015. Leyfið útgefið 21.1.2015
s) Eskja kt., 630169-4299. Starfsleyfi fyrir frystigeymslu að Strandgötu 42. Leyfi útgefið 26.1.2015

780-785 Hornafjörður
t) Björgunarfélag Hornafjarðar, kt. 640485-0439. Tímabundið starfleyfi fyrir áramótabrennur á gamlárskvöld árin 2014 til og með 2018. Staðsetning brennu er á flöt austan við gömlu mjólkurstöðina. Ábyrgðarmaður: Karl Ágúst Guðnason, kt. 140269-5819. Leyfi útgefið 16.12.2014.
u) Humar kokkur ehf. kt. 420914-0750 Starfsleyfi vegna matvælaframleiðslu í Matarsmiðju Matís, Álaleiru 1. Leyfi útgefið 17.12.2014.
v) Ungmennafélagið Máni, kr. 640485-0439. Tímabundið starfleyfi fyrr þrettándabrennur árin 2015-2019. Leyfi útgefið 29.12.2014.
w) Jóhanna S. Gísladóttir fær fh. Þorrablótsnefndar Nesja og – Lónmanna kt. 670199-3399. Tímabundið starfsleyfi vegna Þorrablóts í Félagsheimilinu Mánagarði 31.1.2015. Leyfið útgefið 6.1.2015
x) Kistugil ehf ., kt. 441202-2450. Lítilsháttar breyting á starfsleyfi þar sem bætt var við einu smáhýsi. Gestafjöldin er þá orðin 16 manns í húsunum, var áður 12 manns. Þessi breyting er ekki gjaldfærð.
y) Laufey Guðmundsdóttir fær fh. Þorrablótsnefndar Suðursveit/Mýra kt. 620103-2330. Tímabundið starfsleyfi vegna Þorrablóts í Hrollaugsstöðum 7.2.2015. Leyfið útgefið 21.1.2015

 

2.  Bókuð útgefin tóbakssöluleyfi

700-701 Fljótsdalshérað
a) Kaffi Egilsstaðir ehf., Kaupvangi 17 ,kt. 660112-0730. Tóbakssöluleyfi í Kaffi Egilsstöðum, Kaupvangi 17. Leyfi útgefið 11.12.2014
780-785 Hornafjörður
b) Samkaup hf. 571298-3769. Tóbakssöluleyfi í verslun Nettó í Miðbæ, Litlubrú 1. Leyfi útgefið 23.1.2015
c) Hótel Skaftafell ehf. kt. 650589-1149. Tóbakssöluleyfi í söluskála fyrirtækisins í Freysnesi. Leyfi útgefið 3.2.2015

 

3.  Málefni einstakra fyrirtækja / starfsstöðva

3.1 Fjarðabyggð, íþróttahús Eskifirði

Íþróttahúsið á Eskifirði var skoðað þann 1. desember 2014 í kjölfar kvörtunar frá íbúa. í ljós kom að húsnæðið var víða orðið illa farið vegna vatns og rakaskemmda. Samdægurs var skrifað bréf til sveitarfélagsins Fjarðabyggðar og gerð krafa um úrbætur.Frestur til að leggja fram tímasetta áætlun um úrbætur á húsnæðinu rann út 31.1.2015
Svar barst frá sveitarfélaginu í bréfi dagsettu 30.1.2015 í því kom fram að brugðist hefur verið við hluta þeirra athugasemda sem gerðar voru og lögð fram áætlun sem miðar að því úrbótum verði lokið í vor.
Heilbrigðisnefnd samþykir framlagaða úrbótaáætlun og felur heilbrigðisfulltrúum að ganga úr skugga um að úrbótaáætluninni hafi verið fylgt með skoðun á húsnæðinu fyrir 1. júlí 2015

3.2 Sláturhús Norðlenska á Höfn

Eftirfylgni frá seinasta fundi – frestur fyrirtækisins til að gera grein fyrir úrbótum rann út í lok janúar. Gera þarf heilbrigðisnefnd grein fyrir viðbrögðum fyrirtækisins.

Með bréfi dags. 8.12.2014 gerði fyrirtækið grein fyrir sinni afstöðu. Fyrirtækið harmar slys/óhapp sem varð í fráveitumálum í nóvember, segir verklag við tæmingu ekki hafa verið nægjanlega skýrt og leggur fram lýsingu á verklagi til að tryggja að ekki komi til endurtekningar þar á.

Ennfremur gerir fyrirtækið grein fyrir verklagi og sýnatökum sem ættu að lágmarka óhreinindi í fráveitu, þannig að COD og fita í fráveitu verði innan viðmiðunarmarka fráveitureglugerðar.

Í niðurlagi bréfs kallað eftir að jafnræðis sé gætt í kröfum, enda séu ekki gerðar sömu kröfur um meðhöndlun úrgangs í ýmsum öðrum og stærri sláturhúsum í landinu.

Heilbrigðisnefnd fagnar viðbrögðum fyrirtækisins og felur starfsmönnum HAUST að ganga úr skugga um að úrbætur hafi farið fram. Hvað varðar jafnræði, þá getur Heilbrigðisnefnd Austurlandssvæðis ekki borið ábyrgð á ákvörðunum annarra heilbrigðisnefnda, en bendir á að viðtakar fráveitu eru mis viðkvæmir og að taka ber fullt tillit til umhverfismála við starfsleyfisvinnslu og eftirlit með starfsemi sem getur haft í för með sér mengun. Telji fyrirtækið á sér brotið er því bent á kærunefnd umhverfis- og auðlindamála.

3.3 Dagsverk ehf.

Með bréfi dags. 11.12.2014 var gerð krafa um eftirfarandi úrbætur fyrir 6.febrúar 2015:

  • Fjarlægja tvo olíutanka sem eru grafnir í jörð á norðurjaðri lóðarinnar eða gera þá hættulausa með því að fylla þá af sandi.
  • Tryggja lögmæta geymslu spilliefna, þ.e. að rafgeymar, olíusíur og önnur spilliefni verði geymd þannig að tryggt sé að þau blotni ekki.
  • Fyrirtækið komi fráveitumálum í það horf að uppfyllt séu ákvæði reglugerða um rotþrær og þjónustu við þær. Ekki er verjandi að ekki sé víst hvort um sé að ræða löglega fráveitu eða opna. Ef fráveita fer í rotþró er skylt að tæma hana reglulega.

Heilbrigðisfulltrúi heimsótti staðinn þann 6. febrúar sl. þá höfðu olíutankar verið fylltir með möl og spilliefni á borð við rafgeyma og olíusíur voru geymd á ásættanlegan hátt. Hinsvegar hafði ekki verið brugðist við athugasemdum varðandi fráveitumál frá aðstöðunni. Að sögn fulltrúa rekstraraðila fer fráveita frá selernum í rotþró sem staðsett er norðan við athafnasvæðið. Hinsvegar liggur ekki fyrir hvar rotþróin er staðsett nákvæmlega eða hvenær hún var tæmd síðast. Þá er stærð hennar er óviss.

Heilbrigðisnefnd átelur aðgerðarleysi fyrirtækisins í fráveitumálum og bendir á að athugasemdir við fráveituna komu fyrst fram í minnisblaði til fyrirtækisins dagsettu 18. maí 2012. Nefndin samþykkir að veita fyrirtækinu lokafrest til 15. maí 2015 til þess að bregðast við áður fram komnum kröfum varðandi úrbætur í fráveitumálum. Hafi ekki verið brugðist við fyrir þann tíma mun nefndin íhuga að beita þvingunarúrræðum til þess að knýja fram úrbætur.

 

4.  Erindi og bréf

4.1 Frá HEF v. afnáms vatnsverndar á Egilsstaðanesi

Erindið er frá Hitaveitu Egilsstaða og Fella dags. 22.12.2014 og inniheldur ósk um afnám vatnsverndarsvæðis á Egilsstaðanesi og niðurfellingu starfsleyfis fyrir vatnsveitu Egilsstaða frá september 2008. Erindinu fylgdi skýrsla frá ÍSOR dags. 25.10.2014 þar sem fram kemur að vatnsbólið á Egilsstaðanesi hafi ekki verið notað frá árinu 2009 heldur þjónað sem n.k. varavatnsból fyrir nýja vatnsveitu fyrir Egilsstaði og Fellabæ með vatnstökusvæði á áreyrum Köldukvíslar á Eyvindarárdal. Nú er talið að komin sé góð reynsla á nýja vatnsbólið og að horft sé til varavatns inn í landi Þuríðarstaða og ekki lengur þörf á vatnsvernd á Egilsstaðanesi. Hins vegar er í skýrslunni ítrekað að ástunda þurfi snyrtimennsku umhverfis vatnsbólið við Köldukvísl og að áríðandi sé að ekki verði hróflað við vatnsvernd á eyrunum á Þuríðarstöðum.

Heilbrigðisnefnd fellst á að fella niður starfleyfi fyrir vatnsveitu Egilsstaða og aflétta vatnsvernd á Egilsstaðanesi með skilyrðum um að farið sé að tilmælum ÍSOR um snyrtimennsku við Köldukvísl og að vatnsvernd á eyrum Þuríðarstaða fái forgang. Ennfremur er gerð krafa um að vatnsverndarsvæði við Köldukvísl verði merkt með skiltum við þjóðveginn þar sem ekið er um verndarsvæði Köldukvíslarveitunnar.

4.2 Frá HEF v. Breytingar á vatnsverndarsvæði við Urriðavatn

Erindið er frá Hitaveitu Egilsstaða og Fella dags. 22.12.2014 og inniheldur ósk um þrengingu á vatnsverndarskipulagi við Urriðavatn. Í júní 2013 var gefið út starfsleyfi fyrir neysluvatnsveitu sem dreifir heitu vatni til íbúa í Fellabæ á Egilsstöðum og í nágrenni. Skv. gögnum sem voru lögð fram með umsókn um starfsleyfi voru vatnsverndarsvæði skilgreind þannig: Brunnsvæði: 10 m þvermál umhverfis holutoppana í og við Urriðavatn. Grannsvæði: Takmarkast við efstu flóðamörk Urriðavatns. Fjarsvæði: Teygi sig inn allan Fljótsdal og inn á Vatnajökul. Í erindi HEF er vísað til skýrslu ÍSOR dags. 26.8.2014 þar sem lögð er fram rökstudd tillaga um þrengra vatnsverndarsvið: þ.e. Brunnsvæði verði 5 m umhverfis holutoppa. Grannsvæði takmarkist við manngerða uppfyllingu við virkjunarsvæðið og fjarsvæði verði vatnsvið Lagarfljóts ofan við ós lækjarins úr Urriðavatni.

Heilbrigðisnefnd fellst á að breyta starfsleyfi fyrir Hitaveitu Egilsstaða og Fella sem gefið var út þann 25.6.2013 vegna vatnsveitu sem dreifir heitu vatni til íbúa í Fellabæ á Egilsstöðum og í nágrenni eins og um er beðið enda eru borholur mjög djúpar og vel frá gengnar auk þess sem bergið undir Urriðavatni tryggir að yfirborðsvatn berist ekki niður í vatnskerfið.

 

5.  Mál unnin og/eða afgreidd milli funda

5.1 Umsagnir

  1. Umsögn til Skipulagsstofnunar vegna breyttra áforma um sorpurðun í Tjarnarlandi á Héraði, 15.12.2014.
  2. Umsögn um skýrsludrög, „Neysluvatnsgæði á íslandi 2002-2012" unnið í Vatnaverkfræðistofu HÍ fyrir Matvælastofnun)
  3. Umsögn um breytingu á gjaldskrá fyrir meðhöndlun úrgangs í Fjarðabyggð
  4. Umsögn um breytingu á gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald í Fjarðabyggð
  5. Umsögn um breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs og gerð deiliskipulags við Urriðavatn í Fellum
  6. Umsögn um teikningu af byggingu þjónustuhúss í Vallanesi.
  7. Umsögn um viðbyggingu við Vindheimanaust 7 í Neskaupstað.
  8. Umsögn um lýsingu vegna skipulagsáforma við Hengifoss í Fljótsdal.
  9. Umsögn um skipulags og matslýsingu vegna stækkunar hafnarsvæðis á Norðfirði.
  10. Umsögn um tillögu að breytingu á aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2007-2027.
  11. Umsögn um deiliskipulag fyrir Hátungur í Vatnajökulsþjóðgarði.

6. Önnur mál

6.1 Bílamál

Í samræmi við bókun af seinasta fundi heilbrigðisnefndar var nýr skoda octavía keyptur 20.12.2014 og sá eldri seldur.

6.2 Drög að fráveitusamþykkt

Drög að fráveitusamþykkt voru send til umsagnar hjá sveitarfélögum í árslok 2014. Frestur sveitarstjórna til að gera athugasemdir við drögin rennur í lok mars.

6.3 Heimagisting

Rætt um starfsleyfi vegna sölu á heimagistingu en mikil aukning hefur orðið í útgáfu slíkra leyfa að undanförnu. Samþykkt að fela starfsmönnum HAUST að kanna hvernig fyrirkomulag þessara mála er á öðrum heilbrigðiseftirlitssvæðum. Jafnframt var samþykkt að taka málið til umræðu á næsta fundi nefndarinnar.

6.4 Ísleyfur

Skrifað hefur verið undir samning á milli Matvælastofnunnar (MAST) og HAUST varðandi aðgengi HAUST að Ísleyfi eftirlitgrunni MAST. Samningurinn gerir ráð fyrir því að MAST og HAUST vinni saman að innleiðingu Ísleyfs á innleiðingartímabili sem líkur í árslok 2016

6.5 Norræna matvælaráðstefnan

Leifur sagði frá norrænu matvælaráðstefnunni sem haldin var í Reykjavík í lok janúar en hann og Borgþór Freysteinsson sóttu ráðstefnuna fyrir hönd HAUST.

Fundi slitið kl. 10:05

Fundargerðin færð í tölvu af starfsmönnum HAUST og send fundarmönnum í tölvupósti til staðfestingar. Gerðin verður undirrituð á næsta snertifundi.

Eiður Ragnarsson
Árni Kristinsson
Lilja Kristjánsdóttir
Benedikt Jóhannsson
Kristín Ágústsdóttir
Lovísa Rósa Bjarnadóttir
Andrés Skúlason
Leifur Þorkelsson

pdfFundargerð 121 á pdf

HAUST

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir
Bakka 1
765 Djúpavogur
Hafnarbraut 27
780 Höfn
haust@haust.is
474 1235

Search